„Manni líður eins og maður sé bara heima“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 22:47 Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Ragnarsson á Lauga-Ási Vísir/Egill „Tíminn er bara kominn. Það tekur allt sinn endi,“ segir Ragnar Guðmundsson stofnandi veitingastaðarins Lauga-Ás á Laugarásvegi í Reykjavík en staðnum verður lokað í næsta mánuði. Lauga-Ás hefur verið starfræktur síðan árið 1979 og hafa fastagestir staðarins tekið þessum tíðindum óstinnt upp. „Nú er minn tími kominn. Ég verð að hætta. Mig langar að hætta á toppnum,“ sagði Ragnar í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ragnar er nú orðinn áttræður og segir að margt standi upp úr eftir 43 ár í rekstri og þá ekki síst dásamlegt starfsfólk. Ákvörðunin um að skella í lás hefur fengið misjöfn viðbrögð. „Yfirleitt eru allir mjög óhressir með að við séum að fara að loka,“ segir Ragnar sem sjálfur er sáttur við ákvörðunina og hyggst hafa opið fram að Þorláksmessu. „Ég er ánægður og allir kúnnar ánægðir, hvað á maður að gera meira?“ Sorgardagur hjá mörgum Torfi Vestmann er einn af fastakúnnum Lauga-Ás og var að gæða sér á dýrindis vínarsnitsel þegar fréttastofa tók hann tali. Hann er allt annað en sáttur við væntanlega lokun og telur daginn vera sorgardag hjá íslensku þjóðinni. „Mér finnst þetta bara mjög slæm ákvörðun. Við erum búin að koma hérna í áraraðir með fjölskylduna og börnin og ég er bara að vona að þeir skipti um skoðun. Og ég bið þá um það, með kveðju frá þjóðinni.“ En hvað skyldi það vera sem stendur upp úr eftir öll þessi ár? „Geggjaður matur, frábær þjónusta, yndislegt starfsfólk, og bara einhvern veginn andinn í húsinu, manni líður eins og maður sé bara heima. Annað heimili.“ Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Sjá meira
„Nú er minn tími kominn. Ég verð að hætta. Mig langar að hætta á toppnum,“ sagði Ragnar í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ragnar er nú orðinn áttræður og segir að margt standi upp úr eftir 43 ár í rekstri og þá ekki síst dásamlegt starfsfólk. Ákvörðunin um að skella í lás hefur fengið misjöfn viðbrögð. „Yfirleitt eru allir mjög óhressir með að við séum að fara að loka,“ segir Ragnar sem sjálfur er sáttur við ákvörðunina og hyggst hafa opið fram að Þorláksmessu. „Ég er ánægður og allir kúnnar ánægðir, hvað á maður að gera meira?“ Sorgardagur hjá mörgum Torfi Vestmann er einn af fastakúnnum Lauga-Ás og var að gæða sér á dýrindis vínarsnitsel þegar fréttastofa tók hann tali. Hann er allt annað en sáttur við væntanlega lokun og telur daginn vera sorgardag hjá íslensku þjóðinni. „Mér finnst þetta bara mjög slæm ákvörðun. Við erum búin að koma hérna í áraraðir með fjölskylduna og börnin og ég er bara að vona að þeir skipti um skoðun. Og ég bið þá um það, með kveðju frá þjóðinni.“ En hvað skyldi það vera sem stendur upp úr eftir öll þessi ár? „Geggjaður matur, frábær þjónusta, yndislegt starfsfólk, og bara einhvern veginn andinn í húsinu, manni líður eins og maður sé bara heima. Annað heimili.“
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Sjá meira
Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25