Róbert Wessman sest í stól forstjóra Alvotech Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2022 07:05 Róbert Wessman stofnaði Alvotech árið 2013 og hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2019. Vísir/Vilhelm Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, mun taka við starfi forstjóra félagsins eftir að Mark Levick forstjóri ákvað að biðjast lausnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar í gær þar sem tilkynnt er um breytingar á yfirstjórn fyrirtækisins. Róbert mun taka við forstjórastöðunni um áramót. Þar segir ennfremur að Hafrún Friðriksdóttir, sem áður hafi verið framkvæmdastjóri alþjóðlegra rannsókna og þróunar fyrir lyfjafyrirtækið Teva, taki við sem framkvæmdastjóri rekstrar. Forstjóraskiptin koma fáeinum dögum eftir að tilkynnt var að sættir hefðu náðst á milli lyfjafyrirtækisins Alvogen, sem er systurfélag Alvotech, og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem bar Róbert þungum sökum í fyrra. Alvogen féll frá málsókn gegn Halldóri sem segist nú ekki lengur hafa stöðu uppljóstrara. Forstjóri samhliða stjórnarformannshlutverki Fram kemur í tilkynningunni frá Alvotech að Róbert Wessman muni gegna stöðu forstjóra Alvotech, samhliða núverandi stjórnarformannshlutverki. „Róbert stofnaði Alvotech árið 2013 og hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2019. Róbert var forstjóri Actavis, sem undir hans stjórn varð að einu stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims. Að því búnu stofnaði hann Alvogen og undir hans forystu sem stjórnarformaður og forstjóri óx það úr því að vera verktaki í framleiðslu í eitt af stærstu alþjóðlegu samheitalyfjafyrirtækjunum. Róbert er jafnframt einn af stofnendum og stjórnaformaður Aztiq Group. Hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hafrún Friðriksdóttir var ábyrg fyrir öllum rannsóknum og þróunarverkefnum alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Teva (Executive Vice President and Head of Global R&D) frá árinu 2017 þar til fyrr á þessu ári. Hún var einnig framkvæmdastjóri alþjóðlegra rannsókna og þróunar há Allergan, áður Actavis, þar til fyrirtækið sameinaðist Teva árið 2016. Hjá Teva stjórnaði Hafrún allri lyfjaþróun fyrirtækisins, á sviði frumlyfja, samheitalyfja og líftæknilyfjahliðstæða. Hún bar þannig ábyrgð á þróun um 1.000 samheitalyfja á hverjum tíma, auk tuga frumlyfja og líftæknilyfjahliðstæða. Undir Hafrúnu heyrðu um 3.500 starfsmenn alþjóðlega í rannsóknum, þróun, lyfjagát, auk samskipta við heilbrigðisstarfsfólk og eftirlitsstofnanir. Hafrún er með doktorspróf í eðlislyfjafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur verið öflugur talsmaður fjölbreytni og jafnréttis í lyfjaiðnaðinum og hlaut fyrr á þessu ári viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fyrir að hafa verið konum sérstök hvatning og fyrirmynd,“ segir í tilkynningunni. Hlutabréf Alvotech voru tekin til viðskipta í Nasdaq First North Growth markaðnum í júní.Vísir/Vilhelm Laga Alvotech að örum vexti Haft er eftir Róberti að félagið muni halda áfram að laga Alvotech að örum vexti, þar sem það hafi færst af stigi þróunar, rannsókna og fjárfestingar í aðstöðu, yfir í lyfjaframleiðslu. Þá sé verið að auka framleiðslugetu til að geta þjónað mörgum alþjóðlegum mörkuðum samhliða. „Það er mér sérstök ánægja að bjóða Hafrúnu velkomna í Alvotech teymið. Hún hefur getið sér gott orð í lyfjaiðnaðinum fyrir einstaka forystuhæfileika. Ég vil einnig þakka Mark fyrir framlag hans til Alvotech á þessu vaxtarskeiði og ánægður að við fáum að njóta áfram þekkingar hans, þar sem hann hefur samþykkt að leiða vísindaráð félagsins,“ segir Róbert. Þá er haft eftir Mark Levick að hann sé mjög þakklátur fyrir tækifærið að vera hluti af vegferð Alvotech á spennandi skeiði í sögu þess. „Ég varð þess aðnjótandi að vinna með einstaklega einbeittum og hæfileikaríkum samstarfsfélögum, í öllum deildum fyrirtækisins, til að innleiða lyfjaframleiðslu á fullum afköstum og bæta aðgengi sjúklinga að hagstæðum líftæknilyfjum. Þetta hefur verið hápunktur ferils míns í lyfjaiðnaðinum,“ segir Levick. Alvotech Líftækni Vistaskipti Kauphöllin Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Halldór og Róbert slíðra sverðin Sættir hafa náðst á milli lyfjafyrirtækisins Alvogen og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem bar Róbert Wessman forstjóra þess þungum sökum í fyrra. Alvogen féll frá málsókn gegn Halldóri sem segist nú ekki lengur hafa stöðu uppljóstrara. 