Er betra að „veifa röngu tré en öngvu“? Erna Bjarnadóttir skrifar 30. nóvember 2022 13:31 Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 miðvikudaginn 30. nóvember. Verðbólgan var þar til umfjöllunar og komið inn á samanburð verðþróun matvæla við nágrannalöndin. Því miður stóðst framkvæmdstjórinn ekki þá freistingu að senda innlendum matvælaframleiðendum sneið fyrir að leggja verðbólgudraugnum fóður meðan hann hrósaði sér og sínum fyrir góða frammistöðu. Fullyrti hann að innlendar matvörur ættu drjúgan hlut í verðbólgu undangenginna mánaða. Það er vissulega rétt hjá framkvæmdastjóranum að verðbólga hér á landi er ein sú lægsta í Evrópu um þessar mundir. Hátt orkuverð og matvælaverð eru drifkraftur verðbólgu í nágranna löndunum. En til að varpa frekara ljósi á fullyrðingar framkvæmdastjórans um hækkanir á búvöruverði hér á landi og áhrif á verðbólgu til samanburðar við það sem gerist í nágrannalöndum má bera saman hækkanir á matvælaverði á Íslandi og í Danmörku. Samanburðurinn miðast við október mánuð þar sem danska Hagstofan hefur ekki birt niðurstöður fyrir nóvember. Í stuttu máli þá nam hækkun á matvöruverði frá október 2021 til október 2022 9,7% hér á landi en 16,5% í Danmörku. Á sama tíma nam hækkun vísitölu neysluverðs 11,4% í Danmörku en 9,4% á Íslandi. Á þessu tólf mánaða tímabili mældist hækkun á verði á kjöti 17,7% á Íslandi en 18% í Danmörku. Mjólk ostar og egg hækkuðu um 12,1% hér á landi en 25,3% í Danmörku. Þar sem smjör telst til flokksins olíur og feitmeti má geta þess að munurinn þar er enn meiri eða 11,1% hækkun á Íslandi en 37,8% í Danmörku. Getum við ekki bara verið sammála um að á heildina litið hafi innlend matvælaframleiðsla og innflytjendur staðið sig í að halda aftur af hækkunum á matvælaverði í þeim ólgusjó sem ríkt hefur undanfarna mánuði. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 miðvikudaginn 30. nóvember. Verðbólgan var þar til umfjöllunar og komið inn á samanburð verðþróun matvæla við nágrannalöndin. Því miður stóðst framkvæmdstjórinn ekki þá freistingu að senda innlendum matvælaframleiðendum sneið fyrir að leggja verðbólgudraugnum fóður meðan hann hrósaði sér og sínum fyrir góða frammistöðu. Fullyrti hann að innlendar matvörur ættu drjúgan hlut í verðbólgu undangenginna mánaða. Það er vissulega rétt hjá framkvæmdastjóranum að verðbólga hér á landi er ein sú lægsta í Evrópu um þessar mundir. Hátt orkuverð og matvælaverð eru drifkraftur verðbólgu í nágranna löndunum. En til að varpa frekara ljósi á fullyrðingar framkvæmdastjórans um hækkanir á búvöruverði hér á landi og áhrif á verðbólgu til samanburðar við það sem gerist í nágrannalöndum má bera saman hækkanir á matvælaverði á Íslandi og í Danmörku. Samanburðurinn miðast við október mánuð þar sem danska Hagstofan hefur ekki birt niðurstöður fyrir nóvember. Í stuttu máli þá nam hækkun á matvöruverði frá október 2021 til október 2022 9,7% hér á landi en 16,5% í Danmörku. Á sama tíma nam hækkun vísitölu neysluverðs 11,4% í Danmörku en 9,4% á Íslandi. Á þessu tólf mánaða tímabili mældist hækkun á verði á kjöti 17,7% á Íslandi en 18% í Danmörku. Mjólk ostar og egg hækkuðu um 12,1% hér á landi en 25,3% í Danmörku. Þar sem smjör telst til flokksins olíur og feitmeti má geta þess að munurinn þar er enn meiri eða 11,1% hækkun á Íslandi en 37,8% í Danmörku. Getum við ekki bara verið sammála um að á heildina litið hafi innlend matvælaframleiðsla og innflytjendur staðið sig í að halda aftur af hækkunum á matvælaverði í þeim ólgusjó sem ríkt hefur undanfarna mánuði. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar