Ákærður fyrir tilraun til manndráps og hrottafengna nauðgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2022 21:01 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfelld brot í nánu sambandi. Lýsingar í ákærunni gefa til kynna að atlaga mannsins að konunni hafi verið hrottafengin. Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt 1. ágúst síðastliðinn ráðist að konu. Er hann sakaður um að hafa brotið rúðu í bíl, slegið konuna ítrekað í andlit, höfuð og líkama. Því næst er hann sakaður um að hafa dregið hana út úr bílnum, hrint konunni í malbikið, tekið hana ítrekað hálstaki og kverkataki, rifið í hár hennar, haldið hnífi að hálsi hennar og þvingað hana til að liggja ofan á glerbrotum. Á meðan á þessu stóð er hann sakaður um að hafa hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Meðal annars með því að hóta því að að klippa eða skera af henni snípinn, skera hana á háls og klippa af henni hárið. Er hann einnig sakaður um að hafa, á meðan á framangreindu stóð, að hafa neytt konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka. Segir í ákærunni að konan hafi ítrekað reynt með orðum og athöfnum að fá manninn til að láta af háttseminni. Löng upptalning af áverkum Í ákærunni má finna langa upptalningu af þeim áverkum sem konan hlaut. Má þar nefna eymsli á enni og hægra megin á hvirfli, bólgu og eymsli yfir nefbeinum, bólgu og mar á augnloki og kringum hægra auga, skrámu á vinstra augnsvæði, bólgu og sár á neðri vör hægra megin, eymsli við kjálka beggja vegna, bólgu og mar framanvert og hliðlægt yfir barka, eymsli yfir barkakýli og á hálsi beggja vegna, brot á málbeini vinstra megin, skrámu ofan hægra viðbeins og aftan við vinstra eyra, svo dæmi séu tekin. Alls krefst konan fjögurra milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Einnig ákærður fyrir aðra líkamsárás Maðurinn er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart annarri konu sama dag. Er hann sakaður um að hafa ráðist að henni er þau voru saman í bíl. Er hann ákærður fyrir að hafa slegið hana ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, eitt skipti í andlitið með olnboga, rífa í hár hennar, sparka í andlit hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi hennar. Þá er hann sakaður um að hafa dregið hana úr bílnum. Allt hafði þetta þær afleiðingar að konan hlaut laut mar yfir augnloki og kinnbeini vinstra megin, brot í gólfi augntóftar og húðblæðingu á hægra eyra, neðri kjálka, hálsi, báðum öxlum, báðum handleggjum, brjóstkassa og ganglimum. Konan krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt 1. ágúst síðastliðinn ráðist að konu. Er hann sakaður um að hafa brotið rúðu í bíl, slegið konuna ítrekað í andlit, höfuð og líkama. Því næst er hann sakaður um að hafa dregið hana út úr bílnum, hrint konunni í malbikið, tekið hana ítrekað hálstaki og kverkataki, rifið í hár hennar, haldið hnífi að hálsi hennar og þvingað hana til að liggja ofan á glerbrotum. Á meðan á þessu stóð er hann sakaður um að hafa hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Meðal annars með því að hóta því að að klippa eða skera af henni snípinn, skera hana á háls og klippa af henni hárið. Er hann einnig sakaður um að hafa, á meðan á framangreindu stóð, að hafa neytt konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka. Segir í ákærunni að konan hafi ítrekað reynt með orðum og athöfnum að fá manninn til að láta af háttseminni. Löng upptalning af áverkum Í ákærunni má finna langa upptalningu af þeim áverkum sem konan hlaut. Má þar nefna eymsli á enni og hægra megin á hvirfli, bólgu og eymsli yfir nefbeinum, bólgu og mar á augnloki og kringum hægra auga, skrámu á vinstra augnsvæði, bólgu og sár á neðri vör hægra megin, eymsli við kjálka beggja vegna, bólgu og mar framanvert og hliðlægt yfir barka, eymsli yfir barkakýli og á hálsi beggja vegna, brot á málbeini vinstra megin, skrámu ofan hægra viðbeins og aftan við vinstra eyra, svo dæmi séu tekin. Alls krefst konan fjögurra milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Einnig ákærður fyrir aðra líkamsárás Maðurinn er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart annarri konu sama dag. Er hann sakaður um að hafa ráðist að henni er þau voru saman í bíl. Er hann ákærður fyrir að hafa slegið hana ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, eitt skipti í andlitið með olnboga, rífa í hár hennar, sparka í andlit hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi hennar. Þá er hann sakaður um að hafa dregið hana úr bílnum. Allt hafði þetta þær afleiðingar að konan hlaut laut mar yfir augnloki og kinnbeini vinstra megin, brot í gólfi augntóftar og húðblæðingu á hægra eyra, neðri kjálka, hálsi, báðum öxlum, báðum handleggjum, brjóstkassa og ganglimum. Konan krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur vegna málsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent