Freyr hrósar mikið manninum sem er ekki nógu góður fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2022 12:01 Aron Sigurðarson fagnar hér einu af mörkunum sínum fyrir AC Horsens en þau eru sex í dönsku úrvalsdeildinni í fyrstu sautján leikjunum. Getty/Lars Ronbog Freyr Alexandersson þjálfar danska úrvalsdeildarliðið Lyngby Boldklub og veit allt um það sem er að gerast í danska fótboltanum. Freyr veit því vel hvað Aron Sigurðarson hefur verið að gera góða hluti með Horsens í dönsku deildinni. Íslenska karlalandsliðið hefur ekki verið að gera merkilega hluti síðustu misseri og gengur mjög illa að skora mörk. Þrátt fyrir að Arnar Þór Viðarsson sé að velja stóra landsliðshópa og prófa marga leikmenn þá er ekki pláss fyrir Aron hjá honum. Freyr mætti í Þungavigtina og var spurður út í Aron og frammistöðu hans með Horsens liðinu. Aron er með frábærar tölur og í hóp þeirra sem koma best út af miðjumönnum deildarinnar. „Ef ég tek það út úr myndinni hvað landsliðsþjálfaranum finnst um hann þá er gott að nýta tækifærið og hrósa Aroni. Hann var líka með mér í fyrstu deildinni í fyrra að spila með Horsens,“ sagði Freyr Alexandersson. „Þar byrjaði hann ekkert sérstaklega en svo varð hann alltaf betri og betri. Það sem ég tók mest eftir því ég þekki þjálfarann í Horsens vel. Hann fór að taka miklu meiri ábyrgð á varnarleiknum,“ sagði Freyr. „Aron hefur alltaf verið gagnrýndur og þegar ég var inn í landsliðinu þá var ég alltaf í vafa um varnarleikinn hjá honum. Þar sá ég hann bæta sig gríðarlega og það hefur haldið áfram í úrvalsdeildinni,“ sagði Freyr. „Hann hefur bara verið, vægt til orða tekið, frábær fyrir Horsens og klárlega þeirra mikilvægasti leikmaður. Hann er stórhættulegur og er að skapa hluti upp á sitt einsdæmi. Þetta er ekki auðveld deild að spila í svo að það sé alveg á hreinu,“ sagði Freyr. „Hann ruslar mönnum saman og er stórhættulegur með mikið að lykilsendingum. Hann liggur mjög ofarlega á listum þar og er mjög ofarlega að brjóta línur andstæðinganna og er líka mjög ofarlega að fara einn á einn,“ sagði Freyr. „Hann er bara stórhættulegur, öflugur taktískt og sterkur varnarlega. Hans þróun hefur verið mjög áhugaverð og jákvæð. Hann á allt hrós skilið strákurinn,“ sagði Freyr. „Það eina sem ég er ósáttur með er það þegar hann kom til Horsens. Hann hefði alveg mátt drulla sér til að hringja í mig áður en hann kom til Danmerkur því ég hefði tekið hann alla daga,“ sagði Freyr. Aron hefur skorað 6 mörk í 17 leikjum með Horsens á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér. Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30 „Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. 1. desember 2022 15:31 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur ekki verið að gera merkilega hluti síðustu misseri og gengur mjög illa að skora mörk. Þrátt fyrir að Arnar Þór Viðarsson sé að velja stóra landsliðshópa og prófa marga leikmenn þá er ekki pláss fyrir Aron hjá honum. Freyr mætti í Þungavigtina og var spurður út í Aron og frammistöðu hans með Horsens liðinu. Aron er með frábærar tölur og í hóp þeirra sem koma best út af miðjumönnum deildarinnar. „Ef ég tek það út úr myndinni hvað landsliðsþjálfaranum finnst um hann þá er gott að nýta tækifærið og hrósa Aroni. Hann var líka með mér í fyrstu deildinni í fyrra að spila með Horsens,“ sagði Freyr Alexandersson. „Þar byrjaði hann ekkert sérstaklega en svo varð hann alltaf betri og betri. Það sem ég tók mest eftir því ég þekki þjálfarann í Horsens vel. Hann fór að taka miklu meiri ábyrgð á varnarleiknum,“ sagði Freyr. „Aron hefur alltaf verið gagnrýndur og þegar ég var inn í landsliðinu þá var ég alltaf í vafa um varnarleikinn hjá honum. Þar sá ég hann bæta sig gríðarlega og það hefur haldið áfram í úrvalsdeildinni,“ sagði Freyr. „Hann hefur bara verið, vægt til orða tekið, frábær fyrir Horsens og klárlega þeirra mikilvægasti leikmaður. Hann er stórhættulegur og er að skapa hluti upp á sitt einsdæmi. Þetta er ekki auðveld deild að spila í svo að það sé alveg á hreinu,“ sagði Freyr. „Hann ruslar mönnum saman og er stórhættulegur með mikið að lykilsendingum. Hann liggur mjög ofarlega á listum þar og er mjög ofarlega að brjóta línur andstæðinganna og er líka mjög ofarlega að fara einn á einn,“ sagði Freyr. „Hann er bara stórhættulegur, öflugur taktískt og sterkur varnarlega. Hans þróun hefur verið mjög áhugaverð og jákvæð. Hann á allt hrós skilið strákurinn,“ sagði Freyr. „Það eina sem ég er ósáttur með er það þegar hann kom til Horsens. Hann hefði alveg mátt drulla sér til að hringja í mig áður en hann kom til Danmerkur því ég hefði tekið hann alla daga,“ sagði Freyr. Aron hefur skorað 6 mörk í 17 leikjum með Horsens á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér.
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30 „Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. 1. desember 2022 15:31 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30
„Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. 1. desember 2022 15:31