Á að fækka húsum? Jónas Elíasson skrifar 18. nóvember 2022 13:00 Reykjavík er þekkt um heim allann fyrir nýtingu jarðhita. Margir hafa lagt þar hönd á plóginn, hér nægir að nefna tvö nöfn, Geir Hallgrímsson borgarstjóra og Jóhannes Zoega hitaveitustjóra. Jóhannes var mjög þekktur fyrir tæknilega þekkingu á jarðhitamálum. Þegar ég kom til Kína í fyrsta sinn var farið með mig í skoðunarferð í bókasafn alþýðunnar í Peking. Ég spurði auðvitað hvaða íslenskir höfundar væru á safninu. Þeir reyndust tveir, Nonni, eða Jón Sveinsson, og Jóhannes Zoega. Jóhannes tók við HR (Hitaveitu Reykjavíkur) í slæmri stöðu, en þróaði fyrirtækið af mikilli framsýni svo ekki skorti heitt vatn. Nú berast þær fregnir að sú tíð sé úti. Meira þarf til, líklega er það 400 milljarða skuld og tilheyrandi peningaleysi Rvk sem á sökina. En þetta er engin afsökun fyrir því að láta Rvk verða eins og Kiev. Hér eru engir Rússar að sprengja vatnsleiðslur. Aðeins borgarstjórn sem búin er að missa tökin á fjármálum, samgöngumálum, skólamálum og nú orkumálum. En hún hefur borgarstjóra með liðugt málbein, sem er mjög duglegur að gefa hrútskýringar í RÚV og sleppa með það. En nú þarf heitt vatn, ekki málæði. Svo hvað leggur borgarstjóri til ? E. t. v. er vísbending í því sem hann lagði til þegar samgöngukreppan helltist yfir borgina, þá lagði hann til að fækka bílum. Í beinu framhaldi getur hann núna komið með tillögu um að fækka húsum. Að auka aðrennsli hitaveituvatns frá Hellisheiði eða Nesjavöllum er tiltölulega ódýrt. Að gera það ekki varðar þjóðaröryggi. Skortur á aðrennsli til dælustöðva getur leitt til alvarlegra bilana, húsin missa heita vatnið og íbúarnir verða að flytja út. Slíkt hefur skeð. Borgarstjórnin þarf að hugsa sín mál. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Orkumál Jónas Elíasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er þekkt um heim allann fyrir nýtingu jarðhita. Margir hafa lagt þar hönd á plóginn, hér nægir að nefna tvö nöfn, Geir Hallgrímsson borgarstjóra og Jóhannes Zoega hitaveitustjóra. Jóhannes var mjög þekktur fyrir tæknilega þekkingu á jarðhitamálum. Þegar ég kom til Kína í fyrsta sinn var farið með mig í skoðunarferð í bókasafn alþýðunnar í Peking. Ég spurði auðvitað hvaða íslenskir höfundar væru á safninu. Þeir reyndust tveir, Nonni, eða Jón Sveinsson, og Jóhannes Zoega. Jóhannes tók við HR (Hitaveitu Reykjavíkur) í slæmri stöðu, en þróaði fyrirtækið af mikilli framsýni svo ekki skorti heitt vatn. Nú berast þær fregnir að sú tíð sé úti. Meira þarf til, líklega er það 400 milljarða skuld og tilheyrandi peningaleysi Rvk sem á sökina. En þetta er engin afsökun fyrir því að láta Rvk verða eins og Kiev. Hér eru engir Rússar að sprengja vatnsleiðslur. Aðeins borgarstjórn sem búin er að missa tökin á fjármálum, samgöngumálum, skólamálum og nú orkumálum. En hún hefur borgarstjóra með liðugt málbein, sem er mjög duglegur að gefa hrútskýringar í RÚV og sleppa með það. En nú þarf heitt vatn, ekki málæði. Svo hvað leggur borgarstjóri til ? E. t. v. er vísbending í því sem hann lagði til þegar samgöngukreppan helltist yfir borgina, þá lagði hann til að fækka bílum. Í beinu framhaldi getur hann núna komið með tillögu um að fækka húsum. Að auka aðrennsli hitaveituvatns frá Hellisheiði eða Nesjavöllum er tiltölulega ódýrt. Að gera það ekki varðar þjóðaröryggi. Skortur á aðrennsli til dælustöðva getur leitt til alvarlegra bilana, húsin missa heita vatnið og íbúarnir verða að flytja út. Slíkt hefur skeð. Borgarstjórnin þarf að hugsa sín mál. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar