Stríð gegn skynseminni Atli Bollason skrifar 23. nóvember 2022 09:00 Dómsmálaráðherra boðar „stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Þetta er óneitanlega óvenjulegt myndmál í íslensku samhengi en væntanlega hugsað til að stimpla herrann inn sem nagla að bandarískri fyrirmynd; hetju í stríði gegn stórhættulegum óvini. En það er enginn hetjuljómi yfir stríði. Þau einkennast öðru fremur af stórkostlegri sóun á almannafé, hryllilegri fórn á mannslífum og afnámi borgaralegra réttinda. Það er ljóst að stríð dómsmálaráðherra verður eins. Skipulögð glæpastarfsemi er grundvölluð á tvennu: a) Framboði og eftirspurn á markaði eftir vöru X og b) banni stjórnvalda við vöru X. Svo lengi sem bæði skilyrðin eru til staðar mun skipulögð glæpastarfsemi blómstra. Vara X getur verið ýmis konar - vinnuafl selt mansali, líkamar gerðir út í kynferðislegum tilgangi, vopn - en langlangvinsælasta varan er vímuefni. Eðli starfseminnar er þannig að erfitt er að leggja mat á veltu hennar (glæpahópar skila engum ársreikningum og borga engan skatt) en það er ekki ólíklegt að um eða yfir 90% af heildarveltu skipulagðra glæpahópa á Íslandi sé fengin með innflutningi, dreifingu og sölu ólöglegra vímuefna. Stærð þessa markaðar hérlendis er allavega tugir milljarða króna á ári. Það þarf ekki að blása í stríðslúðra Allt frá því að Richard Nixon lýsti yfir „stríði gegn vímuefnum“ hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar í veröldinni ráðist af alefli á fyrra skilyrðið, eftirspurnina og framboðið. Fórnarkostnaður þessa stríðs, í Bandaríkjunum einum, telur um eina trilljón dollara, tugþúsundir mannslífa og fangelsisvist nokkurra milljóna, langmest minnihlutahópa og fátækra. Árangurinn af þessu stríði, sem hefur nú staðið yfir í fimmtíu ár, er ekki meiri en svo að vímuefnaneysla hefur aldrei verið meiri og glæpahóparnir, sem selja efnin, hafa aldrei haft meira á milli handanna. En nú, reynir dómsmálaráðherra að telja okkur trú um, þegar íslenska lögreglan er komin í málið, hlýtur dæmið að ganga upp. Það þarf ekkert sérstakt gáfnaljós til að sjá að það er miklu áhrifaríkara að ráðast á hinn þáttinn í jöfnunni, þ.e. afnema bann stjórnvalda við vímuefnum og láta ríkinu eða þar til bærum verslunum eftir sölu þeirra. Þegar 90% af tekjunum gufa upp er rekstrargrundvöllur glæpahópana brostinn. Með öðrum orðum: Það má losna við skipulagða glæpahópa með pennastriki. Það þarf ekki að blása í neina stríðslúðra. Það þarf ekki að ausa peningum í vopnvæðingu lögreglunnar eða setja lög sem leyfa njósnir á almennum borgurum. Reynslan hefur fyrir löngu sýnt okkur að það virkar ekki. Blóðið seytlar niður kinnarnar Stríðsmangarar eru drifnir áfram af ýmsum kreddum, oft um trúarbrögð eða uppruna, sem eiga sér enga stoð í empirískum veruleika. Hér gildir hið sama. Kreddan, í tilfelli dómsmálaráðherra, er sú að eðlismunur sé á vímugjöfum og það verði því, með öllum tiltækum ráðum, að koma í veg fyrir að fullorðið fólk lyfti sér upp með þeim hætti sem það kýs helst. Þetta stenst enga skoðun. Ýmis ólögleg vímuefni, þ.á.m. maríjúana, LSD, amfetamín, MDMA, ketamín og ofskynjunarsveppir, eru skv. fjölmörgum ritrýndum rannsóknum talin valda notendum minni skaða en löglegu vímugjafarnir áfengi og níkótín auk þess sem þau eru minna ávanabindandi. Hér er því ekki um annað að ræða en yfirgengilega stjórnsemi, og það af hálfu stjórnmálaafls sem vill láta kenna sig við frelsi einstaklingsins og viðskiptafrelsi. Skipulagðir glæpahópar starfa í skjóli stjórnvalda. Það er svo einfalt. Með umvöndunarsemi sinni hafa þau búið þeim hagfellt rekstrarumhverfi. Okkur sortnar fyrir augum og blóðið seytlar niður kinnarnar. Hversu lengi til viðbótar munum við berja höfðinu við steininn? Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Bollason Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðar „stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Þetta er óneitanlega óvenjulegt myndmál í íslensku samhengi en væntanlega hugsað til að stimpla herrann inn sem nagla að bandarískri fyrirmynd; hetju í stríði gegn stórhættulegum óvini. En það er enginn hetjuljómi yfir stríði. Þau einkennast öðru fremur af stórkostlegri sóun á almannafé, hryllilegri fórn á mannslífum og afnámi borgaralegra réttinda. Það er ljóst að stríð dómsmálaráðherra verður eins. Skipulögð glæpastarfsemi er grundvölluð á tvennu: a) Framboði og eftirspurn á markaði eftir vöru X og b) banni stjórnvalda við vöru X. Svo lengi sem bæði skilyrðin eru til staðar mun skipulögð glæpastarfsemi blómstra. Vara X getur verið ýmis konar - vinnuafl selt mansali, líkamar gerðir út í kynferðislegum tilgangi, vopn - en langlangvinsælasta varan er vímuefni. Eðli starfseminnar er þannig að erfitt er að leggja mat á veltu hennar (glæpahópar skila engum ársreikningum og borga engan skatt) en það er ekki ólíklegt að um eða yfir 90% af heildarveltu skipulagðra glæpahópa á Íslandi sé fengin með innflutningi, dreifingu og sölu ólöglegra vímuefna. Stærð þessa markaðar hérlendis er allavega tugir milljarða króna á ári. Það þarf ekki að blása í stríðslúðra Allt frá því að Richard Nixon lýsti yfir „stríði gegn vímuefnum“ hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar í veröldinni ráðist af alefli á fyrra skilyrðið, eftirspurnina og framboðið. Fórnarkostnaður þessa stríðs, í Bandaríkjunum einum, telur um eina trilljón dollara, tugþúsundir mannslífa og fangelsisvist nokkurra milljóna, langmest minnihlutahópa og fátækra. Árangurinn af þessu stríði, sem hefur nú staðið yfir í fimmtíu ár, er ekki meiri en svo að vímuefnaneysla hefur aldrei verið meiri og glæpahóparnir, sem selja efnin, hafa aldrei haft meira á milli handanna. En nú, reynir dómsmálaráðherra að telja okkur trú um, þegar íslenska lögreglan er komin í málið, hlýtur dæmið að ganga upp. Það þarf ekkert sérstakt gáfnaljós til að sjá að það er miklu áhrifaríkara að ráðast á hinn þáttinn í jöfnunni, þ.e. afnema bann stjórnvalda við vímuefnum og láta ríkinu eða þar til bærum verslunum eftir sölu þeirra. Þegar 90% af tekjunum gufa upp er rekstrargrundvöllur glæpahópana brostinn. Með öðrum orðum: Það má losna við skipulagða glæpahópa með pennastriki. Það þarf ekki að blása í neina stríðslúðra. Það þarf ekki að ausa peningum í vopnvæðingu lögreglunnar eða setja lög sem leyfa njósnir á almennum borgurum. Reynslan hefur fyrir löngu sýnt okkur að það virkar ekki. Blóðið seytlar niður kinnarnar Stríðsmangarar eru drifnir áfram af ýmsum kreddum, oft um trúarbrögð eða uppruna, sem eiga sér enga stoð í empirískum veruleika. Hér gildir hið sama. Kreddan, í tilfelli dómsmálaráðherra, er sú að eðlismunur sé á vímugjöfum og það verði því, með öllum tiltækum ráðum, að koma í veg fyrir að fullorðið fólk lyfti sér upp með þeim hætti sem það kýs helst. Þetta stenst enga skoðun. Ýmis ólögleg vímuefni, þ.á.m. maríjúana, LSD, amfetamín, MDMA, ketamín og ofskynjunarsveppir, eru skv. fjölmörgum ritrýndum rannsóknum talin valda notendum minni skaða en löglegu vímugjafarnir áfengi og níkótín auk þess sem þau eru minna ávanabindandi. Hér er því ekki um annað að ræða en yfirgengilega stjórnsemi, og það af hálfu stjórnmálaafls sem vill láta kenna sig við frelsi einstaklingsins og viðskiptafrelsi. Skipulagðir glæpahópar starfa í skjóli stjórnvalda. Það er svo einfalt. Með umvöndunarsemi sinni hafa þau búið þeim hagfellt rekstrarumhverfi. Okkur sortnar fyrir augum og blóðið seytlar niður kinnarnar. Hversu lengi til viðbótar munum við berja höfðinu við steininn? Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar