„Við getum sjálfum okkur um kennt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2022 23:30 Björgvin Páll Gústavsson var grautfúll eftir tap Vals gegn Ystads í Evrópukeppninni í handbolta í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, sagðist vera grautfúll eftir þriggja marka tap liðsins gegn Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. „Þetta er búið að vera svolítið sama sagan í seinustu þremur Evrópuleikjum. Við erum náttúrulega grautfúlir með þetta og erum inni í þessum leik lengi vel,“ sagði Björgvin Páll eftir tapið í kvöld. „Það sem kannski fer með þetta er að við skilum þessu ekki í betri stöðu í hálfleikinn. Við spilum vel í fyrri hálfleik og hefðum getað verið með tvö til þrjú mörk þar. Svo koma bara gæði hjá þeim, Kim [Anersson] náttúrulega ótrúlega öflugur á mikilvægum augnablikum.“ „Við getum sjálfum okkur um kennt svolítið. Við misstum þetta bara aðeins frá okkur og orkustigið féll. Við missum Benna [Benedikt Gunnar Óskarsson] út af og við erum margir á annari löppinni, en það er alveg sama, við eigum að skila betri leik í heildina. Við eru bara grautfúlir með þetta.“ Björgvin benti á að Valsmenn hafi getað sjálfum sér um kennt eftir leikinn og nefnir þar á meðal hvernig liðið hljóp til baka í kvöld. „Við hlaupum illa til baka í fyrri hálfleik, missum það aðeins, og á lykilaugnablikum þar sem við getum kominst inn í þetta í seinni hálfleik þá svona klúðrum við þessu aðeins. Það koma dauðafæri og ég tek allt of langan kafla þar sem ég ver ekki bolta þannig þetta er sitt lítið af hverju.“ „Sitt lítið af hverju er bara aðeins of mikið í þessari keppni.“ Þá segir Björgvin einnig að það hafa dregið aðeins tennurnar úr Valsmönnum þegar gestirnir náðu forystunni á seinustu sekúndu fyrri hálfleiksins. „Já sérstaklega af því að við vorum með góða stöðu í hálfleiknum og okkur leið rosalega vel þegar það voru kannski tíu til tuttugu mínútur búnar af fyrri hálfleik. En þetta er erfið keppni og þetta eru 60 góðar mínútur sem þú þarft að spila til að ná í stig í þessari keppni.“ „Við erum ekki búnir að ná 60 góðum mínútum í seinustu leikjum og við þurfum að bæta það og setja aðeins í gírinn. Það er einn leikur eftir á árinu hjá okkur og við ætlum að gera það vel.“ Valsmenn lentu í miklu basli á köflum í síðari hálfleik og í eitt skiptið skoruðu gestirnir fimm mörk í röð. Björgvin segir að sínir menn hafi reynt ýmislegt, en fátt gengið á þeim tímapunkti. „Við prófum ýmsar varnir og náum ekki alveg að leysa það. Auðvitað erum við með menn í vörninni sem spila ekkert ofboðslega mikla vörn. Við förum í 4-2 vörn og erum að prófa ýmislegt, en Svíarnir leystu það bara ágætlega. Þeir eru með gott lið og frábæra handboltamenn og þessir þrír fyrir utan leystu okkar hluti mjög vel. Þá þarf ég líka bara að vera betri fyrir aftan á sama tíma.“ Þá segir Björgvin að þessi umrædda 4-2 vörn sé ekki eitthvað sem Valsliðið hefur æft mikið. „Við bara byrjuðum á þessu í þessari viku og þetta leit vel út hjá okkur. Fyrsta skipti sem við fórum í þetta í fyrri hálfleik þá missa þeir hann út af þannig það tókst vel það sem við ætluðum að gera. En svo er þetta þannig vörn að það tekur smá tíma að leysa hana, en svo koma þeir og ná að leysa hana í restina.“ „En eins og ég segi þá prófuðum margt og gerðum margt og gáfum allt í þetta. Þess vegna er enn meira svekkjandi að vera svona þreyttur og búinn á því og tapa svona tæpum leik eins og í seinustu þrem leikjum líka.“ Evrópudeildin fer nú í langa pásu, enda er heimsmeistaramótið handan við hornið. Valsmenn mæta aftur til leiks í Evrópudeildinni þann 7. febrúar og Björgvin hefur mikla trú á sínu liði. „Við getum unnið öll lið sem við viljum vinna. Sérstaklega ef við verðum komnir með fullan mannskap og allt það. En við erum ekki bara að spila á fáum mönnum, heldur á meiddum mönnum líka. Þess vegna verðum við að hrósa gaurunum em eru að pína sig í gegnum allskonar sársauka. Þetta er smá svona stórmótsfílingur. Menn eru gjörsamlega að jarða sig viku eftir viku og eru með fókusinn á einn leik í viðbót og svo getum við farið í jólafrí og farið að æfa aðeins,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
