TMZ greinir frá því að Natalia hafi lagt fram kæru fyrir dómstólum í gær. Eltihrellirinn sem um ræðir er 32 ára gamall. Hann reyndi meðal annars að hafa samband við Nataliu fyrir tveimur árum síðan, þegar hún var sautján ára gömul.
Natalia segir manninn haldinn ranghugmyndum um að þau eigi í ástarsambandi. Hann hafi meðal annars sagst vilja eignast með henni börn.
Hún segist aldrei hafa hitt manninn eða átt í samskiptum við hann. Maðurinn hafi ítrekað reynt að finna hana og meðal annars mætt í skólann hennar. Meðal dómskjala er myndband af manninum ráfa um ganga skólans.
Samkvæmt TMZ hefur eltihrellirinn nýlega reynt að kaupa byssu. Hann hefur verið handtekinn að minnsta kosti fjórum sinnum og í einu tilfella var um vopnalagabrot að ræða.