Kiel reyndist of stór biti fyrir Álaborg í kvöld. Aron átti þó einkar góðan leik og skoraði fjögur mörk ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar. Það dugði þó ekki þar sem heimaliðið skoraði aðeins 26 mörk gegn 30 mörkum gestanna.
Álaborg er í 6. sæti B-riðils með aðeins sjö stig að loknum 10 leikjum.
Bjarki Már gerði fjögur mörk í 31-31 jafntefli Veszprém gegn Dinamo Búkarest á útivelli. Veszprém jafnaði París Saint-Germain að stigum á toppi A-riðils með jafntefli kvöldsins, bæði lið með 16 stig að loknum 10 leikjum.

Hvorki Viktor Gísli Hallgrímsson né Haukur Þrastarson léku með sínum liðum vegna meiðsla.