Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2022 13:30 Harpa Sif átti magnaða ferð út til Sri Lanka. Mynd/egill Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. Þetta er þriðji þátturinn í sögu hennar en Harpa flaug út til Sri Lanka í síðasta þætti og fékk bróður sinn, Ívar Hlyn Ingason, með í för en hann var einnig ættleiddur frá Sri Lanka á sínum tíma. Ef þú hefur ekki séð þáttinn frá því á sunnudaginn ættir þú ekki að lesa meira. . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Ákveðið var að freista þess að finna foreldra Ívars einnig, en hann og Harpa eru ekki blóðskyld. Ýmislegt benti til þess að upplýsingarnar í ættleiðingarskjölum Ívars hafi ekki allar verið réttar. Reynt var að auglýsa í blöðum eftir foreldrum hans, en fæðing hans var samviskusamlega skráð á Castle Street sjúkrahúsinu í Colombo - með sömu upplýsingum og eru á bæði fæðingarvottorði hans og í skjölunum. Sigrún Ósk fór með Ívari út um allt í Colombo í leit þeirra að upplýsingum í þættinum. Eftir að hafa hringsólað um hverfi um stund komst teymið að því að húsnúmerið sem var skráð á sjúkrahúsinu reynist heldur ekki til. En það var ákveðið að fara í næstu hús og spyrja hvort fólk kannaðist við nöfnin á foreldrum Ívars. Enn eitt dæmið um fölsuð gögn Í ljós kom að í næsta nágrenni bjó kona að nafni Chandrakanthi, líkt og móðir Ívars. Hjón sem búa í götunni buðust til að fara þangað með leitarhópinn. Hjálpsemi Sri Lankabúa var engu lík eins og kom fram í þættinum á sunnudaginn. Jafnvel fólk sem var nýkomið úr hjartaaðgerð stökk til þegar það vantaði aðstoð. Eftir mikla leit og gönguferðir fengu þau töluvert af vísbendingum. En enginn fannst. Í ljós kom að allar líkur væru á því að Ívar sé enn eitt dæmið um barn sem var ættleitt í gegnum barnamangara með fölsuð skjöl. Auri, sem hefur lengi vel aðstoðað Sigrúnu Ósk, hafði verið búin að eltast við vísbendingar í málinu mánuðum saman og lenti sífellt í öngstræti. Að þá að Hörpu sem fór daginn eftir í bæinn Ratnapura í Sri Lanka, til fundar við föður sinn. Gunadasa, faðir Hörpu er giftur og á tvo syni, en fjölskylda hans mátti alls ekki fá fréttir af þessari nýfundnu dóttur hans á Íslandi. Harpa fékk samt sem áður að hitta föður sinn sem var einstaklega fallegt augnablik. Harpa er frumburður Gunadasa og einkadóttir hans, en hann sagði frá því að synir hans séu 25 og 27 ára. Harpa með föður sínum. mynd/egill Daginn eftir var síðan komið að því að hitta móður Hörpu, Chöndru Malini, og tvær af þremur systrum hennar. Móðir Hörpu býr inni í frumskógi og þurfti hópurinn að ganga töluvert með birgðir í steikjandi hitanum til að komast að áfangastaðnum. Eftir mjög erfitt ferðalag fótgangandi sér hópurinn konu og átta þau sig á því að þarna stóð Chandra Malini, móðir Hörpu, og fóru tilfinningar Hörpu alveg með hana um leið og hún tók utan um móður sína. Harpa fékk einnig að hitta systur sínar tvær og naut hópurinn samverunnar saman í leirkofa inni í miðjum frumskógi. Einstaklega fallegur dagur hjá fjölskyldunni saman í Sri Lanka. Chandra leiðir Hörpu áfram að heimili sínu og þar bíða systur hennar tvær. Dagurinn leið og þegar kom að kveðjustund mátti greinilega sjá að það tók heldur betur á alla. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Ívar hefur aftur á móti ekki gefist upp á leitinni og í nóvember fór hann út til Hollands og hitti þar ættingja sinn sem hann fann í gegnum DNA gagnagrunn. Leitin að upprunanum Srí Lanka Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Þetta er þriðji þátturinn í sögu hennar en Harpa flaug út til Sri Lanka í síðasta þætti og fékk bróður sinn, Ívar Hlyn Ingason, með í för en hann var einnig ættleiddur frá Sri Lanka á sínum tíma. Ef þú hefur ekki séð þáttinn frá því á sunnudaginn ættir þú ekki að lesa meira. . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Ákveðið var að freista þess að finna foreldra Ívars einnig, en hann og Harpa eru ekki blóðskyld. Ýmislegt benti til þess að upplýsingarnar í ættleiðingarskjölum Ívars hafi ekki allar verið réttar. Reynt var að auglýsa í blöðum eftir foreldrum hans, en fæðing hans var samviskusamlega skráð á Castle Street sjúkrahúsinu í Colombo - með sömu upplýsingum og eru á bæði fæðingarvottorði hans og í skjölunum. Sigrún Ósk fór með Ívari út um allt í Colombo í leit þeirra að upplýsingum í þættinum. Eftir að hafa hringsólað um hverfi um stund komst teymið að því að húsnúmerið sem var skráð á sjúkrahúsinu reynist heldur ekki til. En það var ákveðið að fara í næstu hús og spyrja hvort fólk kannaðist við nöfnin á foreldrum Ívars. Enn eitt dæmið um fölsuð gögn Í ljós kom að í næsta nágrenni bjó kona að nafni Chandrakanthi, líkt og móðir Ívars. Hjón sem búa í götunni buðust til að fara þangað með leitarhópinn. Hjálpsemi Sri Lankabúa var engu lík eins og kom fram í þættinum á sunnudaginn. Jafnvel fólk sem var nýkomið úr hjartaaðgerð stökk til þegar það vantaði aðstoð. Eftir mikla leit og gönguferðir fengu þau töluvert af vísbendingum. En enginn fannst. Í ljós kom að allar líkur væru á því að Ívar sé enn eitt dæmið um barn sem var ættleitt í gegnum barnamangara með fölsuð skjöl. Auri, sem hefur lengi vel aðstoðað Sigrúnu Ósk, hafði verið búin að eltast við vísbendingar í málinu mánuðum saman og lenti sífellt í öngstræti. Að þá að Hörpu sem fór daginn eftir í bæinn Ratnapura í Sri Lanka, til fundar við föður sinn. Gunadasa, faðir Hörpu er giftur og á tvo syni, en fjölskylda hans mátti alls ekki fá fréttir af þessari nýfundnu dóttur hans á Íslandi. Harpa fékk samt sem áður að hitta föður sinn sem var einstaklega fallegt augnablik. Harpa er frumburður Gunadasa og einkadóttir hans, en hann sagði frá því að synir hans séu 25 og 27 ára. Harpa með föður sínum. mynd/egill Daginn eftir var síðan komið að því að hitta móður Hörpu, Chöndru Malini, og tvær af þremur systrum hennar. Móðir Hörpu býr inni í frumskógi og þurfti hópurinn að ganga töluvert með birgðir í steikjandi hitanum til að komast að áfangastaðnum. Eftir mjög erfitt ferðalag fótgangandi sér hópurinn konu og átta þau sig á því að þarna stóð Chandra Malini, móðir Hörpu, og fóru tilfinningar Hörpu alveg með hana um leið og hún tók utan um móður sína. Harpa fékk einnig að hitta systur sínar tvær og naut hópurinn samverunnar saman í leirkofa inni í miðjum frumskógi. Einstaklega fallegur dagur hjá fjölskyldunni saman í Sri Lanka. Chandra leiðir Hörpu áfram að heimili sínu og þar bíða systur hennar tvær. Dagurinn leið og þegar kom að kveðjustund mátti greinilega sjá að það tók heldur betur á alla. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Ívar hefur aftur á móti ekki gefist upp á leitinni og í nóvember fór hann út til Hollands og hitti þar ættingja sinn sem hann fann í gegnum DNA gagnagrunn.
Leitin að upprunanum Srí Lanka Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira