Opnar fyrir ástinni á ný: „Ég er tilbúin að hitta góðan mann“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. desember 2022 13:15 Linda Pé er tilbúin fyrir ástina. Vísir/HI Beauty Fegurðardrottningin og lífsþjálfinn Linda Pétursdóttir hefur verið einhleyp síðustu þrjú ár. Síðustu ár hefur hún einblínt á sjálfsrækt og fyrirtækið sitt og hefur ekki verið í leit að ástinni. Nú hefur Linda hins vegar tekið meðvitaða ákvörðun um að opna fyrir ástinni á nýjan leik og segist hún vera tilbúin í rómantískt samband. „Ég hef aldrei verið týpan sem er að flýta mér úr einu sambandi í annað. Ég tek mér yfirleitt langan tíma á milli sambanda og mér hefur alltaf þótt gott að vera ein með sjálfri mér. Ég er sjálfstæð og ég þarf ekki á karlmanni að halda fjárhagslega til að sjá fyrir mér á neinn hátt,“ sagði Linda í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Lífið með Lindu en að þessu sinni var þátturinn á afar persónulegum nótum. „Ég valdi það að vera ekki í sambandi“ Síðustu ár segist Linda hafa sett sjálfsrækt í algjöran forgang og því segist hún ekki hafa verið tilbúin í nýtt ástarsamband, né hafi hún haft áhuga á slíku. Hún setti því alla sína orku í sjálfa sig og fyrirtæki sitt. „Mér líður svo vel einni. Ég á svo gott líf og ég fæ svo mikla ást frá dóttur minni og hundunum mínum og í konunum sem ég vinn með í prógraminu mínu. Það er ekki rómantísk ást og ég geri mér fyllilega grein fyrir því en ég valdi að vera ekki í sambandi.“ „Ég er tilbúin að opna á rómantíska ást í lífi mínu“ Hún segist þó hafa lært það í síðasta sambandi að það sé gott að eiga félaga og einhvern til þess að deila daglegu amstri lífsins með. „Það er komið að því að nú er ég tilbúin að opna á rómantíska ást aftur í lífi mínu. Ég ætla bara að segja það, ég ætla bara að setja það hér út í kosmósið að núna er ég tilbúin að hitta góðan mann, traustan mann, heimsmann, einhvern mann sem bætir við líf mitt. Ég hef alltaf haft viðmiðið í samböndum að ég er í sambandi svo framarlega sem það bætir líf mitt. Þegar það bætir líf mitt ekki lengur þá langar mig ekki að vera í sambandinu lengur.“ Það vakti athygli þegar Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, gerði hosur sínar grænar fyrir Lindu á síðasta ári þegar hann sagðist búa yfir öllum þeim kostum sem hún leitaði að í maka. Ragnar tekur þessum tíðindum því væntanlega fagnandi. Aldrei að vita hvað gerist Nú þegar Linda er orðin fimmtug segir hún ástarsambönd þó vera annars eðlis en þau voru þegar hún var yngri. Þá hafi ástarsambönd hennar snúist meira um ástríðu, á meðan hennar síðasta samband snerist meira um dýpt, vinskap og væntumþykju. Hún segist nú vera tilbúin fyrir slíkt samband aftur. „Hér og nú þá ætla ég að stíga þetta skref og opna fyrir rómantíkinni og ég bara segi það að ég hlakka til að taka á móti ástinni. Uppáhalds tíminn minn til að vera ástfangin eru jólin. Mér finnst það algjörlega æðislegt. Þannig það er aldrei að vita hvað gerist.“ Hér að neðan má hlusta á þátt Lindu í heild sinni. Ástin og lífið Tengdar fréttir Linda Pé á spítala vegna sýkingar eftir aðgerð „Takk fyrir öll fallegu skilaboðin, þykir virkilega vænt um þau. Les þau öll þótt ég nái ekki að svara þeim öllum,“ skrifar athafnakonan Linda Pétursdóttir í færslu á Instagram og birtir mynd af sér í spítalarúmi. 5. febrúar 2021 13:30 Segist tikka í öll box hjá Lindu Pé: „Ég vona að hún taki bara vel í þetta“ Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, segist tikka í öll þau box sem Linda Pétursdóttir sagði nauðsynlegt að mögulegur framtíðarkærasti væri búinn. Ragnar lýsti þessu yfir í bréfi til Lindu sem hann birti á Facebook síðdegis í dag. 12. mars 2021 21:36 Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30 Treystir sér ekki til að lesa ævisögu sína: „Þetta var bara einhver allt önnur manneskja“ Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. 7. júlí 2020 13:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Sjá meira
„Ég hef aldrei verið týpan sem er að flýta mér úr einu sambandi í annað. Ég tek mér yfirleitt langan tíma á milli sambanda og mér hefur alltaf þótt gott að vera ein með sjálfri mér. Ég er sjálfstæð og ég þarf ekki á karlmanni að halda fjárhagslega til að sjá fyrir mér á neinn hátt,“ sagði Linda í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Lífið með Lindu en að þessu sinni var þátturinn á afar persónulegum nótum. „Ég valdi það að vera ekki í sambandi“ Síðustu ár segist Linda hafa sett sjálfsrækt í algjöran forgang og því segist hún ekki hafa verið tilbúin í nýtt ástarsamband, né hafi hún haft áhuga á slíku. Hún setti því alla sína orku í sjálfa sig og fyrirtæki sitt. „Mér líður svo vel einni. Ég á svo gott líf og ég fæ svo mikla ást frá dóttur minni og hundunum mínum og í konunum sem ég vinn með í prógraminu mínu. Það er ekki rómantísk ást og ég geri mér fyllilega grein fyrir því en ég valdi að vera ekki í sambandi.“ „Ég er tilbúin að opna á rómantíska ást í lífi mínu“ Hún segist þó hafa lært það í síðasta sambandi að það sé gott að eiga félaga og einhvern til þess að deila daglegu amstri lífsins með. „Það er komið að því að nú er ég tilbúin að opna á rómantíska ást aftur í lífi mínu. Ég ætla bara að segja það, ég ætla bara að setja það hér út í kosmósið að núna er ég tilbúin að hitta góðan mann, traustan mann, heimsmann, einhvern mann sem bætir við líf mitt. Ég hef alltaf haft viðmiðið í samböndum að ég er í sambandi svo framarlega sem það bætir líf mitt. Þegar það bætir líf mitt ekki lengur þá langar mig ekki að vera í sambandinu lengur.“ Það vakti athygli þegar Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, gerði hosur sínar grænar fyrir Lindu á síðasta ári þegar hann sagðist búa yfir öllum þeim kostum sem hún leitaði að í maka. Ragnar tekur þessum tíðindum því væntanlega fagnandi. Aldrei að vita hvað gerist Nú þegar Linda er orðin fimmtug segir hún ástarsambönd þó vera annars eðlis en þau voru þegar hún var yngri. Þá hafi ástarsambönd hennar snúist meira um ástríðu, á meðan hennar síðasta samband snerist meira um dýpt, vinskap og væntumþykju. Hún segist nú vera tilbúin fyrir slíkt samband aftur. „Hér og nú þá ætla ég að stíga þetta skref og opna fyrir rómantíkinni og ég bara segi það að ég hlakka til að taka á móti ástinni. Uppáhalds tíminn minn til að vera ástfangin eru jólin. Mér finnst það algjörlega æðislegt. Þannig það er aldrei að vita hvað gerist.“ Hér að neðan má hlusta á þátt Lindu í heild sinni.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Linda Pé á spítala vegna sýkingar eftir aðgerð „Takk fyrir öll fallegu skilaboðin, þykir virkilega vænt um þau. Les þau öll þótt ég nái ekki að svara þeim öllum,“ skrifar athafnakonan Linda Pétursdóttir í færslu á Instagram og birtir mynd af sér í spítalarúmi. 5. febrúar 2021 13:30 Segist tikka í öll box hjá Lindu Pé: „Ég vona að hún taki bara vel í þetta“ Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, segist tikka í öll þau box sem Linda Pétursdóttir sagði nauðsynlegt að mögulegur framtíðarkærasti væri búinn. Ragnar lýsti þessu yfir í bréfi til Lindu sem hann birti á Facebook síðdegis í dag. 12. mars 2021 21:36 Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30 Treystir sér ekki til að lesa ævisögu sína: „Þetta var bara einhver allt önnur manneskja“ Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. 7. júlí 2020 13:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Sjá meira
Linda Pé á spítala vegna sýkingar eftir aðgerð „Takk fyrir öll fallegu skilaboðin, þykir virkilega vænt um þau. Les þau öll þótt ég nái ekki að svara þeim öllum,“ skrifar athafnakonan Linda Pétursdóttir í færslu á Instagram og birtir mynd af sér í spítalarúmi. 5. febrúar 2021 13:30
Segist tikka í öll box hjá Lindu Pé: „Ég vona að hún taki bara vel í þetta“ Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, segist tikka í öll þau box sem Linda Pétursdóttir sagði nauðsynlegt að mögulegur framtíðarkærasti væri búinn. Ragnar lýsti þessu yfir í bréfi til Lindu sem hann birti á Facebook síðdegis í dag. 12. mars 2021 21:36
Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30
Treystir sér ekki til að lesa ævisögu sína: „Þetta var bara einhver allt önnur manneskja“ Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. 7. júlí 2020 13:30