Hitaveitur landsins komnar að þolmörkum Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2022 20:02 Hitaveitur landsins eru komnar að þolmörkum vegna meiri aukningar á notkun á heitu vatni en spár gerðu ráð fyrir. Íslendingar þurfa að temja sér meiri virðingu fyrir auðlindinni og fara sparlega með vatnið auk þess sem virkja þarf ný svæði. Stöð 2/Arnar Hitaveitur landsins eru að nálgast þolmörk og huga þarf að betri nýtingu á heitu vatni sem og virkjun nýrra svæða til að anna ört vaxandi eftirspurn. Komið gæti til skömmtunar á heitu vatni á köldustu dögum ársins. Samorka boðaði til opins fundar um stöðu hitaveitna og jarðhitaauðlindarinnar í landinu í Hörpu í morgun. Farið var yfir stöðuna hjá stærstu veitufyrirtækjunum og spár um framtíðar þörf á heitu vatni. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir stöðuna þunga hjá hitaveitunum í landinu. „Það er vegna þess að heitavatnsnotkun hefur aukist umfram fólksfjölgun. Þannig að þær eiga í fullu fangi með að anna núverandi eftirspurn og svo þarf auðvitað að hugsa fyrir framtíðinni,“ segir Lovísa. Á höfuðborgarsvæðinu væri til að mynda reiknað með rúmlega þriggja prósenta aukningu í eftirspurn á ári. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir að Íslendingar þurfi að læra að umgangast heita vatns auðlindina af meiri virðingu.Stöð 2/Vísir „Ef við horfum til lengri tíma og til ársins 2060 þá er það tvöföldun á öllu heitavatnskerfinu. Og ef við horfum á hversu mikil orka þetta er þá er samanlagt afl hitaveita Veitna sem sér Reykjavík fyrir heitu vatni á við tvöfalda Kárahnjúkavirkjun. Þannig að þetta er rosalega mikil orka og stórmál að tvöfalda þetta,“ segir Lovísa. Um 60% allrar orku sem notuð væri hér á landi væri heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Það væru alls 43 teravattsstundir eða tvöfalt meiri orka en frá allri raforkuframleiðslu landsins. „Núverandi vinnslusvæði eru komin í hámarks afkastagetu. Þannig að við þurfum að leita leiða til að nýta þau betur. Til dæmis með því að hvetja fólk til að fara betur með heita vatnið,“ segir Lovísa. Eftirspurnin eftir heitu vatni hefur aukist langt umfram fólksfjölgun meðal annars vegna þess að færri búa í fleiri íbúðum en áður. Þar með eykst fermetrafjöldinn sem þarf að hita.Samorka Það mætti gera með stuttum sturtum í stað þess að fara í bað og spara gangstéttahitun á sumrin. Hitaveitur um allt land væru að huga að næstu skrefum „Vandamálið er að jarðhitaleit tekur mjög langan tíma. Það er líka hluti af því vandamáli af hverju það er erfitt að anna þessu núna. Af því að aukningin hefur farið fram úr spám og leit getur tekið áratug. Svo þarf að kynnast jarðhitakerfinu sem gefur okkur eitthvað og sjá hvaða reynsla kemur á það,“ segir Lovísa Árnadóttir. Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Mögulegt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið. 17. nóvember 2022 15:33 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Samorka boðaði til opins fundar um stöðu hitaveitna og jarðhitaauðlindarinnar í landinu í Hörpu í morgun. Farið var yfir stöðuna hjá stærstu veitufyrirtækjunum og spár um framtíðar þörf á heitu vatni. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir stöðuna þunga hjá hitaveitunum í landinu. „Það er vegna þess að heitavatnsnotkun hefur aukist umfram fólksfjölgun. Þannig að þær eiga í fullu fangi með að anna núverandi eftirspurn og svo þarf auðvitað að hugsa fyrir framtíðinni,“ segir Lovísa. Á höfuðborgarsvæðinu væri til að mynda reiknað með rúmlega þriggja prósenta aukningu í eftirspurn á ári. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir að Íslendingar þurfi að læra að umgangast heita vatns auðlindina af meiri virðingu.Stöð 2/Vísir „Ef við horfum til lengri tíma og til ársins 2060 þá er það tvöföldun á öllu heitavatnskerfinu. Og ef við horfum á hversu mikil orka þetta er þá er samanlagt afl hitaveita Veitna sem sér Reykjavík fyrir heitu vatni á við tvöfalda Kárahnjúkavirkjun. Þannig að þetta er rosalega mikil orka og stórmál að tvöfalda þetta,“ segir Lovísa. Um 60% allrar orku sem notuð væri hér á landi væri heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Það væru alls 43 teravattsstundir eða tvöfalt meiri orka en frá allri raforkuframleiðslu landsins. „Núverandi vinnslusvæði eru komin í hámarks afkastagetu. Þannig að við þurfum að leita leiða til að nýta þau betur. Til dæmis með því að hvetja fólk til að fara betur með heita vatnið,“ segir Lovísa. Eftirspurnin eftir heitu vatni hefur aukist langt umfram fólksfjölgun meðal annars vegna þess að færri búa í fleiri íbúðum en áður. Þar með eykst fermetrafjöldinn sem þarf að hita.Samorka Það mætti gera með stuttum sturtum í stað þess að fara í bað og spara gangstéttahitun á sumrin. Hitaveitur um allt land væru að huga að næstu skrefum „Vandamálið er að jarðhitaleit tekur mjög langan tíma. Það er líka hluti af því vandamáli af hverju það er erfitt að anna þessu núna. Af því að aukningin hefur farið fram úr spám og leit getur tekið áratug. Svo þarf að kynnast jarðhitakerfinu sem gefur okkur eitthvað og sjá hvaða reynsla kemur á það,“ segir Lovísa Árnadóttir.
Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Mögulegt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið. 17. nóvember 2022 15:33 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Mögulegt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið. 17. nóvember 2022 15:33
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20