Kannast ekki við meint hundrað milljóna loforð aðstoðarmanns Kristín Ólafsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 16. desember 2022 14:01 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki rétt að aðstoðarmaður hans hafi lofað ÍBV hundrað milljóna króna styrk vegna tekjubrests í kórónuveirufaraldrinum. Það sé hvorki hlutverk hans, ráðherrans, né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum fjárhæðum. Fjárlaganefnd fari með úthlutunarvald í málaflokknum. Greint var frá því í gær að Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV hefði sent fjárlaganefnd erindi, þar sem hann óskaði eftir því að nefndin tryggði að ríkið greiddi félaginu sextíu milljóna króna eftirstöðvar af hundrað milljóna króna styrk. Haraldur hélt því enn fremur fram að aðstoðarmaður Ásmundar Einars hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Ásmundur Einar segir í samtali við fréttastofu að fjárlaganefnd hafi vissulega samþykkt fjárveitingu sem ætluð var íþróttafélögum sem urðu fyrir tapi í kórónuveirufaraldrinum, eins og ÍBV. „Hins vegar var það þannig að skilaboðin sem samþykkt voru á Alþingi kölluðu á það að við færum í samtal við fleiri íþróttafélög. Úr því varð miklu stærri úthlutun sem er nú búið að samþykkja fjárveitingar til upp á hátt í hálfan milljarð, sem þetta rennur inn í. Og er til allra íþróttafélaga og þar með ÍBV,“ segir Ásmundur. Hreinlega ekki rétt að aðstoðarmaðurinn hafi lofað peningnum Þannig að ÍBV fær engan sérdíl þarna? „Ja, það er þannig eins og ég segi að fjárlaganefnd samþykkti ákveðnar fjárhæðir þarna og það var með þeim skilyrðum að við ættum að skoða þetta í víðara samhengi. Það gerðum við og unnum eftir því. En hins vegar skil ég vel stöðu ÍBV sem voru búin að undirbúa þjóðhátíð og allt slikt, þannig að við munum reyna að vinna það líka.“ En hvað finnst þér um að aðstoðarmaður þinn sé að lofa svona einu félagi pening? „Það er bara ekki rétt. Það er fjárveitingavaldið, það er fjárlaganefnd á Alþingi sem fer með fjárveitingar. Það var gert í þessu tilfelli, það var sérstaklega tekið fram að þetta væri til ÍBV og annarra félaga sem væru í sambærilegri stöðu.“ Þannig að það er ekki rétt að hann hafi lofað þessum peningum? „Ég kannast ekki við það. Það er fjárlaganefnd sem lagði þetta til, ákveðnar fjárveitingar og stuðning með þessum hætti. Það höfum við unnið enda er það hvorki í mínu valdi né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum háum fjárhæðum. En það er hins vegar líka rétt að ÍBV varð fyrir miklu tjóni þegar þjóðhátíð var slaufað í Covid-faraldri. Og ástæða þess að brugðist var við af hálfu fjárlaganefndar og ríkisvaldsins var meðal annars sú. En það eru fleiri íþróttafélög í þessari stöðu og við erum að vinna með það.“ Vestmannaeyjar ÍBV Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Sjá meira
Greint var frá því í gær að Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV hefði sent fjárlaganefnd erindi, þar sem hann óskaði eftir því að nefndin tryggði að ríkið greiddi félaginu sextíu milljóna króna eftirstöðvar af hundrað milljóna króna styrk. Haraldur hélt því enn fremur fram að aðstoðarmaður Ásmundar Einars hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Ásmundur Einar segir í samtali við fréttastofu að fjárlaganefnd hafi vissulega samþykkt fjárveitingu sem ætluð var íþróttafélögum sem urðu fyrir tapi í kórónuveirufaraldrinum, eins og ÍBV. „Hins vegar var það þannig að skilaboðin sem samþykkt voru á Alþingi kölluðu á það að við færum í samtal við fleiri íþróttafélög. Úr því varð miklu stærri úthlutun sem er nú búið að samþykkja fjárveitingar til upp á hátt í hálfan milljarð, sem þetta rennur inn í. Og er til allra íþróttafélaga og þar með ÍBV,“ segir Ásmundur. Hreinlega ekki rétt að aðstoðarmaðurinn hafi lofað peningnum Þannig að ÍBV fær engan sérdíl þarna? „Ja, það er þannig eins og ég segi að fjárlaganefnd samþykkti ákveðnar fjárhæðir þarna og það var með þeim skilyrðum að við ættum að skoða þetta í víðara samhengi. Það gerðum við og unnum eftir því. En hins vegar skil ég vel stöðu ÍBV sem voru búin að undirbúa þjóðhátíð og allt slikt, þannig að við munum reyna að vinna það líka.“ En hvað finnst þér um að aðstoðarmaður þinn sé að lofa svona einu félagi pening? „Það er bara ekki rétt. Það er fjárveitingavaldið, það er fjárlaganefnd á Alþingi sem fer með fjárveitingar. Það var gert í þessu tilfelli, það var sérstaklega tekið fram að þetta væri til ÍBV og annarra félaga sem væru í sambærilegri stöðu.“ Þannig að það er ekki rétt að hann hafi lofað þessum peningum? „Ég kannast ekki við það. Það er fjárlaganefnd sem lagði þetta til, ákveðnar fjárveitingar og stuðning með þessum hætti. Það höfum við unnið enda er það hvorki í mínu valdi né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum háum fjárhæðum. En það er hins vegar líka rétt að ÍBV varð fyrir miklu tjóni þegar þjóðhátíð var slaufað í Covid-faraldri. Og ástæða þess að brugðist var við af hálfu fjárlaganefndar og ríkisvaldsins var meðal annars sú. En það eru fleiri íþróttafélög í þessari stöðu og við erum að vinna með það.“
Vestmannaeyjar ÍBV Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Sjá meira