Ben White kom ekki við sögu í fyrstu tveimur leikjum enska liðsins á mótinu og missti af leiknum gegn Wales í gær vegna veikinda. Ástæður brottfarar hans til Englands eru ekki tilteknar nánar en að þær séu af persónulegum ástæðum.
„Við biðjum um að einkalíf leikmannsins sé virt á þessari stundu,“ segir í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins.
Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, getur ekki tekið inn leikmann í hópinn í stað White. England mætir Senegal í 16-liða úrslitum heimsmeistarkeppninnar á laugardag.
Arsenal deildi Twitterfærslu enska knattspyrnusambandsins varðandi brottför White og segist standa með White.
We're all with you, Ben
— Arsenal (@Arsenal) November 30, 2022