Martin um slæma stöðu KR: „Þetta reddast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2022 23:30 Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu. FIBA KR-ingurinn Martin Hermannsson er viss um að „þetta reddist.“ Hér er „þetta“ notað yfir skelfilegt gengi KR til þessa í Subway deild karla í körfubolta. Valur Páll Eiríksson ræddi við Martin Hermannsson, landsliðsmann í körfubolta og leikmann Valencia á Spáni, um allt milli himins og jarðar nýverið. Þar ræddi Martin vandræði uppeldisfélags síns KR en liðinu gengur vægast sagt skelfilega um þessar mundir og er í bullandi fallbaráttu. „Það hefur verið smá basl þarna í Vesturbænum, það er búið að breyta um stjórn og allskonar vesen utan vallar sem og innan vallar. Heljarinnar vesen á liðinu. Ertu að fylgjast mikið með þessu,“ spurði Valur Páll. „Jájá, held ég horfi á hvern einasta leik í sjónvarpinu þegar ég er úti. Á marga vini sem eru að spila og finnst gaman að fylgjast með. Það er ofboðslega erfitt að horfa á liðið sitt vera í þessari stöðu en það er kannski eðlilegt eftir öll þessi ár á toppnum. Það er erfitt að vera bestur í svona langan tíma,“ sagði Martin og hélt áfram. „Þar af leiðandi var boginn spenntur alveg rosalega. Það er erfitt að horfa á hvað þetta er að gerast hratt en það er gott að sjá stjórnina sem var að koma saman núna. Rosalega gott fólk, rosalega klárt fólk. Það ganga allir í gegnum dimman dal á einhverjum tímapunkti og ég hef engar áhyggjur af því að við munum ekki rífa okkur upp. Ef það gerist ekki þá kem ég bara heim að spila og við reddum þessu,“ sagði Martin og hló. „Eins og staðan er núna er bara fall sem blasir við þessu liði. Er ekki hægt að plata þig til að koma þér í form hérna heima,“ spurði Valur Páll kíminn en Martin er að jafna sig á krossbandsslitum um þessar mundir. „Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um það, hvort það sé ekki hægt að fá mig á láni. Að fara á láni frá Valencia til KR, það væri eitthvað hægt að skrifa einhverja sögu um það.“ „Ég fór einmitt á KR-ÍR, það var skrítið að fara á KR leik og vera horfa á fallbaráttuslag. En samt, það er góð ára – þannig séð – yfir öllu sem er að gerast á bakvið tjöldin. Ég held að þetta reddist. Íslenska hugarfarið, þetta reddast og ég held að það muni alveg gerast,“ sagði Martin að endingu um stöðu síns gamla félags. Klippa: Martin Hermanns um stöðu mála hjá KR Körfubolti Subway-deild karla KR Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Valur Páll Eiríksson ræddi við Martin Hermannsson, landsliðsmann í körfubolta og leikmann Valencia á Spáni, um allt milli himins og jarðar nýverið. Þar ræddi Martin vandræði uppeldisfélags síns KR en liðinu gengur vægast sagt skelfilega um þessar mundir og er í bullandi fallbaráttu. „Það hefur verið smá basl þarna í Vesturbænum, það er búið að breyta um stjórn og allskonar vesen utan vallar sem og innan vallar. Heljarinnar vesen á liðinu. Ertu að fylgjast mikið með þessu,“ spurði Valur Páll. „Jájá, held ég horfi á hvern einasta leik í sjónvarpinu þegar ég er úti. Á marga vini sem eru að spila og finnst gaman að fylgjast með. Það er ofboðslega erfitt að horfa á liðið sitt vera í þessari stöðu en það er kannski eðlilegt eftir öll þessi ár á toppnum. Það er erfitt að vera bestur í svona langan tíma,“ sagði Martin og hélt áfram. „Þar af leiðandi var boginn spenntur alveg rosalega. Það er erfitt að horfa á hvað þetta er að gerast hratt en það er gott að sjá stjórnina sem var að koma saman núna. Rosalega gott fólk, rosalega klárt fólk. Það ganga allir í gegnum dimman dal á einhverjum tímapunkti og ég hef engar áhyggjur af því að við munum ekki rífa okkur upp. Ef það gerist ekki þá kem ég bara heim að spila og við reddum þessu,“ sagði Martin og hló. „Eins og staðan er núna er bara fall sem blasir við þessu liði. Er ekki hægt að plata þig til að koma þér í form hérna heima,“ spurði Valur Páll kíminn en Martin er að jafna sig á krossbandsslitum um þessar mundir. „Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um það, hvort það sé ekki hægt að fá mig á láni. Að fara á láni frá Valencia til KR, það væri eitthvað hægt að skrifa einhverja sögu um það.“ „Ég fór einmitt á KR-ÍR, það var skrítið að fara á KR leik og vera horfa á fallbaráttuslag. En samt, það er góð ára – þannig séð – yfir öllu sem er að gerast á bakvið tjöldin. Ég held að þetta reddist. Íslenska hugarfarið, þetta reddast og ég held að það muni alveg gerast,“ sagði Martin að endingu um stöðu síns gamla félags. Klippa: Martin Hermanns um stöðu mála hjá KR
Körfubolti Subway-deild karla KR Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira