„Ef þú ert lofthræddur hættu þá bara strax keppni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2022 11:30 Burj Khalifa byggingin í Dubaí er sú hæsta í heimi. Getty/ Jakub Porzycki Það var boðið upp á mjög sérstaka fyrstu grein á Dubai Fitness Championship CrossFit mótinu sem hófst í dag. Dubai Fitness Championship er eitt af stóru CrossFit mótunum á tímabilinu enda vanalega veglegt verðlaunafé í boði. Ísland á ekki keppenda á mótinu að þessu sinni en kannski væru einhver af okkar besta CrossFit fólki spennt fyrir nýstárlegri grein sem er boðið upp á þetta árið. Í fyrra þurftu keppendur meðal annars að hlaupa í snjó í miðri eyðimörkinni en að þessu sinni þurfa þeir að glíma við hæsta hús í heimi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Fyrsta greinin á mótinu í ár fór fram í hinni heimsfrægu Burj Khalifa byggingu sem er hæsta bygging heims og kennileiti Dúbaí borgarinnar. Skýjakljúfurinn var opnaður árið 2010 en hann er 829 metrar á hæð. Í fyrstu greininni á Dubai Fitness mótinu þá áttu keppendur að hlaupa upp 2909 tröppur með þyngingarvesti. Það var búist við því að það taki þá bestu um fjörutíu mínútur að komast alla leið upp en bestu karlarnir kláruðu á hálftíma og bestu konurnar á 32 mínútum. Keppendur byrjuðu á jörðu niðri og hlupu alla leið upp á 160. hæð byggingarinnar. Þetta voru engin tímahámörk í gangi en til þess að fá að halda áfram keppni þá þarftu að klára alla 2909 tröppurnar. „Ef þú ert lofthræddur hættu þá bara strax keppni. Ég er að segja þetta í fullri alvöru. Ekki reyna þetta,“ sagði Saud Al-Shamsi, viðburðarstjóri Dubai Fitness Championship, í samtali við Morning Chalk Up vefinn. View this post on Instagram A post shared by Dubai Fitness Championship (@dxbfitnesschamp) CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Sjá meira
Dubai Fitness Championship er eitt af stóru CrossFit mótunum á tímabilinu enda vanalega veglegt verðlaunafé í boði. Ísland á ekki keppenda á mótinu að þessu sinni en kannski væru einhver af okkar besta CrossFit fólki spennt fyrir nýstárlegri grein sem er boðið upp á þetta árið. Í fyrra þurftu keppendur meðal annars að hlaupa í snjó í miðri eyðimörkinni en að þessu sinni þurfa þeir að glíma við hæsta hús í heimi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Fyrsta greinin á mótinu í ár fór fram í hinni heimsfrægu Burj Khalifa byggingu sem er hæsta bygging heims og kennileiti Dúbaí borgarinnar. Skýjakljúfurinn var opnaður árið 2010 en hann er 829 metrar á hæð. Í fyrstu greininni á Dubai Fitness mótinu þá áttu keppendur að hlaupa upp 2909 tröppur með þyngingarvesti. Það var búist við því að það taki þá bestu um fjörutíu mínútur að komast alla leið upp en bestu karlarnir kláruðu á hálftíma og bestu konurnar á 32 mínútum. Keppendur byrjuðu á jörðu niðri og hlupu alla leið upp á 160. hæð byggingarinnar. Þetta voru engin tímahámörk í gangi en til þess að fá að halda áfram keppni þá þarftu að klára alla 2909 tröppurnar. „Ef þú ert lofthræddur hættu þá bara strax keppni. Ég er að segja þetta í fullri alvöru. Ekki reyna þetta,“ sagði Saud Al-Shamsi, viðburðarstjóri Dubai Fitness Championship, í samtali við Morning Chalk Up vefinn. View this post on Instagram A post shared by Dubai Fitness Championship (@dxbfitnesschamp)
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Sjá meira