„Mér fannst hann tæta okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2022 21:44 Benedikt Gunnar Óskarsson stal senunni á Hlíðarenda í kvöld. vísir/Diego Eins kátur og Patrekur Jóhannesson gat verið eftir fyrri hálfleik Stjörnunnar gegn Val í kvöld þá var þjálfarinn alls ekki ánægður með seinni hálfleikinn, í 35-29 tapi Stjörnumanna í Olís-deildinni í handbolta í kvöld. Stjarnan þremur mörkum yfir í hálfleik eftir að hafa mest náð sex marka forskoti en Valsmenn voru fljótir að snúa stöðunni sér í vil í seinni hálfleik, þrátt fyrir að spila ekki á sínu sterkasta liði. „Fyrri hálfleikur var mjög góður og framhald af því sem við vorum að gera í síðasta leik. Við vorum 19-16 yfir eftir hann, vorum að skjóta vel og sjálfstraust í liðinu. Seinni hálfleikur var slappur. Þar spilar inn í að markvarslan hjá Val var ekkert sérstök í fyrri hálfleik en Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] var góður í seinni. Hvort að skotin voru svona léleg veit ég ekki. Bjöggi er fábær markvörður, enda í landsliðinu, en við erum að skjóta svolítið mikið finnst mér beint út frá hendi, í millihæðina. En við fengum fín færi. Síðan smitaðist þetta yfir í varnarleikinn þar sem menn misstu trúna og ég er svekktur með það,“ sagði Patrekur. Adam meiddist í upphitunarleik eftir stórleikinn „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og þá var flott flot á þessu, og við náðum þá líka hraðaupphlaupunum. Kannski var svolítið hnoð og kannski stóðu Valsararnir þéttar, en samt sem áður enduðum við oftast með fín færi. Bjöggi var munurinn í seinni hálfleik, og síðan líka Benedikt sem við reyndum að taka út,“ sagði Patrekur, en Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tíu mörk í leiknum: „Mér fannst hann tæta okkur, mikil orka í honum og hann er góður leikmaður. Við vorum með hitt alveg, þannig séð. En ég er svekktur að hafa ekki sýnt meira en hálftíma af góðum leik gegn Val.“ Patrekur Jóhannesson tók undir að leikurinn hefði verið afar kaflaskiptur.vísir/Diego Eftir stórleik gegn Selfossi í síðasta leik var Adam Thorstensen ekki í marki Stjörnunnar í kvöld: „Adam er meiddur. Hann meiddist á æfingu í nýjum upphitunarleik sem ég var með,“ sagði Patrekur en verður þá ekki farið aftur í þann leik? „Jú, jú. Þetta var bara klúður hjá honum. Þetta er mjög skemmtilegur boðhlaupsleikur sem að Grímur [Hergeirsson, þjálfari] var með á Selfossi en Adam var bara óheppinn.“ Olís-deild karla Handbolti Stjarnan Valur Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Stjarnan þremur mörkum yfir í hálfleik eftir að hafa mest náð sex marka forskoti en Valsmenn voru fljótir að snúa stöðunni sér í vil í seinni hálfleik, þrátt fyrir að spila ekki á sínu sterkasta liði. „Fyrri hálfleikur var mjög góður og framhald af því sem við vorum að gera í síðasta leik. Við vorum 19-16 yfir eftir hann, vorum að skjóta vel og sjálfstraust í liðinu. Seinni hálfleikur var slappur. Þar spilar inn í að markvarslan hjá Val var ekkert sérstök í fyrri hálfleik en Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] var góður í seinni. Hvort að skotin voru svona léleg veit ég ekki. Bjöggi er fábær markvörður, enda í landsliðinu, en við erum að skjóta svolítið mikið finnst mér beint út frá hendi, í millihæðina. En við fengum fín færi. Síðan smitaðist þetta yfir í varnarleikinn þar sem menn misstu trúna og ég er svekktur með það,“ sagði Patrekur. Adam meiddist í upphitunarleik eftir stórleikinn „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og þá var flott flot á þessu, og við náðum þá líka hraðaupphlaupunum. Kannski var svolítið hnoð og kannski stóðu Valsararnir þéttar, en samt sem áður enduðum við oftast með fín færi. Bjöggi var munurinn í seinni hálfleik, og síðan líka Benedikt sem við reyndum að taka út,“ sagði Patrekur, en Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tíu mörk í leiknum: „Mér fannst hann tæta okkur, mikil orka í honum og hann er góður leikmaður. Við vorum með hitt alveg, þannig séð. En ég er svekktur að hafa ekki sýnt meira en hálftíma af góðum leik gegn Val.“ Patrekur Jóhannesson tók undir að leikurinn hefði verið afar kaflaskiptur.vísir/Diego Eftir stórleik gegn Selfossi í síðasta leik var Adam Thorstensen ekki í marki Stjörnunnar í kvöld: „Adam er meiddur. Hann meiddist á æfingu í nýjum upphitunarleik sem ég var með,“ sagði Patrekur en verður þá ekki farið aftur í þann leik? „Jú, jú. Þetta var bara klúður hjá honum. Þetta er mjög skemmtilegur boðhlaupsleikur sem að Grímur [Hergeirsson, þjálfari] var með á Selfossi en Adam var bara óheppinn.“
Olís-deild karla Handbolti Stjarnan Valur Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira