„Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það“ Snorri Másson skrifar 9. desember 2022 07:31 Foreldrar sem rætt var við í Íslandi í dag voru á einu máli um að lengra fæðingarorlof væri heillaskref og að þar mætti ganga enn lengra, enda vilji margir hafa börn sín lengur hjá sér áður en þau eru látin á leikskóla. Fólki leist misvel á að fá heimagreiðslur fyrir að vera heima með börnin. Tilefni umræðunnar voru ummæli Margrétar Pálu Ólafsdóttur stofnanda Hjallastefnunnar sem sagði að gera þyrfti betur við tólf mánaða börn en að setja þau á leikskóla heilu vinnudagana á meðan foreldrarnir væru báðir á vinnumarkaði. Margrét Pála lagði meðal annars til að skoðuð yrði hugmyndin um heimagreiðslu eða fjölskyldugjald frá sveitarfélagi gegn því að barnið væri ekki sent á leikskóla. Viðmiðunarkostnaður fyrir eitt barn í mánuð nemur 470.000 krónum, þannig að foreldrar voru spurðir: Myndir þú taka greiðslu fyrir að vera heima með barninu? Tryggvi Þór Júlíusson, Jóhann Hrafn Sigurjónsson og Elínborg Hulda Gunnarsdóttir, foreldrar barna á leikskóla í Reykjavík, höfðu öll sitthvað að segja um þá hugmynd að greiða fólki fyrir að vera heima með börnum sínum. Vísir/Sigurjón „Persónulega hefði ég viljað vera miklu lengur heima með barnið. En það var ekki í boði. Ég fíla samt breytingarnar þar sem pabbinn fær meira orlof og svona,“ sagði Jóhann Hrafn Sigurjónsson, faðir Urðar, sem segist myndu þiggja fæðingarstyrk ef hann byðist. „Já, ég myndi segja já við því.“ Elínborg Hulda Gunnarsdóttir var námsmaður þegar dóttir hennar var lítil og var því með hana hjá dagmömmu og svo í leikskóla snemma. „Þannig að við þurftum að fara þessa leið og mér þótti það mjög leiðinlegt,“ segir Elínborg. Hefði hún viljað þiggja heimagreiðslu á þeim tíma? „Já, klárlega. Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það. Maður vill alveg sinna barninu sínu,“ segir Elínborg. Í innslaginu víxluðust nöfn Ástu Lovísu Arnórsdóttur og Elínborgar Huldu Gunnarsdóttur og er það hér með leiðrétt. Tryggvi Þór Júlíusson þæði ekki heimagreiðsluna sjálfur: „Nei, þá væri ég að tapa pening. Konan myndi kannski taka því.“ Albína Hulda Pálsdóttir hafnar hugmyndinni um heimastyrki alfarið: „Ég held að það væri hræðileg hugmynd fyrir kynjajafnrétti í landinu.“ Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ísland í dag Fæðingarorlof Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Tilefni umræðunnar voru ummæli Margrétar Pálu Ólafsdóttur stofnanda Hjallastefnunnar sem sagði að gera þyrfti betur við tólf mánaða börn en að setja þau á leikskóla heilu vinnudagana á meðan foreldrarnir væru báðir á vinnumarkaði. Margrét Pála lagði meðal annars til að skoðuð yrði hugmyndin um heimagreiðslu eða fjölskyldugjald frá sveitarfélagi gegn því að barnið væri ekki sent á leikskóla. Viðmiðunarkostnaður fyrir eitt barn í mánuð nemur 470.000 krónum, þannig að foreldrar voru spurðir: Myndir þú taka greiðslu fyrir að vera heima með barninu? Tryggvi Þór Júlíusson, Jóhann Hrafn Sigurjónsson og Elínborg Hulda Gunnarsdóttir, foreldrar barna á leikskóla í Reykjavík, höfðu öll sitthvað að segja um þá hugmynd að greiða fólki fyrir að vera heima með börnum sínum. Vísir/Sigurjón „Persónulega hefði ég viljað vera miklu lengur heima með barnið. En það var ekki í boði. Ég fíla samt breytingarnar þar sem pabbinn fær meira orlof og svona,“ sagði Jóhann Hrafn Sigurjónsson, faðir Urðar, sem segist myndu þiggja fæðingarstyrk ef hann byðist. „Já, ég myndi segja já við því.“ Elínborg Hulda Gunnarsdóttir var námsmaður þegar dóttir hennar var lítil og var því með hana hjá dagmömmu og svo í leikskóla snemma. „Þannig að við þurftum að fara þessa leið og mér þótti það mjög leiðinlegt,“ segir Elínborg. Hefði hún viljað þiggja heimagreiðslu á þeim tíma? „Já, klárlega. Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það. Maður vill alveg sinna barninu sínu,“ segir Elínborg. Í innslaginu víxluðust nöfn Ástu Lovísu Arnórsdóttur og Elínborgar Huldu Gunnarsdóttur og er það hér með leiðrétt. Tryggvi Þór Júlíusson þæði ekki heimagreiðsluna sjálfur: „Nei, þá væri ég að tapa pening. Konan myndi kannski taka því.“ Albína Hulda Pálsdóttir hafnar hugmyndinni um heimastyrki alfarið: „Ég held að það væri hræðileg hugmynd fyrir kynjajafnrétti í landinu.“
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ísland í dag Fæðingarorlof Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira