Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2022 19:31 Karen Björg, sem er einstæð og með tvö börn, segist orðin langþreytt á eilífu hringli í leikskólamálum. Vísir/Arnar Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. Sumarið 2021 vöknuðu áhyggjur af loftvist á leikskólanum Grandaborg og niðurstaða úttektar lá fyrir í sumar. Mygla fannst í Grandaborg og við viðgerðir fannst rof á skólplögn undir húsinu. Krökkunum var skipt upp í þrennt: Hluti hóspsins var sendur í húsnæði á fyrstu hæð Kringlunnar 1, annar á leikskólann Eggertsgötu og þriðji á Nauthólsveg. „Haustið er búið að vera mjög streituvaldandi fyrir mig sem einstætt foreldri með barn á leikskóla sem þarf að færa oftar en einu sinni á milli staða,“ segir Karen Björg Jóhannsdóttir. Mannekla vegna mygluveikinda Sonur hennar er eitt þeirra barna sem var sent í Kringluna. Foreldrum barnanna barst í morgun póstur frá skólastjórnendum þar sem fram kom að mygla væri í efri hæðum hússins og að hurðir á milli hæða, sem áttu að vera lokaðar, hafi ekki verið það. Þannig hafi loft borist milli hæða og börn og starfsmenn farnir að finna fyrir myglueinkennum. Karen segir aukin mygluveikindi meðal annars hafa haft áhrif á mönnun á leikskólanum. „Þegar starfsmenn komast ekki til vinnu eru náttúrulega ekki fullmannaðar deildir og þá þarf að draga úr þjónustu. Við höfum þurft að mæta því þar sem við getum hverju sinni,“ segir Karen. Hún hafi þurft að vera heima með son sinn minnst einn dag í viku vegna manneklu. „Þegar þú ert að greiða full leikskólagjöld fyrir barnið þitt sem fær síðan bara þjónustu á par við það sem er í boði hérna. Þetta er bara djók,“ segir Karen. Segir engin skýr svör fást Hún er sjálf með lítið bakland og getur ekki fengið fólk til að hlaupa undir bagga. „Þegar maður er upp á náð og miskun yfirmanns síns kominn þá er það lykilatriði að maður sé með góðan yfirmann, sem ég vissulega er með. En til lengri tíma litið brennur maður bara út.“ Nú hefur foreldrum verið tilkynnt að deildin verði færð úr Kringlunni yfir á Hagaborg í byrjun desember. Karen segist vera orðin þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum. „Þegar við fáum svör fáum við þau svolítið loðin. Fyrst um sinn voru engir fastir tímarammar. Við fengum svör sem var ekki endilega hægt að treysta á. Við fengum tímaramma sem voru ekki raunhæfir,“ segir Karen. „Ég er búin að sitja mjög skilningsrík og þolinmóð undir þessu og láta eins og þetta hafi ekki áhrif á mig. Ég er einstæð, ég er með tvö börn. Ég hef ekkert bakland. Gefið okkur bara endanlega tímapunkta og fastar dagsetningar og standið við þetta. Verið bara skýr í skilaboðum til foreldra. Og hysjið upp um ykkur.“ Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mygla Tengdar fréttir Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00 Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Sumarið 2021 vöknuðu áhyggjur af loftvist á leikskólanum Grandaborg og niðurstaða úttektar lá fyrir í sumar. Mygla fannst í Grandaborg og við viðgerðir fannst rof á skólplögn undir húsinu. Krökkunum var skipt upp í þrennt: Hluti hóspsins var sendur í húsnæði á fyrstu hæð Kringlunnar 1, annar á leikskólann Eggertsgötu og þriðji á Nauthólsveg. „Haustið er búið að vera mjög streituvaldandi fyrir mig sem einstætt foreldri með barn á leikskóla sem þarf að færa oftar en einu sinni á milli staða,“ segir Karen Björg Jóhannsdóttir. Mannekla vegna mygluveikinda Sonur hennar er eitt þeirra barna sem var sent í Kringluna. Foreldrum barnanna barst í morgun póstur frá skólastjórnendum þar sem fram kom að mygla væri í efri hæðum hússins og að hurðir á milli hæða, sem áttu að vera lokaðar, hafi ekki verið það. Þannig hafi loft borist milli hæða og börn og starfsmenn farnir að finna fyrir myglueinkennum. Karen segir aukin mygluveikindi meðal annars hafa haft áhrif á mönnun á leikskólanum. „Þegar starfsmenn komast ekki til vinnu eru náttúrulega ekki fullmannaðar deildir og þá þarf að draga úr þjónustu. Við höfum þurft að mæta því þar sem við getum hverju sinni,“ segir Karen. Hún hafi þurft að vera heima með son sinn minnst einn dag í viku vegna manneklu. „Þegar þú ert að greiða full leikskólagjöld fyrir barnið þitt sem fær síðan bara þjónustu á par við það sem er í boði hérna. Þetta er bara djók,“ segir Karen. Segir engin skýr svör fást Hún er sjálf með lítið bakland og getur ekki fengið fólk til að hlaupa undir bagga. „Þegar maður er upp á náð og miskun yfirmanns síns kominn þá er það lykilatriði að maður sé með góðan yfirmann, sem ég vissulega er með. En til lengri tíma litið brennur maður bara út.“ Nú hefur foreldrum verið tilkynnt að deildin verði færð úr Kringlunni yfir á Hagaborg í byrjun desember. Karen segist vera orðin þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum. „Þegar við fáum svör fáum við þau svolítið loðin. Fyrst um sinn voru engir fastir tímarammar. Við fengum svör sem var ekki endilega hægt að treysta á. Við fengum tímaramma sem voru ekki raunhæfir,“ segir Karen. „Ég er búin að sitja mjög skilningsrík og þolinmóð undir þessu og láta eins og þetta hafi ekki áhrif á mig. Ég er einstæð, ég er með tvö börn. Ég hef ekkert bakland. Gefið okkur bara endanlega tímapunkta og fastar dagsetningar og standið við þetta. Verið bara skýr í skilaboðum til foreldra. Og hysjið upp um ykkur.“
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mygla Tengdar fréttir Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00 Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29
Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00
Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39