Fangar undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barnaverndaryfirvalda Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 07:01 Gangur í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Undanfarin fimm ár hefur einn einstaklingur undir átján ára verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Enginn einstaklingur undir lögaldri hefur afplánað refsingu í hefðbundnu fangelsi. Alls hafa rúmlega þúsund börn undir átján ári aldri verið sett á sakaskrá undanfarin tíu ár. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata. Vísir greindi frá því í gær að sextán ára drengur var hnepptur í gæsluvarðhald í seinasta mánuði í tengslum við rannsókn lögreglunnar á kókaínsmygli. Pilturinn var úrskurðaður í einangrun vegna málsins þann 7. október síðastliðinn. Fjórum dögum síðar felldi Landsréttur þann úrskurð úr gildi á þeim grundvelli að ekki væri kominn fram rökstuddur grunur um aðild hans að innflutningnum. Óheimilt að vista fanga undir átján ára aldri í fangelsi Í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar kemur fram að fangar sem eru undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barnaverndaryfirvalda. Óheimilt er að vista fanga undir átján ára aldri í fangelsi nema fyrir liggi mat sérfræðinga um að það sé honum fyrir bestu með vísan til sérstakra aðstæðna er lúta að honum sjálfum og í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Gert er ráð fyrir því að Barna- og fjölskyldustofa komi að því að finna lausn í málum sem þessum og meðferðarúrræði stofnunarinnar geti þá gagnast, t.d. meðferðarúrræði á Stuðlum. Frá 1. janúar 2017 hefur einn dómur borist Fangelsismálastofnun til fullnustu þar sem viðkomandi var sautján ára, en þeim einstaklingi var veitt heimild til að afplána refsingu með samfélagsþjónustu. Eva Sjöfn lagði jafnframt fram fyrirspurn varðandi sakarvottorð barna og spurði hversu mörg börn hafa verið sett á sakaskrá í kjölfar refsilagabrota undanfarin tíu ár. Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem voru teknar saman af embætti ríkissaksóknara voru alls 1.023 börn aldrinum fimmtán til átján ára skráð með brot á sakaskrá ríkisins undanfarin tíu ár en listinn tekur yfir öll brot þessara einstaklinga sem færð voru á sakaskrá. Fangelsismál Barnavernd Alþingi Tengdar fréttir Koma af fjöllum vegna kókaíns í kaffivél sem lögregla vissi af Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar innflutning á tæpum tveimur kílóum af kókaíni sem falin voru í kaffivél. Hinir grunuðu virðast hafa gengið í gildru lögreglu sem vissi af sendingunni. Fjölskyldufaðir, sem er með stöðu sakbornings í málinu, virðist hafa blandað bæði föður sínum og syni í málið. Annar sakborningur er grunaður um að sitja á tugum milljóna sem lögregla telur hann ekki geta útskýrt. Þeir báðir segjast ekkert vita um umræddan pakka. 18. nóvember 2022 13:40 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að sextán ára drengur var hnepptur í gæsluvarðhald í seinasta mánuði í tengslum við rannsókn lögreglunnar á kókaínsmygli. Pilturinn var úrskurðaður í einangrun vegna málsins þann 7. október síðastliðinn. Fjórum dögum síðar felldi Landsréttur þann úrskurð úr gildi á þeim grundvelli að ekki væri kominn fram rökstuddur grunur um aðild hans að innflutningnum. Óheimilt að vista fanga undir átján ára aldri í fangelsi Í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar kemur fram að fangar sem eru undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barnaverndaryfirvalda. Óheimilt er að vista fanga undir átján ára aldri í fangelsi nema fyrir liggi mat sérfræðinga um að það sé honum fyrir bestu með vísan til sérstakra aðstæðna er lúta að honum sjálfum og í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Gert er ráð fyrir því að Barna- og fjölskyldustofa komi að því að finna lausn í málum sem þessum og meðferðarúrræði stofnunarinnar geti þá gagnast, t.d. meðferðarúrræði á Stuðlum. Frá 1. janúar 2017 hefur einn dómur borist Fangelsismálastofnun til fullnustu þar sem viðkomandi var sautján ára, en þeim einstaklingi var veitt heimild til að afplána refsingu með samfélagsþjónustu. Eva Sjöfn lagði jafnframt fram fyrirspurn varðandi sakarvottorð barna og spurði hversu mörg börn hafa verið sett á sakaskrá í kjölfar refsilagabrota undanfarin tíu ár. Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem voru teknar saman af embætti ríkissaksóknara voru alls 1.023 börn aldrinum fimmtán til átján ára skráð með brot á sakaskrá ríkisins undanfarin tíu ár en listinn tekur yfir öll brot þessara einstaklinga sem færð voru á sakaskrá.
Fangelsismál Barnavernd Alþingi Tengdar fréttir Koma af fjöllum vegna kókaíns í kaffivél sem lögregla vissi af Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar innflutning á tæpum tveimur kílóum af kókaíni sem falin voru í kaffivél. Hinir grunuðu virðast hafa gengið í gildru lögreglu sem vissi af sendingunni. Fjölskyldufaðir, sem er með stöðu sakbornings í málinu, virðist hafa blandað bæði föður sínum og syni í málið. Annar sakborningur er grunaður um að sitja á tugum milljóna sem lögregla telur hann ekki geta útskýrt. Þeir báðir segjast ekkert vita um umræddan pakka. 18. nóvember 2022 13:40 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Koma af fjöllum vegna kókaíns í kaffivél sem lögregla vissi af Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar innflutning á tæpum tveimur kílóum af kókaíni sem falin voru í kaffivél. Hinir grunuðu virðast hafa gengið í gildru lögreglu sem vissi af sendingunni. Fjölskyldufaðir, sem er með stöðu sakbornings í málinu, virðist hafa blandað bæði föður sínum og syni í málið. Annar sakborningur er grunaður um að sitja á tugum milljóna sem lögregla telur hann ekki geta útskýrt. Þeir báðir segjast ekkert vita um umræddan pakka. 18. nóvember 2022 13:40