Flogið verður fjórum sinnum í viku frá Keflavíkurflugvelli með Boeing 757 þotum fram í miðjan október. Nú þegar býður Delta upp á flug frá Íslandi til New York og Minneapolis/St. Paul.
Alls verða því 36 flugferðir með Delta í hverri viku milli Íslands og Bandaríkjanna á næsta ári, alls 6.248 flugsæti. Delta hefur flogið frá Íslandi til New York frá því árið 2011.
„Hin auknu umsvif Delta endurspegla vinsældir Íslands sem áfangastaðar í Bandaríkjunum. Það sem af er þessu ári hafa bandarískir ferðamenn verið þriðjungur erlendra ferðamanna hér á landi samkvæmt upplýsingum Ferðamálastofu,“ segir í tilkynningu frá Delta.