Hættir eftir skrautlegan vetur og röð mistaka Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2022 13:00 Mattia Binotto hefur sagt upp sem yfirmaður Scuderia Ferrari í Formúlu 1 eftir þrjú ár í starfi. Bryn Lennon/Getty Images Mattia Binotto hefur sagt upp starfi sínu sem yfirmaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum. Ferrari átti strembið tímabil sem endaði sérstaklega illa. Ferrari hóf tímabilið af krafti og virtist ætla að enda langa bið eftir titli. Ekki vannst hins vegar einn sigur í síðustu ellefu kappökstrum leiktíðarinnar þar sem Max Verstappen vann titil ökuþóra annað árið í röð og lið hans Red Bull vann keppni bílasmiða. Það var ekki aðeins skortur á hraða sem háði Ferrari-liðinu á leiktíðinni þar sem ítrekuð mistök við áætlanagerð og strategíu kom þeim um koll. Binotto og hans menn sættu töluverðri gagnrýni fyrir slæma ákvarðanatöku og nú hefur það kostað hann starfið. Ferrari announcement: https://t.co/31MIsehPq9— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) November 29, 2022 Ferrari tilkynnti um afsögn Binotto í dag en hann hefur verið yfir liðinu frá 2019. Ökuþórar liðsins eru Mónakóbúinn Charles Leclerc og Spánverjinn Carlos Sainz. Leclerc náði naumlega öðru sæti í keppni ökuþóra í vetur með því að koma annar í mark í síðasta kappakstri tímabilsins í Abú Dabí. Hann endaði með 308 stig, tæplega 150 stigum á eftir meistara Verstappen, en aðeins þremur stigum á undan Sergio Pérez, liðsfélaga Verstappens sem varð þriðji, með 305 s tig. Sainz hafnaði í fimmta sæti með 246 stig, á eftir George Russell á Mercedes. Akstursíþróttir Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ferrari hóf tímabilið af krafti og virtist ætla að enda langa bið eftir titli. Ekki vannst hins vegar einn sigur í síðustu ellefu kappökstrum leiktíðarinnar þar sem Max Verstappen vann titil ökuþóra annað árið í röð og lið hans Red Bull vann keppni bílasmiða. Það var ekki aðeins skortur á hraða sem háði Ferrari-liðinu á leiktíðinni þar sem ítrekuð mistök við áætlanagerð og strategíu kom þeim um koll. Binotto og hans menn sættu töluverðri gagnrýni fyrir slæma ákvarðanatöku og nú hefur það kostað hann starfið. Ferrari announcement: https://t.co/31MIsehPq9— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) November 29, 2022 Ferrari tilkynnti um afsögn Binotto í dag en hann hefur verið yfir liðinu frá 2019. Ökuþórar liðsins eru Mónakóbúinn Charles Leclerc og Spánverjinn Carlos Sainz. Leclerc náði naumlega öðru sæti í keppni ökuþóra í vetur með því að koma annar í mark í síðasta kappakstri tímabilsins í Abú Dabí. Hann endaði með 308 stig, tæplega 150 stigum á eftir meistara Verstappen, en aðeins þremur stigum á undan Sergio Pérez, liðsfélaga Verstappens sem varð þriðji, með 305 s tig. Sainz hafnaði í fimmta sæti með 246 stig, á eftir George Russell á Mercedes.
Akstursíþróttir Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira