Stuðningsmannahópar United birta kröfugerð fyrir nýja eigendur Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 16:31 Stuðningsmenn Manchester United eru með ýmsar kröfur fyrir mögulega nýja eigendur. Vísir/Getty Yfir fimmtíu stuðningsmannahópar Manchester United hafa birt lista með kröfum fyrir mögulega nýja eigendur félagsins. Eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan, tilkynntu fyrir nokkru að þeir íhuga að selja félagið eftir að hafa átt það í 17 ár. Glazier fjölskyldan hefur átt Manchester United síðan árið 2005 en í nóvember var greint frá því að þeir væru að skoða ýmsa möguleika varðandi félagið, meðal annars að selja það. Glazer-fjölskyldan er eflaust í hópi óvinsælustu eiganda íþróttaliðs í heiminum enda hefur hún tekið mikinn pening út úr félaginu í stað þess að fjárfesta í leikmönnum og aðbúnaði. Það er eflaust þess vegna sem stuðningsmannahóparnir vilja setja skýr mörk fyrir mögulega nýja eigendur. Í bréfi frá stuðningsmannahópunum er sagt að þeir vilji að nýir eigendur hlúi að félaginu og fjárfesti í því. Þeir segja að félagið sé meira en hver önnur auglýsingavara. Að skuldir félagsins verði borgaðar upp og gefið verði út meira hlutafé Að fjárfest verði í karla-, kvenna- og unglingaliðum félagsins sem og innviðum þess með það að markmiði að nútímavæða Old Trafford og æfingasvæði félagsins. Að stuðningsmenn geti eignast hlut í félaginu og eigi sæti í stjórn félagsins Að orðin „Football club“ verði aftur sett í merki félagsins á búningum leikmanna Að haldið verði áfram að þróa og styðja við kvennalið félagsins Að gefið verði loforð um að aldrei verði sótt um aðild að keppni sem líkist evrópsku Ofurdeildinni án samráðs við stuðningsmenn Að miðar á leiki séu á viðráðanlegu verði Undir bréfið skrifa stuðningsmannahópar eins og „Manchester United Supporters Trust (MUST) og „Manchester United Football Club Women´s Supports Club sem og ýmis félög innan sem utan Bretlandseyja. Þar kemur einnig fram að stuðningsmennirnir séu meira en tilbúnir til að aðstoða mögulega bjóðendur að skilja til hvers stuðningsmennirnir ætlist, til að auka líkurnar á að stuðningsmenn styðji við bakið á nýjum eigendum. Í frétt BBC kemur fram að ef Glazier fjölskyldan reyni að selja félagið, þá verði það gert næsta vor. Fjölskyldan keypti félagið á 790 milljónir punda árið 2005. Síðan þá hefur félagið eitt meira en milljarði punda í lánagreiðslur. Ítrekuð mótmæli hafa átt sér stað á síðustu árum til að mótmæla Glazier fjölskyldunni og stjórnarháttum hennar. Enski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira
Glazier fjölskyldan hefur átt Manchester United síðan árið 2005 en í nóvember var greint frá því að þeir væru að skoða ýmsa möguleika varðandi félagið, meðal annars að selja það. Glazer-fjölskyldan er eflaust í hópi óvinsælustu eiganda íþróttaliðs í heiminum enda hefur hún tekið mikinn pening út úr félaginu í stað þess að fjárfesta í leikmönnum og aðbúnaði. Það er eflaust þess vegna sem stuðningsmannahóparnir vilja setja skýr mörk fyrir mögulega nýja eigendur. Í bréfi frá stuðningsmannahópunum er sagt að þeir vilji að nýir eigendur hlúi að félaginu og fjárfesti í því. Þeir segja að félagið sé meira en hver önnur auglýsingavara. Að skuldir félagsins verði borgaðar upp og gefið verði út meira hlutafé Að fjárfest verði í karla-, kvenna- og unglingaliðum félagsins sem og innviðum þess með það að markmiði að nútímavæða Old Trafford og æfingasvæði félagsins. Að stuðningsmenn geti eignast hlut í félaginu og eigi sæti í stjórn félagsins Að orðin „Football club“ verði aftur sett í merki félagsins á búningum leikmanna Að haldið verði áfram að þróa og styðja við kvennalið félagsins Að gefið verði loforð um að aldrei verði sótt um aðild að keppni sem líkist evrópsku Ofurdeildinni án samráðs við stuðningsmenn Að miðar á leiki séu á viðráðanlegu verði Undir bréfið skrifa stuðningsmannahópar eins og „Manchester United Supporters Trust (MUST) og „Manchester United Football Club Women´s Supports Club sem og ýmis félög innan sem utan Bretlandseyja. Þar kemur einnig fram að stuðningsmennirnir séu meira en tilbúnir til að aðstoða mögulega bjóðendur að skilja til hvers stuðningsmennirnir ætlist, til að auka líkurnar á að stuðningsmenn styðji við bakið á nýjum eigendum. Í frétt BBC kemur fram að ef Glazier fjölskyldan reyni að selja félagið, þá verði það gert næsta vor. Fjölskyldan keypti félagið á 790 milljónir punda árið 2005. Síðan þá hefur félagið eitt meira en milljarði punda í lánagreiðslur. Ítrekuð mótmæli hafa átt sér stað á síðustu árum til að mótmæla Glazier fjölskyldunni og stjórnarháttum hennar.
Að skuldir félagsins verði borgaðar upp og gefið verði út meira hlutafé Að fjárfest verði í karla-, kvenna- og unglingaliðum félagsins sem og innviðum þess með það að markmiði að nútímavæða Old Trafford og æfingasvæði félagsins. Að stuðningsmenn geti eignast hlut í félaginu og eigi sæti í stjórn félagsins Að orðin „Football club“ verði aftur sett í merki félagsins á búningum leikmanna Að haldið verði áfram að þróa og styðja við kvennalið félagsins Að gefið verði loforð um að aldrei verði sótt um aðild að keppni sem líkist evrópsku Ofurdeildinni án samráðs við stuðningsmenn Að miðar á leiki séu á viðráðanlegu verði
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira