Ásgeir hefur aldrei komið til Tene Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 7. desember 2022 12:01 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonast til að sjá aukinn sparnað í efnahagslífinu eftir áramótin. Stöð 2/Egill Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í lok síðasta mánaðar á afar viðkvæmum tímapunkti í kjaraviðræðum þáverandi samflots Starfsgreinasambandsins og VR við Samtök atvinnulífsins. VR sleit sig frá viðræðunum og vísaði meðal annars í vaxtahækkunina og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði Seðlabankann hafa skorað sjálfsmark. Ítarlegt viðtal við Ásgeir má sjá í klippunni að neðan. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir allt benda til þess að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans hafi verið rétt. „Við getum ekki látið hagsmunaaðila segja okkur fyrir verkum. Ef við förum þá braut er það hættuleg braut og ég held að það sé mun heiðarlegra að við bregðumst við fyrir samninga heldur en eftir þannig að við séum ekki að koma þeim á óvart.“ Fagnar framlengingu lífskjarasamningsins við SGS Það sé hlutverk Seðlabankans að tryggja að krónurnar sem samið er um haldi verðgildi sínum. „Það sem skiptir máli eins og staðan er núna er að við getum ekki séð lækkun vaxta og verðbólgu á sama tíma.“ Hann hefur trú á því að verðbólgan hafi toppað og muni lækka á næsta ári. Kjarasamningar til skamms tíma séu því skiljanlegir og hann telur að staðan í efnahagslífinu verði önnur þegar þeir renna sitt skeið. „Við fögnum því að lífskjarasamningurinn hafi verið þarna framlengdur. Sá samningur reyndist mjög vel. Skilað miklum ávinningi þannig við fögnum því að það hafi verið gert. Við sjáum að vísu að samningurinn felur í sér að fólk fær hækkanir strax í vasann sem að sumu leyti er þarna skiljanlegt í ljósi þess hvað hefur verið mikil verðbólga. Að því leyti til veltum við því fyrir okkur hvað fólk mun gera við þennan aukna pening en svona almennt séð erum við bjartsýn á að við náum að ná verðbólgu niður eftir áramót og við sjáum aukinn sparnað í efnahagslífinu þarna eftir að jólin eru búin og þetta gangi allt saman upp.“ Fólk viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir Óhætt er að segja að ummæli seðlabankastjóra um að tíðar tásumyndir á Tenerife í sambandi við mikla einkaneyslu landsmanna og þátt hennar í vaxtahækkuninni hafi farið öfugt ofan í marga. „Fólk er greinilega viðkvæmt fyrir þessu en þetta er samt satt. Einkaneysla er að aukast mjög hratt. Alveg gríðarlega hratt.“ Aðspurður hvort hann sjálfur hafi farið til Tenerife segir Ásgeir svo ekki vera. „Nei en mér er sagt að það sé ágætt að vera þar. En aldrei farið þangað sjálfur.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Kjaramál Kanaríeyjar Tengdar fréttir Áhætta tengd fjármálastöðugleika hefur vaxið, segir Seðlabankinn Aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum hefur farið versnandi fyrir íslensk fjármálafyrirtæki og þá hefur vaxandi innlend eftirspurn leitt til meiri viðskiptahalla. Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hefur því vaxið, að sögn Seðlabanka Íslands. 7. desember 2022 08:40 Bein útsending: Gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun gera grein fyrir yfirlýsingu sinni sem birt var í morgun á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. 7. desember 2022 09:01 Áhætta tengd fjármálastöðugleika hafi vaxið „Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan ytra kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Mikil verðbólga er í helstu viðskiptalöndum okkar og seðlabankar þar hafa enn hert aðhaldsstig peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika.“ 7. desember 2022 08:35 Verðbólgan mjakast lítillega niður á við Verðbólga síðustu tólf mánaða lækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,3 prósent en stóð í 9,4 prósent í síðasta mánuði. 29. nóvember 2022 09:07 Heimilin bregðast við hærri vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð íbúðalán Hækkandi vaxtastig til að reyna stemma stigu við mikilli verðbólgu hefur þýtt að heimilin eru núna í fyrsta sinn frá því í árslok 2017 að sækjast í meira mæli eftir verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum hjá bönkunum. Seðlabankastjóri hefur margsinnis varað við endurkomu verðtryggingarinnar á íbúðalánamarkaði, sem myndi meðal annars draga úr virkni peningastefnunnar, ef verðbólgan fer að festa sig í sessi. 29. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í lok síðasta mánaðar á afar viðkvæmum tímapunkti í kjaraviðræðum þáverandi samflots Starfsgreinasambandsins og VR við Samtök atvinnulífsins. VR sleit sig frá viðræðunum og vísaði meðal annars í vaxtahækkunina og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði Seðlabankann hafa skorað sjálfsmark. Ítarlegt viðtal við Ásgeir má sjá í klippunni að neðan. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir allt benda til þess að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans hafi verið rétt. „Við getum ekki látið hagsmunaaðila segja okkur fyrir verkum. Ef við förum þá braut er það hættuleg braut og ég held að það sé mun heiðarlegra að við bregðumst við fyrir samninga heldur en eftir þannig að við séum ekki að koma þeim á óvart.“ Fagnar framlengingu lífskjarasamningsins við SGS Það sé hlutverk Seðlabankans að tryggja að krónurnar sem samið er um haldi verðgildi sínum. „Það sem skiptir máli eins og staðan er núna er að við getum ekki séð lækkun vaxta og verðbólgu á sama tíma.“ Hann hefur trú á því að verðbólgan hafi toppað og muni lækka á næsta ári. Kjarasamningar til skamms tíma séu því skiljanlegir og hann telur að staðan í efnahagslífinu verði önnur þegar þeir renna sitt skeið. „Við fögnum því að lífskjarasamningurinn hafi verið þarna framlengdur. Sá samningur reyndist mjög vel. Skilað miklum ávinningi þannig við fögnum því að það hafi verið gert. Við sjáum að vísu að samningurinn felur í sér að fólk fær hækkanir strax í vasann sem að sumu leyti er þarna skiljanlegt í ljósi þess hvað hefur verið mikil verðbólga. Að því leyti til veltum við því fyrir okkur hvað fólk mun gera við þennan aukna pening en svona almennt séð erum við bjartsýn á að við náum að ná verðbólgu niður eftir áramót og við sjáum aukinn sparnað í efnahagslífinu þarna eftir að jólin eru búin og þetta gangi allt saman upp.“ Fólk viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir Óhætt er að segja að ummæli seðlabankastjóra um að tíðar tásumyndir á Tenerife í sambandi við mikla einkaneyslu landsmanna og þátt hennar í vaxtahækkuninni hafi farið öfugt ofan í marga. „Fólk er greinilega viðkvæmt fyrir þessu en þetta er samt satt. Einkaneysla er að aukast mjög hratt. Alveg gríðarlega hratt.“ Aðspurður hvort hann sjálfur hafi farið til Tenerife segir Ásgeir svo ekki vera. „Nei en mér er sagt að það sé ágætt að vera þar. En aldrei farið þangað sjálfur.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Kjaramál Kanaríeyjar Tengdar fréttir Áhætta tengd fjármálastöðugleika hefur vaxið, segir Seðlabankinn Aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum hefur farið versnandi fyrir íslensk fjármálafyrirtæki og þá hefur vaxandi innlend eftirspurn leitt til meiri viðskiptahalla. Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hefur því vaxið, að sögn Seðlabanka Íslands. 7. desember 2022 08:40 Bein útsending: Gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun gera grein fyrir yfirlýsingu sinni sem birt var í morgun á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. 7. desember 2022 09:01 Áhætta tengd fjármálastöðugleika hafi vaxið „Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan ytra kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Mikil verðbólga er í helstu viðskiptalöndum okkar og seðlabankar þar hafa enn hert aðhaldsstig peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika.“ 7. desember 2022 08:35 Verðbólgan mjakast lítillega niður á við Verðbólga síðustu tólf mánaða lækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,3 prósent en stóð í 9,4 prósent í síðasta mánuði. 29. nóvember 2022 09:07 Heimilin bregðast við hærri vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð íbúðalán Hækkandi vaxtastig til að reyna stemma stigu við mikilli verðbólgu hefur þýtt að heimilin eru núna í fyrsta sinn frá því í árslok 2017 að sækjast í meira mæli eftir verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum hjá bönkunum. Seðlabankastjóri hefur margsinnis varað við endurkomu verðtryggingarinnar á íbúðalánamarkaði, sem myndi meðal annars draga úr virkni peningastefnunnar, ef verðbólgan fer að festa sig í sessi. 29. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Áhætta tengd fjármálastöðugleika hefur vaxið, segir Seðlabankinn Aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum hefur farið versnandi fyrir íslensk fjármálafyrirtæki og þá hefur vaxandi innlend eftirspurn leitt til meiri viðskiptahalla. Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hefur því vaxið, að sögn Seðlabanka Íslands. 7. desember 2022 08:40
Bein útsending: Gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun gera grein fyrir yfirlýsingu sinni sem birt var í morgun á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. 7. desember 2022 09:01
Áhætta tengd fjármálastöðugleika hafi vaxið „Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan ytra kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Mikil verðbólga er í helstu viðskiptalöndum okkar og seðlabankar þar hafa enn hert aðhaldsstig peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika.“ 7. desember 2022 08:35
Verðbólgan mjakast lítillega niður á við Verðbólga síðustu tólf mánaða lækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,3 prósent en stóð í 9,4 prósent í síðasta mánuði. 29. nóvember 2022 09:07
Heimilin bregðast við hærri vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð íbúðalán Hækkandi vaxtastig til að reyna stemma stigu við mikilli verðbólgu hefur þýtt að heimilin eru núna í fyrsta sinn frá því í árslok 2017 að sækjast í meira mæli eftir verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum hjá bönkunum. Seðlabankastjóri hefur margsinnis varað við endurkomu verðtryggingarinnar á íbúðalánamarkaði, sem myndi meðal annars draga úr virkni peningastefnunnar, ef verðbólgan fer að festa sig í sessi. 29. nóvember 2022 07:01