Rannsókn á hryðjuverkamáli langt komin og styttist í ákærufrest Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2022 15:54 Þrívíddarprentari sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu í rannsókninni á mönnunum tveimur. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari sækist eftir að tveir menn sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum verði áfram í gæsluvarðhaldi. Rannsókn er langt á veg komin en ákærufrestur í málinu rennur út um miðjan desember. Tveir karlmenn hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því að þeir voru handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum í seinni hluta september. Á meðal þess sem fannst í fórum þeirra voru þrívíddarprentuð skotvopn. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfestir í samtali við Vísi að óskað verði eftir áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir þeim á morgun. Mennirnir hafa sætt einangrun hluta tímans sem þeir hafa verið í varðhaldi og ekki er gerð krafa um það nú. Mbl.is sagði fyrst frá. Hægt er að halda sakborningum í gæsluvarðhaldi í allt að tólf vikur án ákæru en sá frestur rennur út um miðjan desember. Karl Ingi segir of snemmt að segja hvort að ákæra verði gefin út í málinu og vill ekki spá fyrir um hvort og hvenær hún yrði lögð fram. Rannsóknin á meintum brotum mannanna sé langt á veg komin. Annars vegar beinist rannsóknin að brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk en hins vegar brotum á vopnalögum. Fleiri einstaklingar hafa stöðu sakbornings í rannsókninni á mögulegum vopnalagabrotum. Karl Ingi segir að þeir séu nokkrir, innan við tíu talsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði sig frá rannsókn málsins eftir að nafn föður hennar, Guðjóns Valdimarssonar, kom upp við rannsóknina. Fjölmiðlar hafa greint frá ásökunum um að hann kunni að hafa selt ólögleg vopn. Héraðssaksóknari hefur ekki viljað greina frá hvaða stöðu Guðjón hafi í rannsókn málsins. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Tveir karlmenn hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því að þeir voru handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum í seinni hluta september. Á meðal þess sem fannst í fórum þeirra voru þrívíddarprentuð skotvopn. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfestir í samtali við Vísi að óskað verði eftir áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir þeim á morgun. Mennirnir hafa sætt einangrun hluta tímans sem þeir hafa verið í varðhaldi og ekki er gerð krafa um það nú. Mbl.is sagði fyrst frá. Hægt er að halda sakborningum í gæsluvarðhaldi í allt að tólf vikur án ákæru en sá frestur rennur út um miðjan desember. Karl Ingi segir of snemmt að segja hvort að ákæra verði gefin út í málinu og vill ekki spá fyrir um hvort og hvenær hún yrði lögð fram. Rannsóknin á meintum brotum mannanna sé langt á veg komin. Annars vegar beinist rannsóknin að brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk en hins vegar brotum á vopnalögum. Fleiri einstaklingar hafa stöðu sakbornings í rannsókninni á mögulegum vopnalagabrotum. Karl Ingi segir að þeir séu nokkrir, innan við tíu talsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði sig frá rannsókn málsins eftir að nafn föður hennar, Guðjóns Valdimarssonar, kom upp við rannsóknina. Fjölmiðlar hafa greint frá ásökunum um að hann kunni að hafa selt ólögleg vopn. Héraðssaksóknari hefur ekki viljað greina frá hvaða stöðu Guðjón hafi í rannsókn málsins.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira