Gunnar foxillur: „Það er labbað í gegnum ykkur“ Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2022 14:01 Gunnar Magnússon var hundóánægður með varnarleik sinna manna, eins og áhorfendur Stöðvar 2 Sport fengu að sjá í beinni útsendingu. Stöð 2 Sport „Gunni Magg reif nýtt rassgat á sína leikmenn í þessu leikhléi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um sannkallaðan reiðilestur frá foxillum Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, í gærkvöld. Gunnar lét leikmenn sína heyra það eftir að þeir voru lentir 17-11 undir gegn FH í Kaplakrika í gær, í Olís-deildinni í handbolta. Varnarleikur Aftureldingar hafði þá verið í molum og liðið tapaði á endanum 38-33. „Þeir eru búnir að gera allt sem við töluðum um að þeir væru að fara að gera á okkur, og við erum ekki að framkvæma neitt sem við ætluðum að gera. Við erum á hælunum!“ öskraði Gunnar á sína menn. „Þið eruð of aftarlega þristarnir [innskot: varnarmenn í miðri vörninni], klipptir sundur og saman, komið ykkur ekki fram fyrir línuna því þið eruð svo aftarlega og passívir. Það er skotið í gegnum ykkur! Það er labbað í gegnum ykkur! Hvað viljið þið hérna? Úr hverju eruð þið gerðir? Berjist fyrir þessu, varnarlega. Þetta er bara vinna sem þarf. Komið ykkur framar og komist í „contact“. Það er varla komið fríkast hérna. Það er eitt skot utan af velli og það var varið,“ öskraði Gunnar eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Reiðilestur Gunnars „Þetta var alvöru eldræða og maður sér þetta ekki á hverjum degi,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og vísaði til þess að Gunnar er alla jafna ansi yfirvegaður miðað við marga handboltaþjálfara. „Maður hefur verið í þessum þætti síðustu tvö ár og ég held að hann hafi tekið 1-2 svona leikhlé á hverju tímabili. Hann fer mjög sparlega með þetta og honum er verulega misboðið þegar hann hendir í þetta,“ sagði Theodór. Stefán Árni sýndi þá klippur úr seinni hálfleik þar sem varnarleikur Aftureldingar virtist hins vegar hreinlega ekkert hafa skánað við leikhléið. „Þetta er bara eins og vængjahurðin í Kringlunni,“ sagði Arnar Daði en umræðuna má sjá í klippunni hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Handbolti Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Gunnar lét leikmenn sína heyra það eftir að þeir voru lentir 17-11 undir gegn FH í Kaplakrika í gær, í Olís-deildinni í handbolta. Varnarleikur Aftureldingar hafði þá verið í molum og liðið tapaði á endanum 38-33. „Þeir eru búnir að gera allt sem við töluðum um að þeir væru að fara að gera á okkur, og við erum ekki að framkvæma neitt sem við ætluðum að gera. Við erum á hælunum!“ öskraði Gunnar á sína menn. „Þið eruð of aftarlega þristarnir [innskot: varnarmenn í miðri vörninni], klipptir sundur og saman, komið ykkur ekki fram fyrir línuna því þið eruð svo aftarlega og passívir. Það er skotið í gegnum ykkur! Það er labbað í gegnum ykkur! Hvað viljið þið hérna? Úr hverju eruð þið gerðir? Berjist fyrir þessu, varnarlega. Þetta er bara vinna sem þarf. Komið ykkur framar og komist í „contact“. Það er varla komið fríkast hérna. Það er eitt skot utan af velli og það var varið,“ öskraði Gunnar eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Reiðilestur Gunnars „Þetta var alvöru eldræða og maður sér þetta ekki á hverjum degi,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og vísaði til þess að Gunnar er alla jafna ansi yfirvegaður miðað við marga handboltaþjálfara. „Maður hefur verið í þessum þætti síðustu tvö ár og ég held að hann hafi tekið 1-2 svona leikhlé á hverju tímabili. Hann fer mjög sparlega með þetta og honum er verulega misboðið þegar hann hendir í þetta,“ sagði Theodór. Stefán Árni sýndi þá klippur úr seinni hálfleik þar sem varnarleikur Aftureldingar virtist hins vegar hreinlega ekkert hafa skánað við leikhléið. „Þetta er bara eins og vængjahurðin í Kringlunni,“ sagði Arnar Daði en umræðuna má sjá í klippunni hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Handbolti Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn