Tölvuleikjafíkn – þarf eitthvað að hafa áhyggjur? Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 14. desember 2022 09:00 Dómstólar í Canada munu á næstu mánuðum skera úr ágreiningi þarlendra foreldra við Epic Games, framleiðanda Fortnite tölvuleikjarins. Foreldrarnir stefndu fyrirtækinu á grundvelli þess að leikurinn væri ávanabindandi. Börnin þeirra þrjú væru að berjast við hegðunarfíknavanda eða tölvuleikjafíkn eftir að hafa ánetjast leiknum. Hegðunarfíkn er tiltölulega nýtt hugtak. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem hugtakinu hegðunarfíkn var bætt við opinbera flokkun geðrænna greininga (DSM-5) og árið í 2019 í alþjóðlega tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD-11). Samkvæmt þessum sömu stöðlum eru tvær hegðunarfíknir skráðar sem slíkar: fjárhættuspilafíkn og tölvuleikjafíkn. Þess má geta að annars konar „hegðunarfíkn“ sem í daglegu tali er oft vísað til, eins og kynlífsfíkn, matarfíkn og átröskun eru ekki viðurkenndar sem hegðunarfíknir samkvæmt opinberum stöðlum. Meginástæðan er skortur á viðurkenndum rannsóknum og sönnunum þess efnis. Margir telja hinsvegar að stutt sé í að internetfíkn verði skilgreind sem slík og bætt við næstu opinberu flokkun eða DSM-6. Þegar er hægt að finna sumarnámskeið fyrir börn frá sjö ára aldri sem berjast við tölvuleikjafíkn og internetfíkn, og meðferðarstöðvum fyrir tölvuleikjafíkn hefur skotið upp eins og gorkúlum. Það þarf ekki annað en slá inn leitarorðinu „Gaming Treatment Center“. Eins og með aðra fíknisjúkdóma má ætla að hættan aukist því yngri sem neysla eða notkun hefst. Hvað er þá til ráða? Fyrir utan að stefna Epic Games eins og foreldrarnir í Canada, er mikilvægt að fræða börn og unglinga og reyna að seinka eða takmarka aðgang að tölvuleikjum og internetinu. Í öllu falli er þetta [vanda]mál sem þarf að horfast í augu við og opna umræðuna fyrir. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College og rithöfundur. Heimildir: https://www.lemonde.fr/pixels/article/2022/12/12/accuse-de-creer-une-dependance-le-jeu-video-fortnite-poursuivi-en-justice_6154067_4408996.htmlhttps://www.who.int/standards/classifications/frequently-asked-questions/gaming-disorderhttps://www.psychiatry.org/patients-families/internet-gaminghttps://www.summerlandcamps.com/gaming-addiction/summer-camp-video-game-addiction/https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3480687/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Dómstólar í Canada munu á næstu mánuðum skera úr ágreiningi þarlendra foreldra við Epic Games, framleiðanda Fortnite tölvuleikjarins. Foreldrarnir stefndu fyrirtækinu á grundvelli þess að leikurinn væri ávanabindandi. Börnin þeirra þrjú væru að berjast við hegðunarfíknavanda eða tölvuleikjafíkn eftir að hafa ánetjast leiknum. Hegðunarfíkn er tiltölulega nýtt hugtak. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem hugtakinu hegðunarfíkn var bætt við opinbera flokkun geðrænna greininga (DSM-5) og árið í 2019 í alþjóðlega tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD-11). Samkvæmt þessum sömu stöðlum eru tvær hegðunarfíknir skráðar sem slíkar: fjárhættuspilafíkn og tölvuleikjafíkn. Þess má geta að annars konar „hegðunarfíkn“ sem í daglegu tali er oft vísað til, eins og kynlífsfíkn, matarfíkn og átröskun eru ekki viðurkenndar sem hegðunarfíknir samkvæmt opinberum stöðlum. Meginástæðan er skortur á viðurkenndum rannsóknum og sönnunum þess efnis. Margir telja hinsvegar að stutt sé í að internetfíkn verði skilgreind sem slík og bætt við næstu opinberu flokkun eða DSM-6. Þegar er hægt að finna sumarnámskeið fyrir börn frá sjö ára aldri sem berjast við tölvuleikjafíkn og internetfíkn, og meðferðarstöðvum fyrir tölvuleikjafíkn hefur skotið upp eins og gorkúlum. Það þarf ekki annað en slá inn leitarorðinu „Gaming Treatment Center“. Eins og með aðra fíknisjúkdóma má ætla að hættan aukist því yngri sem neysla eða notkun hefst. Hvað er þá til ráða? Fyrir utan að stefna Epic Games eins og foreldrarnir í Canada, er mikilvægt að fræða börn og unglinga og reyna að seinka eða takmarka aðgang að tölvuleikjum og internetinu. Í öllu falli er þetta [vanda]mál sem þarf að horfast í augu við og opna umræðuna fyrir. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College og rithöfundur. Heimildir: https://www.lemonde.fr/pixels/article/2022/12/12/accuse-de-creer-une-dependance-le-jeu-video-fortnite-poursuivi-en-justice_6154067_4408996.htmlhttps://www.who.int/standards/classifications/frequently-asked-questions/gaming-disorderhttps://www.psychiatry.org/patients-families/internet-gaminghttps://www.summerlandcamps.com/gaming-addiction/summer-camp-video-game-addiction/https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3480687/
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun