Lögreglunni í Colorado Springs bárust tilkynningar um skotárásina rétt um miðnætti á laugardagskvöld á staðartíma.
There is a reported shooting at Club Q on N Academy. Lots of first responders on scene, nothing confirmed right now. N Academy is closed, stay away from the area. @KOAA pic.twitter.com/kI045IpSez
— PhotoJuice News5 (@PhotoJuiceNews5) November 20, 2022
Meintur gerandi var handtekinn og færður á spítala þar sem gert var að sárum hans. Þessu greina KOAA News 5 frá.
Starfsfólk skemmtistaðarins gaf út stutta yfirlýsingu vegna atburðarins fyrr í dag og segjast harmi slegin.
„Hugur okkar og bænir eru hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og vinum. Við þökkum fyrir skjót og hetjuleg viðbrögð gesta sem yfirbuguðu árásarmanninn og stoppuðu þannig árásina,“ segir í yfirlýsingunni.
Lítið annað er vitað að svo stöddu.