Handbolti

Tuttugu og eitt ís­lenskt mark í sigri Mag­deburg í París

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon kom að 14 mörkum í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon kom að 14 mörkum í kvöld. Vísir/Getty

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru svo sannarlega allt í öllu í naumum sigri Magdeburg á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur í París 33-37.

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir koma fullir sjálfstrausts inn í HM í handbolta sem fram fer í janúar. Þeir áttu sannkallaðan stórleik í kvöld þegar Magdeburg vann mikilvægan sigur á sterku liði PSG.

Heimaliðið var sterkara í fyrri hálfleik og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, staðan þá 19-15. Í síðari hálfleik reyndust gestirnir mun sterkari og fór íslenska tvíeykið mikinn í endurkomu Magdeburg. Á endanum fór það svo að Magdeburg vann fjögurra marka sigur, lokatölur 33-37.

Ómar Ingi skoraði 12 mörk og gaf 2 stoðsendingar og þá skoraði Gísli Þorgeir 9 mörk og gaf 2 stoðendingar.

Sigurinn þýðir að Magdeburg er nú í 3. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með 14 stig á meðan PSG er á toppnum með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×