„Þetta er búið að vera svolítið sama sagan í seinustu þremur Evrópuleikjum. Við erum náttúrulega grautfúlir með þetta og erum inni í þessum leik lengi vel,“ sagði Björgvin Páll eftir tapið í kvöld. „Það sem kannski fer með þetta er að við skilum þessu ekki í betri stöðu í hálfleikinn. Við spilum vel í fyrri hálfleik og hefðum getað verið með tvö til þrjú mörk þar. Svo koma bara gæði hjá þeim, Kim [Anersson] náttúrulega ótrúlega öflugur á mikilvægum augnablikum.“ „Við getum sjálfum okkur um kennt svolítið. Við misstum þetta bara aðeins frá okkur og orkustigið féll. Við missum Benna [Benedikt Gunnar Óskarsson] út af og við erum margir á annari löppinni, en það er alveg sama, við eigum að skila betri leik í heildina. Við eru bara grautfúlir með þetta.“ Björgvin benti á að Valsmenn hafi getað sjálfum sér um kennt eftir leikinn og nefnir þar á meðal hvernig liðið hljóp til baka í kvöld. „Við hlaupum illa til baka í fyrri hálfleik, missum það aðeins, og á lykilaugnablikum þar sem við getum kominst inn í þetta í seinni hálfleik þá svona klúðrum við þessu aðeins. Það koma dauðafæri og ég tek allt of langan kafla þar sem ég ver ekki bolta þannig þetta er sitt lítið af hverju.“ „Sitt lítið af hverju er bara aðeins of mikið í þessari keppni.“ Þá segir Björgvin einnig að það hafa dregið aðeins tennurnar úr Valsmönnum þegar gestirnir náðu forystunni á seinustu sekúndu fyrri hálfleiksins. „Já sérstaklega af því að við vorum með góða stöðu í hálfleiknum og okkur leið rosalega vel þegar það voru kannski tíu til tuttugu mínútur búnar af fyrri hálfleik. En þetta er erfið keppni og þetta eru 60 góðar mínútur sem þú þarft að spila til að ná í stig í þessari keppni.“ „Við erum ekki búnir að ná 60 góðum mínútum í seinustu leikjum og við þurfum að bæta það og setja aðeins í gírinn. Það er einn leikur eftir á árinu hjá okkur og við ætlum að gera það vel.“ Valsmenn lentu í miklu basli á köflum í síðari hálfleik og í eitt skiptið skoruðu gestirnir fimm mörk í röð. Björgvin segir að sínir menn hafi reynt ýmislegt, en fátt gengið á þeim tímapunkti. „Við prófum ýmsar varnir og náum ekki alveg að leysa það. Auðvitað erum við með menn í vörninni sem spila ekkert ofboðslega mikla vörn. Við förum í 4-2 vörn og erum að prófa ýmislegt, en Svíarnir leystu það bara ágætlega. Þeir eru með gott lið og frábæra handboltamenn og þessir þrír fyrir utan leystu okkar hluti mjög vel. Þá þarf ég líka bara að vera betri fyrir aftan á sama tíma.“ Þá segir Björgvin að þessi umrædda 4-2 vörn sé ekki eitthvað sem Valsliðið hefur æft mikið. „Við bara byrjuðum á þessu í þessari viku og þetta leit vel út hjá okkur. Fyrsta skipti sem við fórum í þetta í fyrri hálfleik þá missa þeir hann út af þannig það tókst vel það sem við ætluðum að gera. En svo er þetta þannig vörn að það tekur smá tíma að leysa hana, en svo koma þeir og ná að leysa hana í restina.“ „En eins og ég segi þá prófuðum margt og gerðum margt og gáfum allt í þetta. Þess vegna er enn meira svekkjandi að vera svona þreyttur og búinn á því og tapa svona tæpum leik eins og í seinustu þrem leikjum líka.“ Evrópudeildin fer nú í langa pásu, enda er heimsmeistaramótið handan við hornið. Valsmenn mæta aftur til leiks í Evrópudeildinni þann 7. febrúar og Björgvin hefur mikla trú á sínu liði. „Við getum unnið öll lið sem við viljum vinna. Sérstaklega ef við verðum komnir með fullan mannskap og allt það. En við erum ekki bara að spila á fáum mönnum, heldur á meiddum mönnum líka. Þess vegna verðum við að hrósa gaurunum em eru að pína sig í gegnum allskonar sársauka. Þetta er smá svona stórmótsfílingur. Menn eru gjörsamlega að jarða sig viku eftir viku og eru með fókusinn á einn leik í viðbót og svo getum við farið í jólafrí og farið að æfa aðeins,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira