Fannar og Vala orðin hjón: Fékk sér húðflúr í staðinn fyrir hefðbundinn giftingarhring Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. desember 2022 18:00 Fannar og Vala giftu sig hjá sýslumanni ásamt börnunum sínum tveimur. Giftingahringinn lét Fannar húðflúra á sig, bæði af praktískum og rómantískum ástæðum. Mynd/Aðsend Sjónvarpsmaðurinn Fannar Sveinsson og hjúkrunarfræðingurinn Valgerður Kristjánsdóttir, eða Vala eins og hún er kölluð, giftu sig síðastliðinn föstudag hjá sýslumanni. Eva Ruza og Hjálmar Örn gáfu þau aftur saman um kvöldið heima hjá Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni auk þess sem Björn Jörundur og Daníel Ágúst tóku lagið. Fannar ákvað að láta húðflúra á sig giftingarhringinn. „Praktíska ástæðan er sú að ég þoli ekki að vera með svona aukadót á mér en rómantíska svarið er að til að hafa hann á mér út ævina. Blanda af þessu bæði,“ segir Fannar léttur í bragði um hringinn. „Sá sem tattúaði hann á mig er líka frændi minn, þannig að það er gaman að hann hafi gert það.“ Hjálmar og Eva Ruza gáfu hjónin aftur saman svo að fjölskyldan gæti verið með. Mynd/Aðsend Sýslumaður gaf þau saman á föstudag en Hjálmar Örn og Eva Ruza gáfu þau aftur saman í „þykjustunni“ um kvöldið fyrir fjölskyldur þeirra. Að sögn Fannars vildu þau að fjölskyldan fengi líka „þú mátt kyssa brúðurina“ móment. Daníel Ágúst og Björn Jörundur tóku einnig lagið. „Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá konunni og lagið Ég ætla að brosa er svona lagið okkar,“ segir Fannar. Björn Jörundur og Daníel Ágúst tóku lagið í veislunni, sem var haldin heima hjá Bergþóri og Alberti. Mynd/Aðsend Veislan sjálf fór fram heima hjá Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni, sem hafa síðastliðin ár boðið fólki að láta þá sjá um hvers kyns veislur, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir halda giftingaveislu. „Okkur langaði bara að gera eitthvað öðruvísi,“ segir Fannar en fjölskyldan vissi ekki af áætlunum hjónanna. „Þessi hugmynd kom bara upp þannig við höfðum samband og þeir voru meira en til. Þetta var æðislegt.“ Hjónin fögnuðu áfanganum í faðmi fjölskyldunnar. Mynd/Aðsend Ástin og lífið Húðflúr Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
„Praktíska ástæðan er sú að ég þoli ekki að vera með svona aukadót á mér en rómantíska svarið er að til að hafa hann á mér út ævina. Blanda af þessu bæði,“ segir Fannar léttur í bragði um hringinn. „Sá sem tattúaði hann á mig er líka frændi minn, þannig að það er gaman að hann hafi gert það.“ Hjálmar og Eva Ruza gáfu hjónin aftur saman svo að fjölskyldan gæti verið með. Mynd/Aðsend Sýslumaður gaf þau saman á föstudag en Hjálmar Örn og Eva Ruza gáfu þau aftur saman í „þykjustunni“ um kvöldið fyrir fjölskyldur þeirra. Að sögn Fannars vildu þau að fjölskyldan fengi líka „þú mátt kyssa brúðurina“ móment. Daníel Ágúst og Björn Jörundur tóku einnig lagið. „Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá konunni og lagið Ég ætla að brosa er svona lagið okkar,“ segir Fannar. Björn Jörundur og Daníel Ágúst tóku lagið í veislunni, sem var haldin heima hjá Bergþóri og Alberti. Mynd/Aðsend Veislan sjálf fór fram heima hjá Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni, sem hafa síðastliðin ár boðið fólki að láta þá sjá um hvers kyns veislur, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir halda giftingaveislu. „Okkur langaði bara að gera eitthvað öðruvísi,“ segir Fannar en fjölskyldan vissi ekki af áætlunum hjónanna. „Þessi hugmynd kom bara upp þannig við höfðum samband og þeir voru meira en til. Þetta var æðislegt.“ Hjónin fögnuðu áfanganum í faðmi fjölskyldunnar. Mynd/Aðsend
Ástin og lífið Húðflúr Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp