Vinningarnir voru dregnir út í svokallaðri milljónaveltu í útdrætti desembermánaðar. Þá fengu tveir til viðbótar hæsta vinning í aðalútdrætti. Annar þeirra átti tvöfaldan miða og fékk því tíu milljónir fyrir en hinn fær fimm milljónir á einfaldan miða.
Sjö miðaeigendur fengu eina milljón hver og sextán miðaeigendur fengu hálfa milljón á mann. Vinningshafar í desember skipta með sér samtals 156 milljónum, að því er fram kemur í tilkynningu frá HHÍ.