Heillaði dómnefndina með frumsömdu lagi: Missti foreldra sína og var ættleiddur sjö ára gamall Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. desember 2022 10:52 Úlfur á magnaða sögu að baki og heillaði Idol dómnefndina algjörlega upp úr skónum. Annar þátturinn af Idol var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi og áfram var fylgst með áheyrnarprufum. Á meðal keppenda var Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, betur þekktur sem Úlfur og óhætt er að segja að frammistaða hans láti engan ósnortinn. Úlfur er 25 ára kokkur frá Ísafirði og er með tónlistina í blóðinu. „Fólkið sem ól mig upp, amma mín og afi, þau voru rosalega mikið tónlistarfólk. Amma mín var Ásthildur Cecil í Sokkabandinu, sem var rokkband á áttunda áratugnum og afi var í lúðrasveitinni. Þegar ég var í níunda bekk byrjaði ég í kjallarahljómveit með vinum mínum og ég fór og spilaði á aldrei fór ég Suður þegar ég var í níunda bekk.“ Úlfur mætti með gítarinn sinn í áheyrnarprufurnar og flutti þar lag sem hann samdi sjálfur. Lagið er sprottið út frá persónulegri reynslu. „Mamma mín og pabbi voru í mikilli neyslu þegar ég var lítill og ég missti þau þegar ég var bara „baby“. Þannig að þetta er svolítið um það, og líka kanski mína upplifun af lífinu,“ sagði Úlfur áður en hann hóf flutninginn. „Ég var 12 ára þegar pabbi minn dó, 15 ára þegar mamma mín dó. En ég var ættleiddur þegar ég var 7 ára.“ Saga Úlfs og flutningur hans á laginu fangaði hug og hjörtu dómnefndarinnar. Sjálfur átti Úlfur erfitt með að halda aftur af tárunum. „Ég er bara ástfanginn af þér, það er bara þannig. Ég er ekki ennþá búinn að hrista af mér gæsahúðina,“ sagði Herra Hnetusmjör áður en dómnefndin veitti Úlfi einróma já. Idol Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Úlfur er 25 ára kokkur frá Ísafirði og er með tónlistina í blóðinu. „Fólkið sem ól mig upp, amma mín og afi, þau voru rosalega mikið tónlistarfólk. Amma mín var Ásthildur Cecil í Sokkabandinu, sem var rokkband á áttunda áratugnum og afi var í lúðrasveitinni. Þegar ég var í níunda bekk byrjaði ég í kjallarahljómveit með vinum mínum og ég fór og spilaði á aldrei fór ég Suður þegar ég var í níunda bekk.“ Úlfur mætti með gítarinn sinn í áheyrnarprufurnar og flutti þar lag sem hann samdi sjálfur. Lagið er sprottið út frá persónulegri reynslu. „Mamma mín og pabbi voru í mikilli neyslu þegar ég var lítill og ég missti þau þegar ég var bara „baby“. Þannig að þetta er svolítið um það, og líka kanski mína upplifun af lífinu,“ sagði Úlfur áður en hann hóf flutninginn. „Ég var 12 ára þegar pabbi minn dó, 15 ára þegar mamma mín dó. En ég var ættleiddur þegar ég var 7 ára.“ Saga Úlfs og flutningur hans á laginu fangaði hug og hjörtu dómnefndarinnar. Sjálfur átti Úlfur erfitt með að halda aftur af tárunum. „Ég er bara ástfanginn af þér, það er bara þannig. Ég er ekki ennþá búinn að hrista af mér gæsahúðina,“ sagði Herra Hnetusmjör áður en dómnefndin veitti Úlfi einróma já.
Idol Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira