Fyrrum stjóri Alberts óvinsæll: „Lélegasti, falskasti og yfirlætislegasti þjálfari sem ég hef haft“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 07:31 Blessin (t.v.) var rekinn í vikunni. Hann var þjálfari Genoa þegar Albert gekk í raðir félagsins í janúar. Simone Arveda/Getty Images Federico Marchetti, fyrrum markvörður Genoa, liðs Alberts Guðmundssonar, fer ekki fögrum orðum um fráfarandi stjóra liðsins sem var rekinn í vikunni. Alexander Blessin var rekinn úr stöðu þjálfara hjá Genoa á þriðjudaginn var. Hann tók við liðinu í janúar á þessu ári og var sá sem fékk Albert til liðs við félagið á gluggadegi í lok janúar. Blessin mistókst að bjarga Genoa frá falli úr A-deildinni á Ítalíu í vor og var sagt upp eftir slakt gengi liðsins í B-deildinni. Genoa situr í sjötta sæti B-deildarinnar með 23 stig, níu stigum frá toppliði Frosinone. Marchetti hefur ekki hátt álit á kauða.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images 39 ára gamli markvörðurinn Marchetti var á mála hjá Genoa frá 2018 þar til í ár, en hann var varamarkvörður hjá liðinu þar lengst af, enda kominn af sínu léttasta skeiði. Hann var áður markvörður Lazio um árabil og var í landsliðshópi Ítalíu á EM 2016. Hann virðist hafa vægast sagt slakt álit á Blessin ef marka má ummæli sem hann setti við nýjustu færslu Blessin á samskiptamiðlinum Instagram. Marchetti hefur síðan fjarlægt ummælin sem lifa þó. „Þú ert lélegasti, falskasti og yfirlætislegasti þjálfari sem ég hef haft á mínum langa ferli,“ segir Marchetti í færslunni. „Þú gerðir grín að öllum Genóumönnum frá fyrsta degi, þú felldir lið sem hefði getað bjargað sér án fáránlegra fótboltahugmynda þinna,“ Federico Marchetti on ex-Genoa manager Alexander Blessin s last Instagram post. Safe to say he wasn t a fan of Blessin-ball pic.twitter.com/h9qI2fjRmy— Francesco (@FRANCESCalciO_) December 7, 2022 Fyrrum framherjinn Alberto Gilardino, sem vann HM með Ítalíu árið 2006, tók tímabundið við af Blessin en hann er þjálfari unglingaliðs Genoa. Hann stýrði Genoa til sigurs gegn Sudtirol í deildinni í gær þar sem Genoa vann langþráðan 2-0 sigur. Albert spilaði fyrstu 70 mínútur leiksins. Reynsluboltinn Claudio Ranieri er sagður vera í sigtinu hjá félaginu um að taka við af Blessin. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Alberts dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun Ítalski knattspyrnumaðurinn Manolo Portanova, leikmaður ítalska B-deildarliðsins Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna þátttöku sinnar í hópnauðgun. Brotið átti sér stað í maí á síðasta ári. 6. desember 2022 19:46 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Alexander Blessin var rekinn úr stöðu þjálfara hjá Genoa á þriðjudaginn var. Hann tók við liðinu í janúar á þessu ári og var sá sem fékk Albert til liðs við félagið á gluggadegi í lok janúar. Blessin mistókst að bjarga Genoa frá falli úr A-deildinni á Ítalíu í vor og var sagt upp eftir slakt gengi liðsins í B-deildinni. Genoa situr í sjötta sæti B-deildarinnar með 23 stig, níu stigum frá toppliði Frosinone. Marchetti hefur ekki hátt álit á kauða.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images 39 ára gamli markvörðurinn Marchetti var á mála hjá Genoa frá 2018 þar til í ár, en hann var varamarkvörður hjá liðinu þar lengst af, enda kominn af sínu léttasta skeiði. Hann var áður markvörður Lazio um árabil og var í landsliðshópi Ítalíu á EM 2016. Hann virðist hafa vægast sagt slakt álit á Blessin ef marka má ummæli sem hann setti við nýjustu færslu Blessin á samskiptamiðlinum Instagram. Marchetti hefur síðan fjarlægt ummælin sem lifa þó. „Þú ert lélegasti, falskasti og yfirlætislegasti þjálfari sem ég hef haft á mínum langa ferli,“ segir Marchetti í færslunni. „Þú gerðir grín að öllum Genóumönnum frá fyrsta degi, þú felldir lið sem hefði getað bjargað sér án fáránlegra fótboltahugmynda þinna,“ Federico Marchetti on ex-Genoa manager Alexander Blessin s last Instagram post. Safe to say he wasn t a fan of Blessin-ball pic.twitter.com/h9qI2fjRmy— Francesco (@FRANCESCalciO_) December 7, 2022 Fyrrum framherjinn Alberto Gilardino, sem vann HM með Ítalíu árið 2006, tók tímabundið við af Blessin en hann er þjálfari unglingaliðs Genoa. Hann stýrði Genoa til sigurs gegn Sudtirol í deildinni í gær þar sem Genoa vann langþráðan 2-0 sigur. Albert spilaði fyrstu 70 mínútur leiksins. Reynsluboltinn Claudio Ranieri er sagður vera í sigtinu hjá félaginu um að taka við af Blessin.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Alberts dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun Ítalski knattspyrnumaðurinn Manolo Portanova, leikmaður ítalska B-deildarliðsins Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna þátttöku sinnar í hópnauðgun. Brotið átti sér stað í maí á síðasta ári. 6. desember 2022 19:46 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Liðsfélagi Alberts dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun Ítalski knattspyrnumaðurinn Manolo Portanova, leikmaður ítalska B-deildarliðsins Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna þátttöku sinnar í hópnauðgun. Brotið átti sér stað í maí á síðasta ári. 6. desember 2022 19:46