Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2022 07:30 Úkraínuforseti segir harðast barist í Donetsk. Myndin sýnir Úkraínumenn berjast nærri Bakhmut. AP/LIBKOS Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu gert 400 loftárásir á skotmörk í austurhluta landsins frá því um morguninn. Harðast væri barist í Donetsk en Úkraínumenn væru að sækja fram í Luhansk. Bandaríkjamenn segja auknar loftárásir Rússa meðal annars ætlað að gera Úkraínumenn uppiskroppa með skotfæri fyrir loftvarnakerfi sín. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú vinna að því að efla varnir sínar umhverfis Svatove í Luhansk. Ráðuneytið segir leiðtoga Rússlands líklega vilja forgangsraða því að halda Svatove en skortur á þjálfuðum hermönnum og skotfærum séu að valda þeim vandræðum. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 21 November 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/NxOEkA8yFf #StandWithUkraine pic.twitter.com/0J5AAllnxg— Ministry of Defence (@DefenceHQ) November 21, 2022 Alþjóðakjarnorkumálastofnunin mun meta stöðu mála í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í dag, eftir árásir á verið yfir helgina. Byggingar og innviðir í kjarnorkuverinu eru sagðir hafa skemmst í árásunum en þær eru þó ekki taldar hafa ógnað öryggi versins. Rafael Grossi, framkvæmdastjóri IAEA, segir menn hins vegar „leika sér að eldinum“ með árásum umhverfis kjarnorkuverið. Mykhaylo Podolyak, einn aðalráðgjafi Úkraínuforseta, segir tilraunir Vesturlanda til að koma Úkraínumönnum og Rússum að samningaborðinu undarlegar í ljósi sigra Úkraínumanna á vígvellinum. Hann sagði það myndu þýða uppgjöf þess sem hefði nú yfirhöndina. Frakkar hafa sent tvö eldflaugakerfi til viðbótar til Úkraínu og þá hafa nýkjörinn stjórnvöld á Ítalíu lagt fram frumvarp um stuðning við Úkraínu út næsta ár. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Bandaríkjamenn segja auknar loftárásir Rússa meðal annars ætlað að gera Úkraínumenn uppiskroppa með skotfæri fyrir loftvarnakerfi sín. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú vinna að því að efla varnir sínar umhverfis Svatove í Luhansk. Ráðuneytið segir leiðtoga Rússlands líklega vilja forgangsraða því að halda Svatove en skortur á þjálfuðum hermönnum og skotfærum séu að valda þeim vandræðum. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 21 November 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/NxOEkA8yFf #StandWithUkraine pic.twitter.com/0J5AAllnxg— Ministry of Defence (@DefenceHQ) November 21, 2022 Alþjóðakjarnorkumálastofnunin mun meta stöðu mála í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í dag, eftir árásir á verið yfir helgina. Byggingar og innviðir í kjarnorkuverinu eru sagðir hafa skemmst í árásunum en þær eru þó ekki taldar hafa ógnað öryggi versins. Rafael Grossi, framkvæmdastjóri IAEA, segir menn hins vegar „leika sér að eldinum“ með árásum umhverfis kjarnorkuverið. Mykhaylo Podolyak, einn aðalráðgjafi Úkraínuforseta, segir tilraunir Vesturlanda til að koma Úkraínumönnum og Rússum að samningaborðinu undarlegar í ljósi sigra Úkraínumanna á vígvellinum. Hann sagði það myndu þýða uppgjöf þess sem hefði nú yfirhöndina. Frakkar hafa sent tvö eldflaugakerfi til viðbótar til Úkraínu og þá hafa nýkjörinn stjórnvöld á Ítalíu lagt fram frumvarp um stuðning við Úkraínu út næsta ár.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira