Málaflokkur fatlaðra er skilinn eftir Guðbrandur Einarsson skrifar 26. nóvember 2022 08:01 Allt frá því að lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi árið 2018 hefur málaflokkurinn verið rekinn með halla og er sá hallarekstur er farinn að sliga mörg sveitarfélög. Svo virðist að kostnaðarmatið sem var framkvæmt í upphafi hafi hreinlega ekki náð utan um þær breytingar sem voru fólgnar í frumvarpinu og þjónustuskylduna sem lögð var á sveitarfélögin. Strax á árinu 2018 var halli upp á tæpa þrjá milljarða króna og hefur síðan þá vaxið stöðugt. Hann var 5,6 milljarðar árið 2019 og tæpir 9 milljarðar árið 2020. Allt útlit er fyrir að halli hvers árs sé nú kominn vel á annan tug milljarða króna. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur haldið því fram, meðal annars í þingsal, að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kostnaðarmat frumvarpsins þegar það varð að lögum. Þessi fullyrðing ráðherra stenst ekki skoðun. Umsagnir ASÍ og Reykjavíkurborgar til dæmis staðfesta að þessir aðilar voru ekki sammála kostnaðarmatinu sem lagt var til grundvallar, og gerðu fyrirvara þar að lútandi. Innviðaráðherra hefur í viðtölum nefnt að koma þurfi til móts við sveitarfélögin en sú upphæð sem hann nefndi dugar hvergi nærri til og hefur í þokkabót ekki verið samþykkt á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá er ekki hægt að sjá að verið sé að bæta sveitarfélögunum þetta, hvorki í fjáraukalögum þessa árs né í fjárlögum ársins 2023. Í síðustu fjárlögum var gert ráð fyrir 2,2 milljörðum í NPA samninga og sú upphæð átti að duga fyrir 172 samningum. Það þýðir að hver samningur mátti kosta 13 milljónir að meðaltali. Niðurstaðan er hins vegar sú skv. skýrslu Haraldar Líndal Haraldssonar, hagfræðings og fyrrverandi bæjarstjóra, að hver samningur kostar að meðaltali 30 milljónir. Upphæðin dugar því aðeins fyrir 74 samningum. Þessir 98 samningar sem út af standa verða ýmist ekki gerðir eða ef þeir verða gerðir þá er það á kostnað sveitarfélaganna. Ríkisstjórnin þarf að gera betur en þetta ef standa á við stjórnaráttmálann. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Málefni fatlaðs fólks Suðurkjördæmi Viðreisn Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Allt frá því að lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi árið 2018 hefur málaflokkurinn verið rekinn með halla og er sá hallarekstur er farinn að sliga mörg sveitarfélög. Svo virðist að kostnaðarmatið sem var framkvæmt í upphafi hafi hreinlega ekki náð utan um þær breytingar sem voru fólgnar í frumvarpinu og þjónustuskylduna sem lögð var á sveitarfélögin. Strax á árinu 2018 var halli upp á tæpa þrjá milljarða króna og hefur síðan þá vaxið stöðugt. Hann var 5,6 milljarðar árið 2019 og tæpir 9 milljarðar árið 2020. Allt útlit er fyrir að halli hvers árs sé nú kominn vel á annan tug milljarða króna. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur haldið því fram, meðal annars í þingsal, að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kostnaðarmat frumvarpsins þegar það varð að lögum. Þessi fullyrðing ráðherra stenst ekki skoðun. Umsagnir ASÍ og Reykjavíkurborgar til dæmis staðfesta að þessir aðilar voru ekki sammála kostnaðarmatinu sem lagt var til grundvallar, og gerðu fyrirvara þar að lútandi. Innviðaráðherra hefur í viðtölum nefnt að koma þurfi til móts við sveitarfélögin en sú upphæð sem hann nefndi dugar hvergi nærri til og hefur í þokkabót ekki verið samþykkt á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá er ekki hægt að sjá að verið sé að bæta sveitarfélögunum þetta, hvorki í fjáraukalögum þessa árs né í fjárlögum ársins 2023. Í síðustu fjárlögum var gert ráð fyrir 2,2 milljörðum í NPA samninga og sú upphæð átti að duga fyrir 172 samningum. Það þýðir að hver samningur mátti kosta 13 milljónir að meðaltali. Niðurstaðan er hins vegar sú skv. skýrslu Haraldar Líndal Haraldssonar, hagfræðings og fyrrverandi bæjarstjóra, að hver samningur kostar að meðaltali 30 milljónir. Upphæðin dugar því aðeins fyrir 74 samningum. Þessir 98 samningar sem út af standa verða ýmist ekki gerðir eða ef þeir verða gerðir þá er það á kostnað sveitarfélaganna. Ríkisstjórnin þarf að gera betur en þetta ef standa á við stjórnaráttmálann. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun