Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2022 16:08 Eldflaugar hæfðu þrjú íbúðarhús í Kænugarði. AP/Andrew Kravchenko Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Engir sjálfsprengjudrónar frá Íran voru notaðir við árásirnar. Margar Eldflaugar voru skotnar niður, samkvæmt talsmanni flughers Úkraínu, en margar til viðbótar náðu þó til skotmarka sinna. Ráðamenn í Kænugarði segja ástandið alvarlegt í kjölfar árásarinnar. #Ukraine: A Russian cruise missile (Kh-101/Kh-55) was shot down by Ukrainian Air Defense systems over #Kyiv today. pic.twitter.com/kiHiTvLDh0— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) November 15, 2022 Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu og aukinni gagnrýni heima fyrir hafa forsvarsmenn rússneska hersins gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu. Stór hluti þessa árása hefur dreifst að orkuverum og dreifikerfi Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur þess erfiðari til lengri tíma. Með þessu vilja ráðamenn í Moskvu einnig draga úr gagnrýni heima fyrir á stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Hér má sjá myndband sem tekið var í sprengjuskýli í Úkraínu í dag. Dnipro, one of the bomb shelters pic.twitter.com/A1hDUlH7Vm— English (@TpyxaNews) November 15, 2022 Ekki fyrsta umfangsmikla árásin Úkraínumenn unnu nýverið mikinn sigur þegar Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Borgin var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrás þeirra hófst í febrúar og vendingarnar marka mikil kaflaskil í átökunum í Úkraínu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar gera umfangsmiklar eldflaugaárásir á Úkraínu en það var einnig gert eftir undanhaldið frá Kharkív-héraði og eftir að árásin var gerð á brúnna yfir Kerchsund, sem tengir meginland Rússlands við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Sjá einnig: Úkraínumenn með frumkvæðið og von á frekari gagnárásum Ráðamenn í Kænugarði hafa sagt að árásir sem þessar geri lítið annað en að stappa stálinu í úkraínsku þjóðina. Þær sýni nauðsyn þess að sigra Rússa og reka þá á brott frá öllum hernumdum svæðum landsins. Here s what Kyiv looks like this evening after Russia s latest missile barrage targeting energy infrastructure. Half of the Ukrainian capital a city of nearly 4 million people is without power. pic.twitter.com/mDdvKIkH00— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 15, 2022 Wopke Hoekstra, utanríkisráðherra Hollands, var staddur í Kænugarði í dag og þurfti að leita skjóls í sprengjubyrgi. Í tístum sem hann birt fyrr í dag sagði hann Hollendinga staðráðna í að standa við bakið á Úkraínumönnum, þeir gætu treyst á Hollendinga. Being in #Kyiv and witnessing the appalling damage inflicted on this city by Russian aggression hardens my determination to hold the perpetrators to account. It is my deepest conviction that we have a duty to help #Ukraine in every way possible. #StandWithUkraine 2/3— Wopke Hoekstra (@WBHoekstra) November 15, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Segir tímabært að binda enda á átökin en á forsendum Úkraínumanna Það er tímabært að binda enda á átökin í Úkraínu, sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði leiðtoga G20-ríkjanna um fjarfundabúnað, á ráðstefnu leiðtoganna í Balí. 15. nóvember 2022 08:03 Stríðsreksturinn sagður valda stórfelldri losun Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til gríðarlegrar losunar á gróðurhúsalofttegundum, að sögn fulltrúa Úkraínu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeir segjast safna upplýsingum um „umhverfisglæpi“ Rússa. 14. nóvember 2022 23:20 Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10 Selenskí heimsótti Kherson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Kherson-borg í morgun. Hersveitir Rússa hörfuðu nýverið frá borginni en eru þrátt fyrir það í nokkur hundruð metra fjarlægð, hinu megin við Dniproá. 