Ragga Ragnars fékk líflátshótanir eftir myndatökur í Yellowstone Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2022 16:14 Ragnheiður Ragnarsdóttir keppti í sundi á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikkona og fyrrverandi afreksmaður í sundi, fékk líflátshótanir frá notendum á Instagram eftir að hún baðst afsökunar á því að hafa gengið um hverasvæðið í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Unofficial Networks, bandarísk vefsíða sem fjallar um ferða- og fjallamennsku, vakti athygli á því fyrir tveimur vikum að Ragnheiður, oftast kölluð Ragga, hefði fengið að kenna á öskureiðum notendum Instagram sem stöldruðu við þá staðreynd að Ragga hefði birt myndi af sér á hverasvæðinu, þ.e. utan stíganna sem fólk á að nýta í þjóðgarðinum. Yellowstone er fyrsti af fjölmörgum þjóðgörðum í Bandaríkjunum og þekktastur fyrir virkt hverasvæði sitt. Líkt og í Haukadal geta gestir virt fyrir sér hveri af ýmsum tegundum. Og eins og í Haukadal eru ákveðin svæði sem fólk má ganga á og önnur sem fólk á að halda sig frá. Ragga, sem er stödd í Evrópu um þessar mundir, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Ýmislegt hefði komið fram varðandi málið sem væri ekki rétt að hennar sögn. Hún vildi þó ekki skýra í hverju rangfærslurnar fælust. Ragga er í fámennum hópi Íslendinga með yfir hálfa milljón fylgjenda á Instagram. Slíkum fjölda fylgja augljóslega líka vandkvæði því hluti fylgjendanna stökk upp til handa og fóta þar sem þeir bentu á að Ragga hefði gerst brotleg við reglur þjóðgarðsins. Eitt af fjölmörgum hverasvæðum í Yellowstone.Getty/Philippe Sainte-Laudy Ragga eyddi upphaflegu myndinni af Instagram og baðst afsökunar á hegðun sinni í nýrri færslu á miðlinum. Í framhaldi virðist henni hafa borist líflátshótanir því hún skrifaði, í þriðju færslu sinni, á ensku: „Eyddi færslunni með afsökunarbeiðninni um leið og ég fékk líflátshótanir! Ég geri mér grein fyrir því að ég gerði mistök og mér þykir það leitt! Það var aldrei ætlan mín að vanvirða náttúruna! Elska ykkur öll,“ sagði Ragga í færslu á dögunum. Mbl.is birti skjáskot af færslunni í dag. Ragga var gestur í Einkalífinu á Vísi fyrir tveimur árum. CNN greindi frá því í ágúst í fyrra að 26 ára kona hefði verið dæmd í sjö daga fangelsi fyrir að ganga á hverasvæðinu í þjóðgarðinum. „Þótt saksókn í slíku máli virðist hörð refsing þá er það betra en að vera lagður inn á spítala með brunasár,“ sagði saksóknari í því máli. Talsmaður Yellowstone benti til viðbótar á að jarðvegurinn í þjóðgarðinum væri viðkvæmur og heitt vatn undir yfirborðinu gæti valdið lífshættulegum brunasárum. Á þriðja tug manna hafa látist af völdum brunasára í Yellowstone. Auk fangelsisrefsingar var konan dæmd til að greiða jafnvirði á þriðja hundrað þúsund krónur í sekt. Þá var hún bönnuð frá því að heimsækja á meðan hún væri á skilorði. Íslendingar erlendis Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Sjá meira
Unofficial Networks, bandarísk vefsíða sem fjallar um ferða- og fjallamennsku, vakti athygli á því fyrir tveimur vikum að Ragnheiður, oftast kölluð Ragga, hefði fengið að kenna á öskureiðum notendum Instagram sem stöldruðu við þá staðreynd að Ragga hefði birt myndi af sér á hverasvæðinu, þ.e. utan stíganna sem fólk á að nýta í þjóðgarðinum. Yellowstone er fyrsti af fjölmörgum þjóðgörðum í Bandaríkjunum og þekktastur fyrir virkt hverasvæði sitt. Líkt og í Haukadal geta gestir virt fyrir sér hveri af ýmsum tegundum. Og eins og í Haukadal eru ákveðin svæði sem fólk má ganga á og önnur sem fólk á að halda sig frá. Ragga, sem er stödd í Evrópu um þessar mundir, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Ýmislegt hefði komið fram varðandi málið sem væri ekki rétt að hennar sögn. Hún vildi þó ekki skýra í hverju rangfærslurnar fælust. Ragga er í fámennum hópi Íslendinga með yfir hálfa milljón fylgjenda á Instagram. Slíkum fjölda fylgja augljóslega líka vandkvæði því hluti fylgjendanna stökk upp til handa og fóta þar sem þeir bentu á að Ragga hefði gerst brotleg við reglur þjóðgarðsins. Eitt af fjölmörgum hverasvæðum í Yellowstone.Getty/Philippe Sainte-Laudy Ragga eyddi upphaflegu myndinni af Instagram og baðst afsökunar á hegðun sinni í nýrri færslu á miðlinum. Í framhaldi virðist henni hafa borist líflátshótanir því hún skrifaði, í þriðju færslu sinni, á ensku: „Eyddi færslunni með afsökunarbeiðninni um leið og ég fékk líflátshótanir! Ég geri mér grein fyrir því að ég gerði mistök og mér þykir það leitt! Það var aldrei ætlan mín að vanvirða náttúruna! Elska ykkur öll,“ sagði Ragga í færslu á dögunum. Mbl.is birti skjáskot af færslunni í dag. Ragga var gestur í Einkalífinu á Vísi fyrir tveimur árum. CNN greindi frá því í ágúst í fyrra að 26 ára kona hefði verið dæmd í sjö daga fangelsi fyrir að ganga á hverasvæðinu í þjóðgarðinum. „Þótt saksókn í slíku máli virðist hörð refsing þá er það betra en að vera lagður inn á spítala með brunasár,“ sagði saksóknari í því máli. Talsmaður Yellowstone benti til viðbótar á að jarðvegurinn í þjóðgarðinum væri viðkvæmur og heitt vatn undir yfirborðinu gæti valdið lífshættulegum brunasárum. Á þriðja tug manna hafa látist af völdum brunasára í Yellowstone. Auk fangelsisrefsingar var konan dæmd til að greiða jafnvirði á þriðja hundrað þúsund krónur í sekt. Þá var hún bönnuð frá því að heimsækja á meðan hún væri á skilorði.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Sjá meira