Þjálfari Ástrala þakkar samfélagsmiðlabanni góðan árangur Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 23:00 Graham Arnold og Aaron Mooy fagna eftir að Ástralir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Vísir/Getty Graham Arnold er búinn að stýra Áströlum í 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í Katar eftir góðan sigur á Dönum í dag. Hann þakkar samfélagsmiðlabanni leikmanna því að liðið er komið svona langt í keppninni. Ástralir komu mörgum á óvart þegar þeir tryggðu sér annað sætið í D-riðli og þar með sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Þeir tryggðu sér áframhald í keppninni með góðum 1-0 sigri á Dönum í dag og mæta heimsmeisturum Frakka í 16-liða úrslitunum á sunnudag. Graham Arnold þjálfari Ástrala var gríðarlega ánægður með sína menn en þetta er aðeins í annað sinn sem Ástralía kemst í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins en þeim árangri náðu þeir einnig árið 2006 þegar þeir féllu síðan úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala eftir mikla dramatík. „Ég er svo stoltur af vinnunni sem strákarnir hafa lagt á sig,“ sagði Arnold eftir sigurinn í dag en hann hefur verið þjálfari liðsins frá árinu 2018. „Þessir strákar eru með frábært hugarfar. Við höfum unnið að þessu síðustu fjögur og hálfa árið, að hafa trú, orku og einbeitingu. Ég sá það í augunum á þeim að þeir voru tilbúnir í kvöld.“ Ástralir fagna marki Matthew Leckie gegn Dönum í dag.Vísir/Getty Hann segir að liðið muni þó ekki fagna sigrinum gegn Dönum. „Engin fagnaðarlæti! Það er þess vegna sem við unnum eftir frábæran sigur gegn Túnis. Engin fagnaðarlæti, engar tilfinningar, svefn og engir samfélagsmiðlar.“ Arnold segir að fjölmiðlar og samskiptamiðlar geti haft slæm áhrif. „Ég veit hvaða áhrif þetta getur haft og þessir hlutir hafa mikil áhrif á frægt fólk, íþróttastjörnur og hvern sem er. Sama fólkið og styður þig slátrar þér daginn eftir.“ „Andlega er þetta stór þáttur og ef þetta hefur áhrif á heilastarfsemina þá skiptir ekki máli í hvernig formi þú ert, hversu tæknilega góður þú ert eða hversu góð taktík liðsins er. Leikmenn meðtaka það ekki því þeir eru ekki andlega tilbúnir.“ HM 2022 í Katar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. 30. nóvember 2022 18:01 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira
Ástralir komu mörgum á óvart þegar þeir tryggðu sér annað sætið í D-riðli og þar með sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Þeir tryggðu sér áframhald í keppninni með góðum 1-0 sigri á Dönum í dag og mæta heimsmeisturum Frakka í 16-liða úrslitunum á sunnudag. Graham Arnold þjálfari Ástrala var gríðarlega ánægður með sína menn en þetta er aðeins í annað sinn sem Ástralía kemst í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins en þeim árangri náðu þeir einnig árið 2006 þegar þeir féllu síðan úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala eftir mikla dramatík. „Ég er svo stoltur af vinnunni sem strákarnir hafa lagt á sig,“ sagði Arnold eftir sigurinn í dag en hann hefur verið þjálfari liðsins frá árinu 2018. „Þessir strákar eru með frábært hugarfar. Við höfum unnið að þessu síðustu fjögur og hálfa árið, að hafa trú, orku og einbeitingu. Ég sá það í augunum á þeim að þeir voru tilbúnir í kvöld.“ Ástralir fagna marki Matthew Leckie gegn Dönum í dag.Vísir/Getty Hann segir að liðið muni þó ekki fagna sigrinum gegn Dönum. „Engin fagnaðarlæti! Það er þess vegna sem við unnum eftir frábæran sigur gegn Túnis. Engin fagnaðarlæti, engar tilfinningar, svefn og engir samfélagsmiðlar.“ Arnold segir að fjölmiðlar og samskiptamiðlar geti haft slæm áhrif. „Ég veit hvaða áhrif þetta getur haft og þessir hlutir hafa mikil áhrif á frægt fólk, íþróttastjörnur og hvern sem er. Sama fólkið og styður þig slátrar þér daginn eftir.“ „Andlega er þetta stór þáttur og ef þetta hefur áhrif á heilastarfsemina þá skiptir ekki máli í hvernig formi þú ert, hversu tæknilega góður þú ert eða hversu góð taktík liðsins er. Leikmenn meðtaka það ekki því þeir eru ekki andlega tilbúnir.“
HM 2022 í Katar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. 30. nóvember 2022 18:01 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira
Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. 30. nóvember 2022 18:01