Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 18:01 Ástralir eru komnir áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins eftir frækinn sigur á Dönum. Vísir/Getty Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. Ástralir komu mörgum á óvart með því að fara áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar. Liðið vann 1-0 sigur á Dönum fyrr í dag og fara áfram úr D-riðli með jafn mörg stig og heimsmeistarar Frakka sem enduðu í efsta sæti riðilsins. Tímamismunurinn á Katar og Ástralíu er átta klukkustundir og fór leikurinn því fram um miðja nótt fyrsta dags desembermánaðar þar í landi. Stuðningsmenn Ástrala í Melbourne létu það þó ekki stoppa sig því gríðarlegur fjöldi hafði safnast saman í miðborg Melbourne til að fylgjast með leiknum sem hófst klukkan tvö eftir miðnætti að áströlskum tíma. Þegar Matthew Leckie skoraði eina mark leiksins gegn Dönum á 60.mínútu leiksins braust út mikill fögnuður í Melbourne og ekki var fögnuðurinn minni þegar flautað var til leiksloka og ljóst að Ástralir væru komnir áfram. The subsequent scenes in @FedSquare #Socceroos #GiveIt100 #FIFAWorldCup pic.twitter.com/Va3ftQgYVa— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022 Ástralir mæta sigurvegara C-riðils í 16-liða úrslitunum en það kemur í ljós síðar í kvöld hverjir andstæðingar liðsins verða. Pólland og Argentína eiga bæði möguleika á efsta sætinu í C-riðli. Þetta verður í annað sinn sem Ástralir leika í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins en þeir náðu sama árangri árið 2006 þegar keppnin fór fram í Þýskalandi. Þá féllu þeir úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala þar sem Francesco Totti skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástrala, óskaði liðinu til hamingju með árangurinn í Katar á Twitter að leik loknum nú áðan. Knattspyrnusamband Ástrala var ekki lengi að svara og spurði hvort landsmönnum yrði gefið frí á morgun, eitthvað sem eflaust margir myndu þiggja eftir að hafa vakað fram eftir nóttu yfir leiknum. Thank you @AlboMP!Public holiday?? https://t.co/00NY8nJ57h— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022 HM 2022 í Katar Ástralía Tengdar fréttir Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. 30. nóvember 2022 16:54 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Ástralir komu mörgum á óvart með því að fara áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar. Liðið vann 1-0 sigur á Dönum fyrr í dag og fara áfram úr D-riðli með jafn mörg stig og heimsmeistarar Frakka sem enduðu í efsta sæti riðilsins. Tímamismunurinn á Katar og Ástralíu er átta klukkustundir og fór leikurinn því fram um miðja nótt fyrsta dags desembermánaðar þar í landi. Stuðningsmenn Ástrala í Melbourne létu það þó ekki stoppa sig því gríðarlegur fjöldi hafði safnast saman í miðborg Melbourne til að fylgjast með leiknum sem hófst klukkan tvö eftir miðnætti að áströlskum tíma. Þegar Matthew Leckie skoraði eina mark leiksins gegn Dönum á 60.mínútu leiksins braust út mikill fögnuður í Melbourne og ekki var fögnuðurinn minni þegar flautað var til leiksloka og ljóst að Ástralir væru komnir áfram. The subsequent scenes in @FedSquare #Socceroos #GiveIt100 #FIFAWorldCup pic.twitter.com/Va3ftQgYVa— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022 Ástralir mæta sigurvegara C-riðils í 16-liða úrslitunum en það kemur í ljós síðar í kvöld hverjir andstæðingar liðsins verða. Pólland og Argentína eiga bæði möguleika á efsta sætinu í C-riðli. Þetta verður í annað sinn sem Ástralir leika í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins en þeir náðu sama árangri árið 2006 þegar keppnin fór fram í Þýskalandi. Þá féllu þeir úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala þar sem Francesco Totti skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástrala, óskaði liðinu til hamingju með árangurinn í Katar á Twitter að leik loknum nú áðan. Knattspyrnusamband Ástrala var ekki lengi að svara og spurði hvort landsmönnum yrði gefið frí á morgun, eitthvað sem eflaust margir myndu þiggja eftir að hafa vakað fram eftir nóttu yfir leiknum. Thank you @AlboMP!Public holiday?? https://t.co/00NY8nJ57h— Socceroos (@Socceroos) November 30, 2022
HM 2022 í Katar Ástralía Tengdar fréttir Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. 30. nóvember 2022 16:54 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. 30. nóvember 2022 16:54