Einhliða yfirlýsingar ekki heiðarlegt svar við erfiðum málum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2022 19:30 Sigríður segir einhliða yfirlýsingar ekki heiðarlega leið til að svara fyrir erfið mál. vísir/samsett Samfélagið ætti ekki að sætta sig við einhliða yfirlýsingar kjörinna fulltrúa eða forsvarsmanna fyrirtækja í málum er varða almenning. Þetta segir formaður blaðamannafélagsins sem telur yfirlýsingar þeirra á samfélagsmiðlum ekki heiðarlega leið til að svara fyrir erfið mál. Hér áður fyrr þegar kjörnir fulltrúar eða forstjórar fyrirtækja þurftu að svara fyrir erfið mál mættu þeir í viðtöl og svöruðu spurningum fréttamanna. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur þetta að sumu leyti breyst því aldrei hefur verið auðveldara að stýra umræðunni með einhliða yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Við sjáum dæmi. Þegar Samgönguráðherra var sakaður um að hafa viðhaft rasísk ummæli svaraði hann ekki símtölum fréttamanna, setti yfirlýsingu á Facebook og sagði að þar með væri hann búinn að svara fyrir málið. Yfirlýsing Sigurðar Inga.skjáskot „Ég er búinn að svara,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi daginn eftir að hann birti færsluna. Búið að svara fyrir málið? Þegar nýsköpunarráðherra var gagnrýnd fyrir umdeilt læk svaraði hún heldur ekki símtölum en sendi frá sér yfirlýsingu. Það gerði einnig framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags á föstudaginn eftir nokkra klukkutíma í felum og nú síðast forstjóri Brims í dag þegar hann vitnaði í stutta yfirlýsingu senda af almannatengslafyrirtæki og sagði að þar með væri búið að svara fyrir málið. Þrátt fyrir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi í síðasta mánuði sagt að auka þyrfti gagnsæi og sinna samfélaginu með trúverðugu samtali. Formaður blaðamannafélagsins hefur merkt þessa hegðun í auknum mæli. „Það segir sig sjálft að stöðuuppfærsla eða einhver yfirlýsing eins og þetta er alltaf bara einhliða. Þetta er voðalega þægileg leið ef þú ert hræddur við að koma og reyna að svara spurningum, þá er þetta kannski auðveldasta leiðin en þetta er ekki heiðarlegasta leiðin,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins. Sérstaklega á tímum þar sem mikil krafa er um gagnsæi og virkt samtal eins og fram kemur á nokkrum stöðum í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Almenningur ætti kannski að láta meira í sér heyra þegar svona gerist vegna þess að blaðamenn eru alltaf að reyna að ná í upplýsingar og fá svar við spurningum sem almenningur er að spyrja sig. Að þetta skuli vera látið óátalið er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að stöðva.“ Fjölmiðlar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Hér áður fyrr þegar kjörnir fulltrúar eða forstjórar fyrirtækja þurftu að svara fyrir erfið mál mættu þeir í viðtöl og svöruðu spurningum fréttamanna. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur þetta að sumu leyti breyst því aldrei hefur verið auðveldara að stýra umræðunni með einhliða yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Við sjáum dæmi. Þegar Samgönguráðherra var sakaður um að hafa viðhaft rasísk ummæli svaraði hann ekki símtölum fréttamanna, setti yfirlýsingu á Facebook og sagði að þar með væri hann búinn að svara fyrir málið. Yfirlýsing Sigurðar Inga.skjáskot „Ég er búinn að svara,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi daginn eftir að hann birti færsluna. Búið að svara fyrir málið? Þegar nýsköpunarráðherra var gagnrýnd fyrir umdeilt læk svaraði hún heldur ekki símtölum en sendi frá sér yfirlýsingu. Það gerði einnig framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags á föstudaginn eftir nokkra klukkutíma í felum og nú síðast forstjóri Brims í dag þegar hann vitnaði í stutta yfirlýsingu senda af almannatengslafyrirtæki og sagði að þar með væri búið að svara fyrir málið. Þrátt fyrir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi í síðasta mánuði sagt að auka þyrfti gagnsæi og sinna samfélaginu með trúverðugu samtali. Formaður blaðamannafélagsins hefur merkt þessa hegðun í auknum mæli. „Það segir sig sjálft að stöðuuppfærsla eða einhver yfirlýsing eins og þetta er alltaf bara einhliða. Þetta er voðalega þægileg leið ef þú ert hræddur við að koma og reyna að svara spurningum, þá er þetta kannski auðveldasta leiðin en þetta er ekki heiðarlegasta leiðin,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins. Sérstaklega á tímum þar sem mikil krafa er um gagnsæi og virkt samtal eins og fram kemur á nokkrum stöðum í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Almenningur ætti kannski að láta meira í sér heyra þegar svona gerist vegna þess að blaðamenn eru alltaf að reyna að ná í upplýsingar og fá svar við spurningum sem almenningur er að spyrja sig. Að þetta skuli vera látið óátalið er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að stöðva.“
Fjölmiðlar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira