346 manns sektaðir vegna nagladekkjanotkunar á síðustu fimm árum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 12:51 Ólöglegt er að vera á nagladekkjum í Reykjavík eftir 15. apríl. vísir/anton brink Á undanförnum fimm árum hafa rúmlega 350 ökumenn verið sektaðir vegna nagladekkjanotkunar hér á landi. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrés Inga Jónssonar þingmanns Pírata nú á dögunum. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja, er ekki heimilt að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október ár hvert nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Fram kemur í svari Jóns að á tímabilinu 2018- 2022 var engin sekt gefin út fyrstu tvær vikur eftir að bann tók gildi og síðustu tvær vikur áður en bannið rann út. Veðurskilyrði hafa áhrif Einnig var spurt hvaða lögreglustjóraembætti hafa tilkynnt önnur tímamörk varðandi nagladekkjanotkun en kveðið er á um í reglugerð á sama tímabili. Fram kemur að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt að sektum verði ekki beitt vegna notkunar á nagladekkjum þar sem veðurskilyrði séu með þeim hætti að þörf sé á að hjólbarðar séu búnir með tilhlýðilegum hætti. Umferðardeild embættisins fylgist með veðurskilyrðum að teknu tilliti til umferðaröryggis og kemur tilkynningum á framfæri þegar við á. Þá hefur embætti lögreglustjórans á Suðurlandi gefið út tilkynningu um önnur tímamörk varðandi nagladekkjanotkun, sbr. tilkynningu embættisins í ár þess efnis að ekki yrði sektað þrátt fyrir að ökumenn væri komnir á nagladekk 13. október 2022. Sérstakar dagsetningar hafa ekki verið skráðar um þessi mörk og veðurfarslegar og landfræðilegar aðstæður hverju sinni ráðið nokkru þar um. Ákvörðunin byggðist á mati yfirmanna lögreglu í umdæminu. Þá hefur embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra í einhverjum tilvikum sl. ár gefið út tilkynningar þess efnis að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja á tilteknu tímabili fyrir 31. október, þegar slæm akstursskilyrði hafa verið farin að myndast sökum hálku og ófærðar, sem og í ljósi slæmrar veðurspár. Önnur embætti hafa ekki gefið út tilkynningar um önnur tímamörk vegna nagladekkjanotkunar en mælt er fyrir um í lögum og reglum. Nagladekk Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Langflestar sektir vegna nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað ökumenn fyrir nagladekkjanotkun 227 sinnum frá árinu 2018. Á landinu öllu hefur verið sektað 346 sinnum fyrir nagladekkjanotkun á tímabilinu. 24. nóvember 2022 17:42 Borgarfulltrúar spyrja: Hefur lögregla heimild til að fara á svig við lög? Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að lögregla lýsi því yfir hvað eftir annað að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja áður en nagladekkjatímbilið hefst. 11. nóvember 2022 11:58 Þýðing nagladekkjagjalds? Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum. 3. nóvember 2022 12:00 Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. 26. október 2022 11:57 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrés Inga Jónssonar þingmanns Pírata nú á dögunum. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja, er ekki heimilt að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október ár hvert nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Fram kemur í svari Jóns að á tímabilinu 2018- 2022 var engin sekt gefin út fyrstu tvær vikur eftir að bann tók gildi og síðustu tvær vikur áður en bannið rann út. Veðurskilyrði hafa áhrif Einnig var spurt hvaða lögreglustjóraembætti hafa tilkynnt önnur tímamörk varðandi nagladekkjanotkun en kveðið er á um í reglugerð á sama tímabili. Fram kemur að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt að sektum verði ekki beitt vegna notkunar á nagladekkjum þar sem veðurskilyrði séu með þeim hætti að þörf sé á að hjólbarðar séu búnir með tilhlýðilegum hætti. Umferðardeild embættisins fylgist með veðurskilyrðum að teknu tilliti til umferðaröryggis og kemur tilkynningum á framfæri þegar við á. Þá hefur embætti lögreglustjórans á Suðurlandi gefið út tilkynningu um önnur tímamörk varðandi nagladekkjanotkun, sbr. tilkynningu embættisins í ár þess efnis að ekki yrði sektað þrátt fyrir að ökumenn væri komnir á nagladekk 13. október 2022. Sérstakar dagsetningar hafa ekki verið skráðar um þessi mörk og veðurfarslegar og landfræðilegar aðstæður hverju sinni ráðið nokkru þar um. Ákvörðunin byggðist á mati yfirmanna lögreglu í umdæminu. Þá hefur embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra í einhverjum tilvikum sl. ár gefið út tilkynningar þess efnis að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja á tilteknu tímabili fyrir 31. október, þegar slæm akstursskilyrði hafa verið farin að myndast sökum hálku og ófærðar, sem og í ljósi slæmrar veðurspár. Önnur embætti hafa ekki gefið út tilkynningar um önnur tímamörk vegna nagladekkjanotkunar en mælt er fyrir um í lögum og reglum.
Nagladekk Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Langflestar sektir vegna nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað ökumenn fyrir nagladekkjanotkun 227 sinnum frá árinu 2018. Á landinu öllu hefur verið sektað 346 sinnum fyrir nagladekkjanotkun á tímabilinu. 24. nóvember 2022 17:42 Borgarfulltrúar spyrja: Hefur lögregla heimild til að fara á svig við lög? Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að lögregla lýsi því yfir hvað eftir annað að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja áður en nagladekkjatímbilið hefst. 11. nóvember 2022 11:58 Þýðing nagladekkjagjalds? Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum. 3. nóvember 2022 12:00 Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. 26. október 2022 11:57 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Langflestar sektir vegna nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað ökumenn fyrir nagladekkjanotkun 227 sinnum frá árinu 2018. Á landinu öllu hefur verið sektað 346 sinnum fyrir nagladekkjanotkun á tímabilinu. 24. nóvember 2022 17:42
Borgarfulltrúar spyrja: Hefur lögregla heimild til að fara á svig við lög? Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að lögregla lýsi því yfir hvað eftir annað að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja áður en nagladekkjatímbilið hefst. 11. nóvember 2022 11:58
Þýðing nagladekkjagjalds? Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum. 3. nóvember 2022 12:00
Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. 26. október 2022 11:57