Óskar Hrafn um Klæmint: Við höfum saknað þess að hafa hreinræktaða níu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2022 08:31 Klæmint Olsen fagnar marki sínu á móti Spáni í undankeppni EM. Getty/Boris Streubel Færeyski markaskorarinn Klæmint Andrasson Olsen er orðinn leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks en hann kemur til Blika á eins árs lánsamningi og skiptir úr Betri deildinni í Færeyjum yfir í Bestu deildina á Íslandi. Klæmint hefur leikið 373 leiki fyrir NSI í Betri deildinni í Færeyjum og skorað í þeim 230 mörk. Hann varð fyrstur til að skora tvö hundruð mörk í efstu deild í Færeyjum, hefur orðið markakóngur deildarinnar sex sinnum og er markahæsti landsliðsmaður Færeyja frá upphafi með tíu mörk. Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Blika, um nýja leikmanninn. „Hann gefur okkur bara gæði inn í teignum. Þetta er margreyndur markaskorari með mikla reynslu, bæði úr færeysku deildinni en síðan hefur hann líka skorað og staðið sig í Evrópukeppninni með NSÍ Runavík,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Við búumst við að við fáum markaskorara og svona sanna níu,“ sagði Óskar Hrafn. Þetta er annar Færeyingurinn á stuttum tíma sem kemur til Breiðabliks því áður hafði liðið fengið Patrik Johannesen frá Keflavík. Eru hann og Klæmint líkir leikmenn? „Nei, eina sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir eru Færeyingar. Patrik er allt öðruvísi því hann vinnur meira fyrir aftan Klæmint og í rauninni alhliða sóknarmaður. Hann getur líka spilað framarlega á miðjunni,“ sagði Óskar Hrafn. „Við sjáum þá ekki sem sama leikmanninn því Klæmint er hreinræktuð nía sem við höfum ekki haft síðan að Árni Vil var. Árni var kannski ekki einu sinni hreinræktuð nía því hann gerði margt annað. Ég myndi því segja síðan Thomas Mikkelsen fór af landi brott,“ sagði Óskar. „Við höfum saknað þess að hafa svoleiðis mann og þótt að Ísak [Snær Þorvaldsson] væri frábær í teignum þá var hann heldur ekki hreinræktuð nía. Þetta er vonandi enn eitt vopnið í vopnabúrið okkar,“ sagði Óskar. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Klæmint hefur leikið 373 leiki fyrir NSI í Betri deildinni í Færeyjum og skorað í þeim 230 mörk. Hann varð fyrstur til að skora tvö hundruð mörk í efstu deild í Færeyjum, hefur orðið markakóngur deildarinnar sex sinnum og er markahæsti landsliðsmaður Færeyja frá upphafi með tíu mörk. Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Blika, um nýja leikmanninn. „Hann gefur okkur bara gæði inn í teignum. Þetta er margreyndur markaskorari með mikla reynslu, bæði úr færeysku deildinni en síðan hefur hann líka skorað og staðið sig í Evrópukeppninni með NSÍ Runavík,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Við búumst við að við fáum markaskorara og svona sanna níu,“ sagði Óskar Hrafn. Þetta er annar Færeyingurinn á stuttum tíma sem kemur til Breiðabliks því áður hafði liðið fengið Patrik Johannesen frá Keflavík. Eru hann og Klæmint líkir leikmenn? „Nei, eina sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir eru Færeyingar. Patrik er allt öðruvísi því hann vinnur meira fyrir aftan Klæmint og í rauninni alhliða sóknarmaður. Hann getur líka spilað framarlega á miðjunni,“ sagði Óskar Hrafn. „Við sjáum þá ekki sem sama leikmanninn því Klæmint er hreinræktuð nía sem við höfum ekki haft síðan að Árni Vil var. Árni var kannski ekki einu sinni hreinræktuð nía því hann gerði margt annað. Ég myndi því segja síðan Thomas Mikkelsen fór af landi brott,“ sagði Óskar. „Við höfum saknað þess að hafa svoleiðis mann og þótt að Ísak [Snær Þorvaldsson] væri frábær í teignum þá var hann heldur ekki hreinræktuð nía. Þetta er vonandi enn eitt vopnið í vopnabúrið okkar,“ sagði Óskar.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki