„Ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. nóvember 2022 21:58 Teitur Örn Einarsson var markahæsti maður Flensburg er liðið lagði Val í Evrópudeildinni í kvöld. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson var markahæsti leikmaður Flensburg með sjö mörk er þýska stórliðið vann fimm marka sigur gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Teitur var gestur í setti að leik loknum. Teitur skoraði fimm af sínum sjö mörkum í síðari hálfleik, en segir þó að hann hafi ekki endilega breytt miklu í sínum leik í hálfleikshléinu. „Ég bara hitti betur á það í seinni eða eitthvað. Ég veit það í rauninni ekki. Við fórum bara eftir okkar plani og það gekk upp í dag,“ sagði Teitur. Þrátt fyrir það að mikill getumunur sé á íslensku og þýsku deildinni í handbolta segir Teitur að hann og liðsfélagar hans hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu sterkir Valsmenn geta verið og því hafi skipt miklu máli að undirbúa sig vel fyrir leik kvöldsins. „Við vissum alveg hvað þeir gætu og hversu mikið þeir myndu hlaupa. Þannig að það kom okkur í raun ekkert á óvart og við vorum mjög vel stemmdir fyrir þennan leik. Það var ekkert vanmat í gangi og Valsararnir sýndu það líka að þeir eru hörkulið sem þarf að takast á við gundrað prósent.“ Þá bætti Teitur einnig við að hraðinn sem Valsmenn bjóða upp á sé ekki eitthvað sem hann hefur vanist í þýsku úrvalsdeildinni. „Nei ekki svona mikill myndi ég segja. Þeir hlaupa svakalega og stoppa bara ekki. Það er bara fulla ferð og þvílíkt „respect“ á þá fyrir það.“ „Ég passaði mig alveg á því að láta liðsfélagana vita að þetta væri ekekrt grín að koma hingað og halda bara að við værum að fara að labba yfir þá. Þetta eru allt strákar sem kunna handbolta og síðan eru þeir svo vel skipulagðir og hlaupa svo mikið að ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók.“ Teitur hrósaði ekki bara Valsliðinu sjálfu, heldur einnig umgjörðinni og stemningunni í kringum leikinn. „Þetta var alveg geggjað að spila hérna fyrir framan fullt Valsheimili. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og þetta frábær stemning.“ Teitur hefur ekki verið í eins stóru hlutverki hjá Flensburg og á síðasta tímabili og segir að þetta hafi verið hans besti leikur á tímabilinu. „Klárlega á þessu tímabili já. Auðvitað myndi maður alltaf vilja spila meira, en ég get ekkert sett út á það þegar besti maður liðsins er búinn að vera í sömu stöðu og ég.“ Teitur og félagar hafa nú unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og Selfyssingurinn segir að markmiðið sé að fara taplaus í gegnum riðilinn. „Það er klárlega markmiðið og við erum alveg með liðið í það þannig ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,“ sagði Teitur að lokum. Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. 22. nóvember 2022 21:30 „Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. 22. nóvember 2022 21:54 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Teitur skoraði fimm af sínum sjö mörkum í síðari hálfleik, en segir þó að hann hafi ekki endilega breytt miklu í sínum leik í hálfleikshléinu. „Ég bara hitti betur á það í seinni eða eitthvað. Ég veit það í rauninni ekki. Við fórum bara eftir okkar plani og það gekk upp í dag,“ sagði Teitur. Þrátt fyrir það að mikill getumunur sé á íslensku og þýsku deildinni í handbolta segir Teitur að hann og liðsfélagar hans hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu sterkir Valsmenn geta verið og því hafi skipt miklu máli að undirbúa sig vel fyrir leik kvöldsins. „Við vissum alveg hvað þeir gætu og hversu mikið þeir myndu hlaupa. Þannig að það kom okkur í raun ekkert á óvart og við vorum mjög vel stemmdir fyrir þennan leik. Það var ekkert vanmat í gangi og Valsararnir sýndu það líka að þeir eru hörkulið sem þarf að takast á við gundrað prósent.“ Þá bætti Teitur einnig við að hraðinn sem Valsmenn bjóða upp á sé ekki eitthvað sem hann hefur vanist í þýsku úrvalsdeildinni. „Nei ekki svona mikill myndi ég segja. Þeir hlaupa svakalega og stoppa bara ekki. Það er bara fulla ferð og þvílíkt „respect“ á þá fyrir það.“ „Ég passaði mig alveg á því að láta liðsfélagana vita að þetta væri ekekrt grín að koma hingað og halda bara að við værum að fara að labba yfir þá. Þetta eru allt strákar sem kunna handbolta og síðan eru þeir svo vel skipulagðir og hlaupa svo mikið að ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók.“ Teitur hrósaði ekki bara Valsliðinu sjálfu, heldur einnig umgjörðinni og stemningunni í kringum leikinn. „Þetta var alveg geggjað að spila hérna fyrir framan fullt Valsheimili. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og þetta frábær stemning.“ Teitur hefur ekki verið í eins stóru hlutverki hjá Flensburg og á síðasta tímabili og segir að þetta hafi verið hans besti leikur á tímabilinu. „Klárlega á þessu tímabili já. Auðvitað myndi maður alltaf vilja spila meira, en ég get ekkert sett út á það þegar besti maður liðsins er búinn að vera í sömu stöðu og ég.“ Teitur og félagar hafa nú unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og Selfyssingurinn segir að markmiðið sé að fara taplaus í gegnum riðilinn. „Það er klárlega markmiðið og við erum alveg með liðið í það þannig ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,“ sagði Teitur að lokum.
Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. 22. nóvember 2022 21:30 „Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. 22. nóvember 2022 21:54 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. 22. nóvember 2022 21:30
„Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. 22. nóvember 2022 21:54