Fyrirtæki Kristjáns í Samherja framleiðir Áramótaskaupið í ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 17:01 Samherji og RÚV hafa átt heldur stormasamt samband síðustu ár. Það er því athyglisvert að félag í eigu stofnanda Samherja komi að framleiðslu Áramótaskaupsins í ár. Vísir/Vilhelm Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri og stofnandi Samherja, er eigandi framleiðslufyrirtækisins S800 ehf. Fyrirtækið sér um framleiðslu Áramótaskaups Ríkisútvarpsins í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Fasteignafélagið Sigtún á Selfossi sem byggði upp nýjan miðbæ þar, á helmingshlut í félaginu. Segir Kristján ekki hafa neina aðkomu að félaginu Á vef Stundarinnar kemur fram að Sigurjón Kjartansson, einn af meðhöfundum Áramótaskaupsins, sé meðeigandi Sigtúns í framleiðslufyrirtækinu. Haft er eftir honum að hann þekki Kristján ekki og hafi ekki spáð mikið í eignarhaldi Sigtúns þegar hann tók upp samstarf við félagið. „Ég hef aldrei hitt þann mann og var bara að frétta það um daginn að hann ætti hlut í Sigtúni. Ég get algjörlega staðfest það að hann hefur enga aðkomu að þessu félagi. Ég finn ekki neitt fyrir þessu eignarhaldi á nokkurn hátt. [...] Ég er bara í mínu, minni sköpun,“ er haft eftir Sigurjóni á Stundinni. Sigurjón Kjartansson er einn af höfundum Skaupsins. Sjálfur er Sigurjón búsettur á Selfossi. Hann er með vinnuaðstöðu í gamla Landsbankahúsinu í bænum en Sigtún keypti húsið af Árborg árið 2020, eftir að sveitarfélagið ákvað að nýta ekki forkaupsrétt sinn að húsinu. Í dag er þar rekið skrifstofuhótel og vinnurými leigð út til einyrkja og lítilla fyrirtækja. „Enginn reynt að stýra mér og okkur“ Sigurður segir í samtali við Stundina að enginn þurfi að efast um ritstjórnarlegt sjálfstæði í Áramótaskaupinu þrátt fyrir eignarhald Kristjáns á framleiðslufélaginu. „Menn geta alveg séð það að Samherji er ekki að hvísla niður í bringuna á mér og okkur. Ég held að það muni alveg staðfestast þegar menn horfa. Ekki það ég ætli að fara að spoila neinu. Það hefur enginn reynt að stýra mér og okkur og ég held að þessir menn átti sig alveg á því að það myndi aldrei ganga,“ segir Sigurjón. Áralangt stríð við Rúv Í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar er vísað í áralangt stríð Samherja við Rúv. „Þetta stríð hefur staðið yfir frá árinu 2012 eftir að Kastljós fjallaði um meint brot félagsins á lögum um gjaldeyrismál í hinu svokallaða Seðlabankamáli. Samherji sakaði RÚV um að vera í herferð gegn sér í því máli. Svo greindi Kveikur á RÚV frá Namibíumálinu árið 2019 og þá hélt Samherji áfram að gagnrýna RÚV,“ segir í greininni. Dagskrárstjóri RÚV vissi ekki um eignarhald Kristjáns þegar samningur var gerður við framleiðslufyrirtækið.Vísir/Egill „Gagnrýni Samherja á RÚV hefur meðal annars birst í því að útgerðarfélagið kærði 11 starfsmenn ríkisfjölmiðilsins til siðanefndar RÚV vegna ummæla eða umfjöllunar þeirra um útgerðina. Kristján Vilhelmsson reyndi auk þess að láta taka Edduverðlaun af þáverandi blaðamanni RÚV, Helga Seljan, sem fjallað hafði um Seðlabankamálið og síðar Namibíumálið, í ársbyrjun 2019.“ RÚV þekktu ekki til eignarhaldsins Framleiðslustjóri á Rúv, Skarphéðinn Guðmundsson telur eignarhald Kristjáns ekki óþægilegt, og að RÚV hafi ekki tekið afstöðu til málsins. „Það er í sjálfu sér ekki eitthvað sem við höfum velt fyrir okkur eða tekið afstöðu til. Við þekktum ekki til eignarhaldsins og ef framleiðslan stenst alla skoðun þá á það ekki að þurfa að hafa bein áhrif á afstöðu okkar til þess hver framleiðir fyrir okkur efni, ekki þegar kemur að slíku dagskrárefni eins og Skaupinu,“ segir Skarphéðinn í samtali við Stundina. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar Ríkisútvarpið Áramótaskaupið Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Fasteignafélagið Sigtún á Selfossi sem byggði upp nýjan miðbæ þar, á helmingshlut í félaginu. Segir Kristján ekki hafa neina aðkomu að félaginu Á vef Stundarinnar kemur fram að Sigurjón Kjartansson, einn af meðhöfundum Áramótaskaupsins, sé meðeigandi Sigtúns í framleiðslufyrirtækinu. Haft er eftir honum að hann þekki Kristján ekki og hafi ekki spáð mikið í eignarhaldi Sigtúns þegar hann tók upp samstarf við félagið. „Ég hef aldrei hitt þann mann og var bara að frétta það um daginn að hann ætti hlut í Sigtúni. Ég get algjörlega staðfest það að hann hefur enga aðkomu að þessu félagi. Ég finn ekki neitt fyrir þessu eignarhaldi á nokkurn hátt. [...] Ég er bara í mínu, minni sköpun,“ er haft eftir Sigurjóni á Stundinni. Sigurjón Kjartansson er einn af höfundum Skaupsins. Sjálfur er Sigurjón búsettur á Selfossi. Hann er með vinnuaðstöðu í gamla Landsbankahúsinu í bænum en Sigtún keypti húsið af Árborg árið 2020, eftir að sveitarfélagið ákvað að nýta ekki forkaupsrétt sinn að húsinu. Í dag er þar rekið skrifstofuhótel og vinnurými leigð út til einyrkja og lítilla fyrirtækja. „Enginn reynt að stýra mér og okkur“ Sigurður segir í samtali við Stundina að enginn þurfi að efast um ritstjórnarlegt sjálfstæði í Áramótaskaupinu þrátt fyrir eignarhald Kristjáns á framleiðslufélaginu. „Menn geta alveg séð það að Samherji er ekki að hvísla niður í bringuna á mér og okkur. Ég held að það muni alveg staðfestast þegar menn horfa. Ekki það ég ætli að fara að spoila neinu. Það hefur enginn reynt að stýra mér og okkur og ég held að þessir menn átti sig alveg á því að það myndi aldrei ganga,“ segir Sigurjón. Áralangt stríð við Rúv Í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar er vísað í áralangt stríð Samherja við Rúv. „Þetta stríð hefur staðið yfir frá árinu 2012 eftir að Kastljós fjallaði um meint brot félagsins á lögum um gjaldeyrismál í hinu svokallaða Seðlabankamáli. Samherji sakaði RÚV um að vera í herferð gegn sér í því máli. Svo greindi Kveikur á RÚV frá Namibíumálinu árið 2019 og þá hélt Samherji áfram að gagnrýna RÚV,“ segir í greininni. Dagskrárstjóri RÚV vissi ekki um eignarhald Kristjáns þegar samningur var gerður við framleiðslufyrirtækið.Vísir/Egill „Gagnrýni Samherja á RÚV hefur meðal annars birst í því að útgerðarfélagið kærði 11 starfsmenn ríkisfjölmiðilsins til siðanefndar RÚV vegna ummæla eða umfjöllunar þeirra um útgerðina. Kristján Vilhelmsson reyndi auk þess að láta taka Edduverðlaun af þáverandi blaðamanni RÚV, Helga Seljan, sem fjallað hafði um Seðlabankamálið og síðar Namibíumálið, í ársbyrjun 2019.“ RÚV þekktu ekki til eignarhaldsins Framleiðslustjóri á Rúv, Skarphéðinn Guðmundsson telur eignarhald Kristjáns ekki óþægilegt, og að RÚV hafi ekki tekið afstöðu til málsins. „Það er í sjálfu sér ekki eitthvað sem við höfum velt fyrir okkur eða tekið afstöðu til. Við þekktum ekki til eignarhaldsins og ef framleiðslan stenst alla skoðun þá á það ekki að þurfa að hafa bein áhrif á afstöðu okkar til þess hver framleiðir fyrir okkur efni, ekki þegar kemur að slíku dagskrárefni eins og Skaupinu,“ segir Skarphéðinn í samtali við Stundina. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar
Ríkisútvarpið Áramótaskaupið Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira