Jólasveinninn, Mikki mús og Jimmy Fallon gengu um götur New York Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 14:29 Það var engin önnur en Mariah Carey sem lokaði göngunni. Instagram Þakkargjörðarhátíðin var haldin hátíðleg í gær víða um heim. Hátíðin er þó hvergi umfangsmeiri en í Bandaríkjunum þar sem farið er alla leið. Verslunarkeðjan Macy's stóð fyrir sinni árlega Þakkargjarðarskrúðgöngu í New York í gær þar sem engin önnur en „drottning jólanna“ Mariah Carey tók lagið. Um er að ræða árlegan fögnuð Macy's sem haldinn var í 96. sinn en gangan var haldin fyrst árið 1924. Will Coss, aðalskipuleggjandi göngunnar, segir eina markmiðið vera að gleðja fólk út um gjörvallan heim. Um þrjár milljónir manns mæta í gönguna á hverju ári en auk þess er hún sýnd á sjónvarpsstöðinni NBC þar sem allur heimurinn getur fylgst með. Á síðasta ári horfðu rúmlega tuttugu og fjórar milljónir manns á gönguna í sjónvarpinu. Þá hefur útsending frá fögnuðinum meðal annars hlotið Emmy verðlaun. View this post on Instagram A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey) Stjörnur og uppblásnar fígúrur Það er óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað til við gönguna í gær sem innihélt tuttugu og átta stórglæsilega vagna. Á þeim vögnum voru stjörnur á borð við Mariuh Carey, Jimmy Fallon, Jordin Sparks, Paulu Abdul, Adam Devine, Söruh Hyland, Mario Lopez, Seal Paul, Joss Stone og sjálfan jólasveininn. Þá mátti einnig sjá fjölmargar uppblásnar fígúrur sem eru löngu orðinn fastur liður í göngunni. Um er að ræða risastórar blöðrur en það þarf allt að hundrað starfsmenn til þess að halda í hverja blöðru. Sjálfur jólasveinnin lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Fallon var á einum vagni.Getty/Jose Perez Leikararnir Flula Borg, Adam DeVine og Sarah Hyland.Getty/Jose Perez/Bauer Griffin Paula Abdul tók lagið í göngunni.Getty/Gotham Söngkonan Jordin Sparks tók þátt í göngunni á þessum skrautlega vagni.Getty/Eugene Gologursky Ein af fígúrunum í ár var teiknimyndapersónan Stubbur Stjóri.Getty/Gotham Það þarf um áttatíu til hundrað manns til þess að halda í hverja fígúru.Getty/Gotham Kappi úr Hvolpasveitinni lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjálf frelsisstyttan tók þátt í göngunni.Getty/Jose Perez Mikki mús og Mína mús tóku þátt.Getty/Gilbert Carrasquillo Fær ekki að vera drottning jólanna en mætti með kórónu Gengið var meðfram Central Park og niður 6. breiðgötu. Göngunni lauk svo við flaggskip Macy's á 34. götu þar sem sjálf „drottning jólanna“ Mariah Carey flutti jólalag allra jólalaga All I Want for Christmas is You. Þá vakti sérstaka lukku þegar börn Carey, tvíburarnir Morrocan og Monroe, birtust skyndilega upp úr jólapökkum á bak við söngkonuna og dönsuðu með móður sinni. Carey hefur undanfarið staðið í baráttu um titilinn „drottning jólanna“. Vildi hún gera titilinn að vörumerki sem hún ein hefði leyfi til að nota. Aðrar tónlistarkonur mótmæltu og fór málið svo að Carey fær ekki einkaleyfi fyrir titlinum, að minnsta kosti ekki í bili. Það verður því að teljast einstaklega táknrænt að Carey hafi mætt með kórónu á viðburðinn. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Bandaríkin Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Um er að ræða árlegan fögnuð Macy's sem haldinn var í 96. sinn en gangan var haldin fyrst árið 1924. Will Coss, aðalskipuleggjandi göngunnar, segir eina markmiðið vera að gleðja fólk út um gjörvallan heim. Um þrjár milljónir manns mæta í gönguna á hverju ári en auk þess er hún sýnd á sjónvarpsstöðinni NBC þar sem allur heimurinn getur fylgst með. Á síðasta ári horfðu rúmlega tuttugu og fjórar milljónir manns á gönguna í sjónvarpinu. Þá hefur útsending frá fögnuðinum meðal annars hlotið Emmy verðlaun. View this post on Instagram A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey) Stjörnur og uppblásnar fígúrur Það er óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað til við gönguna í gær sem innihélt tuttugu og átta stórglæsilega vagna. Á þeim vögnum voru stjörnur á borð við Mariuh Carey, Jimmy Fallon, Jordin Sparks, Paulu Abdul, Adam Devine, Söruh Hyland, Mario Lopez, Seal Paul, Joss Stone og sjálfan jólasveininn. Þá mátti einnig sjá fjölmargar uppblásnar fígúrur sem eru löngu orðinn fastur liður í göngunni. Um er að ræða risastórar blöðrur en það þarf allt að hundrað starfsmenn til þess að halda í hverja blöðru. Sjálfur jólasveinnin lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Fallon var á einum vagni.Getty/Jose Perez Leikararnir Flula Borg, Adam DeVine og Sarah Hyland.Getty/Jose Perez/Bauer Griffin Paula Abdul tók lagið í göngunni.Getty/Gotham Söngkonan Jordin Sparks tók þátt í göngunni á þessum skrautlega vagni.Getty/Eugene Gologursky Ein af fígúrunum í ár var teiknimyndapersónan Stubbur Stjóri.Getty/Gotham Það þarf um áttatíu til hundrað manns til þess að halda í hverja fígúru.Getty/Gotham Kappi úr Hvolpasveitinni lét sig ekki vanta.Getty/Gotham Sjálf frelsisstyttan tók þátt í göngunni.Getty/Jose Perez Mikki mús og Mína mús tóku þátt.Getty/Gilbert Carrasquillo Fær ekki að vera drottning jólanna en mætti með kórónu Gengið var meðfram Central Park og niður 6. breiðgötu. Göngunni lauk svo við flaggskip Macy's á 34. götu þar sem sjálf „drottning jólanna“ Mariah Carey flutti jólalag allra jólalaga All I Want for Christmas is You. Þá vakti sérstaka lukku þegar börn Carey, tvíburarnir Morrocan og Monroe, birtust skyndilega upp úr jólapökkum á bak við söngkonuna og dönsuðu með móður sinni. Carey hefur undanfarið staðið í baráttu um titilinn „drottning jólanna“. Vildi hún gera titilinn að vörumerki sem hún ein hefði leyfi til að nota. Aðrar tónlistarkonur mótmæltu og fór málið svo að Carey fær ekki einkaleyfi fyrir titlinum, að minnsta kosti ekki í bili. Það verður því að teljast einstaklega táknrænt að Carey hafi mætt með kórónu á viðburðinn. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Bandaríkin Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira