Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer unnu fjögurra marka sigur á Hamm-Westfalen, 27-31, eftir að hafa leitt með þremur mörkum í leikhléi, 14-17.
Arnór Þór skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum.
Á sama tíma vann Rhein Neckar Löwen þriggja marka sigur á Erlangen, 30-33, þar sem Ýmir Örn Gíslason gerði eitt mark fyrir Löwen.
Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen sem hefur farið ágætlega af stað á tímabilinu og situr í sjötta sæti.