22. nóvember 2022 12:18 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar í gær þar sem tilkynnt er um breytingar á yfirstjórn fyrirtækisins. Róbert mun taka við forstjórastöðunni um áramót. Þar segir ennfremur að Hafrún Friðriksdóttir, sem áður hafi verið framkvæmdastjóri alþjóðlegra rannsókna og þróunar fyrir lyfjafyrirtækið Teva, taki við sem framkvæmdastjóri rekstrar. Forstjóraskiptin koma fáeinum dögum eftir að tilkynnt var að sættir hefðu náðst á milli lyfjafyrirtækisins Alvogen, sem er systurfélag Alvotech, og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem bar Róbert þungum sökum í fyrra. Alvogen féll frá málsókn gegn Halldóri sem segist nú ekki lengur hafa stöðu uppljóstrara. Forstjóri samhliða stjórnarformannshlutverki Fram kemur í tilkynningunni frá Alvotech að Róbert Wessman muni gegna stöðu forstjóra Alvotech, samhliða núverandi stjórnarformannshlutverki. „Róbert stofnaði Alvotech árið 2013 og hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2019. Róbert var forstjóri Actavis, sem undir hans stjórn varð að einu stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims. Að því búnu stofnaði hann Alvogen og undir hans forystu sem stjórnarformaður og forstjóri óx það úr því að vera verktaki í framleiðslu í eitt af stærstu alþjóðlegu samheitalyfjafyrirtækjunum. Róbert er jafnframt einn af stofnendum og stjórnaformaður Aztiq Group. Hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hafrún Friðriksdóttir var ábyrg fyrir öllum rannsóknum og þróunarverkefnum alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Teva (Executive Vice President and Head of Global R&D) frá árinu 2017 þar til fyrr á þessu ári. Hún var einnig framkvæmdastjóri alþjóðlegra rannsókna og þróunar há Allergan, áður Actavis, þar til fyrirtækið sameinaðist Teva árið 2016. Hjá Teva stjórnaði Hafrún allri lyfjaþróun fyrirtækisins, á sviði frumlyfja, samheitalyfja og líftæknilyfjahliðstæða. Hún bar þannig ábyrgð á þróun um 1.000 samheitalyfja á hverjum tíma, auk tuga frumlyfja og líftæknilyfjahliðstæða. Undir Hafrúnu heyrðu um 3.500 starfsmenn alþjóðlega í rannsóknum, þróun, lyfjagát, auk samskipta við heilbrigðisstarfsfólk og eftirlitsstofnanir. Hafrún er með doktorspróf í eðlislyfjafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur verið öflugur talsmaður fjölbreytni og jafnréttis í lyfjaiðnaðinum og hlaut fyrr á þessu ári viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fyrir að hafa verið konum sérstök hvatning og fyrirmynd,“ segir í tilkynningunni. Hlutabréf Alvotech voru tekin til viðskipta í Nasdaq First North Growth markaðnum í júní.Vísir/Vilhelm Laga Alvotech að örum vexti Haft er eftir Róberti að félagið muni halda áfram að laga Alvotech að örum vexti, þar sem það hafi færst af stigi þróunar, rannsókna og fjárfestingar í aðstöðu, yfir í lyfjaframleiðslu. Þá sé verið að auka framleiðslugetu til að geta þjónað mörgum alþjóðlegum mörkuðum samhliða. „Það er mér sérstök ánægja að bjóða Hafrúnu velkomna í Alvotech teymið. Hún hefur getið sér gott orð í lyfjaiðnaðinum fyrir einstaka forystuhæfileika. Ég vil einnig þakka Mark fyrir framlag hans til Alvotech á þessu vaxtarskeiði og ánægður að við fáum að njóta áfram þekkingar hans, þar sem hann hefur samþykkt að leiða vísindaráð félagsins,“ segir Róbert. Þá er haft eftir Mark Levick að hann sé mjög þakklátur fyrir tækifærið að vera hluti af vegferð Alvotech á spennandi skeiði í sögu þess. „Ég varð þess aðnjótandi að vinna með einstaklega einbeittum og hæfileikaríkum samstarfsfélögum, í öllum deildum fyrirtækisins, til að innleiða lyfjaframleiðslu á fullum afköstum og bæta aðgengi sjúklinga að hagstæðum líftæknilyfjum. Þetta hefur verið hápunktur ferils míns í lyfjaiðnaðinum,“ segir Levick.
Alvotech Líftækni Vistaskipti Kauphöllin Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Halldór og Róbert slíðra sverðin Sættir hafa náðst á milli lyfjafyrirtækisins Alvogen og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem bar Róbert Wessman forstjóra þess þungum sökum í fyrra. Alvogen féll frá málsókn gegn Halldóri sem segist nú ekki lengur hafa stöðu uppljóstrara. 22. nóvember 2022 12:18 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Halldór og Róbert slíðra sverðin Sættir hafa náðst á milli lyfjafyrirtækisins Alvogen og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem bar Róbert Wessman forstjóra þess þungum sökum í fyrra. Alvogen féll frá málsókn gegn Halldóri sem segist nú ekki lengur hafa stöðu uppljóstrara. 22. nóvember 2022 12:18