Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda og fór að lokum svo að liðin skildu jöfn, 25-25, eftir að staðan í hálfleik var einnig jöfn, 12-12.
Elvar Örn Jónsson gerði þrjú mörk fyrir Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson bætti tveimur mörkum við.
Í liði Flensburg var Teitur Örn Einarsson með tvö mörk.
Flensburg er í fimmta sæti deildarinnar en Melsungen í því áttunda.