Handbolti

Ómar Ingi markahæstur í tapi gegn Kiel

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ómar Ingi fór mikinn að venju.
Ómar Ingi fór mikinn að venju. Twitter@SCMagdeburg

Meistaralið Magdeburg beið lægri hlut fyrir Kiel í stórleik helgarinnar í þýska handboltanum.

Kiel tók frumkvæðið snemma leiks, leiddu með þremur mörkum í leikhléi, 16-19, og virtust um tíma ætla að vinna öruggan sigur á Magdeburg.

Hins vegar neituðu meistararnir að gefast upp og urðu lokamínútur leiksins æsispennandi. Fór að lokum svo að Kiel vann með minnsta mun, 33-34.

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru að venju áberandi í sóknarlik Magdeburgar en Ómar lauk leik sem markahæsti maður vallarins með níu mörk auk þess að gefa fjórar stoðsendingar. Gísli gerð fjögur mörk auk þess að gefa fjórar stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×