14. nóvember 2022 10:46 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Engir sjálfsprengjudrónar frá Íran voru notaðir við árásirnar. Margar Eldflaugar voru skotnar niður, samkvæmt talsmanni flughers Úkraínu, en margar til viðbótar náðu þó til skotmarka sinna. Ráðamenn í Kænugarði segja ástandið alvarlegt í kjölfar árásarinnar. #Ukraine: A Russian cruise missile (Kh-101/Kh-55) was shot down by Ukrainian Air Defense systems over #Kyiv today. pic.twitter.com/kiHiTvLDh0— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) November 15, 2022 Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu og aukinni gagnrýni heima fyrir hafa forsvarsmenn rússneska hersins gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu. Stór hluti þessa árása hefur dreifst að orkuverum og dreifikerfi Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur þess erfiðari til lengri tíma. Með þessu vilja ráðamenn í Moskvu einnig draga úr gagnrýni heima fyrir á stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Hér má sjá myndband sem tekið var í sprengjuskýli í Úkraínu í dag. Dnipro, one of the bomb shelters pic.twitter.com/A1hDUlH7Vm— English (@TpyxaNews) November 15, 2022 Ekki fyrsta umfangsmikla árásin Úkraínumenn unnu nýverið mikinn sigur þegar Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Borgin var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrás þeirra hófst í febrúar og vendingarnar marka mikil kaflaskil í átökunum í Úkraínu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar gera umfangsmiklar eldflaugaárásir á Úkraínu en það var einnig gert eftir undanhaldið frá Kharkív-héraði og eftir að árásin var gerð á brúnna yfir Kerchsund, sem tengir meginland Rússlands við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Sjá einnig: Úkraínumenn með frumkvæðið og von á frekari gagnárásum Ráðamenn í Kænugarði hafa sagt að árásir sem þessar geri lítið annað en að stappa stálinu í úkraínsku þjóðina. Þær sýni nauðsyn þess að sigra Rússa og reka þá á brott frá öllum hernumdum svæðum landsins. Here s what Kyiv looks like this evening after Russia s latest missile barrage targeting energy infrastructure. Half of the Ukrainian capital a city of nearly 4 million people is without power. pic.twitter.com/mDdvKIkH00— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 15, 2022 Wopke Hoekstra, utanríkisráðherra Hollands, var staddur í Kænugarði í dag og þurfti að leita skjóls í sprengjubyrgi. Í tístum sem hann birt fyrr í dag sagði hann Hollendinga staðráðna í að standa við bakið á Úkraínumönnum, þeir gætu treyst á Hollendinga. Being in #Kyiv and witnessing the appalling damage inflicted on this city by Russian aggression hardens my determination to hold the perpetrators to account. It is my deepest conviction that we have a duty to help #Ukraine in every way possible. #StandWithUkraine 2/3— Wopke Hoekstra (@WBHoekstra) November 15, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Segir tímabært að binda enda á átökin en á forsendum Úkraínumanna Það er tímabært að binda enda á átökin í Úkraínu, sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði leiðtoga G20-ríkjanna um fjarfundabúnað, á ráðstefnu leiðtoganna í Balí. 15. nóvember 2022 08:03 Stríðsreksturinn sagður valda stórfelldri losun Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til gríðarlegrar losunar á gróðurhúsalofttegundum, að sögn fulltrúa Úkraínu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeir segjast safna upplýsingum um „umhverfisglæpi“ Rússa. 14. nóvember 2022 23:20 Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10 Selenskí heimsótti Kherson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Kherson-borg í morgun. Hersveitir Rússa hörfuðu nýverið frá borginni en eru þrátt fyrir það í nokkur hundruð metra fjarlægð, hinu megin við Dniproá. 14. nóvember 2022 10:46 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Segir tímabært að binda enda á átökin en á forsendum Úkraínumanna Það er tímabært að binda enda á átökin í Úkraínu, sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði leiðtoga G20-ríkjanna um fjarfundabúnað, á ráðstefnu leiðtoganna í Balí. 15. nóvember 2022 08:03
Stríðsreksturinn sagður valda stórfelldri losun Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til gríðarlegrar losunar á gróðurhúsalofttegundum, að sögn fulltrúa Úkraínu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeir segjast safna upplýsingum um „umhverfisglæpi“ Rússa. 14. nóvember 2022 23:20
Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10
Selenskí heimsótti Kherson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Kherson-borg í morgun. Hersveitir Rússa hörfuðu nýverið frá borginni en eru þrátt fyrir það í nokkur hundruð metra fjarlægð, hinu megin við Dniproá. 14. nóvember 2022 10:46