Melsungen vann þriggja marka sigur á Minden í kvöld, lokatölur 31-28. Elvar Örn skoraði fimm mörk í liði Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson bætti við einu til viðbótar.
Hákon Daði Styrmisson skoraði fjögur mörk í liði Gummersbach sem tapaði með sjö marka mun gegn Hannover, 27-34. Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach í leiknum.
Melsungen er í 8. sæti deildarinnar með 18 stig að loknum 17 leikjum. Gummersbach er sæti neðar með 16 stig.